Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2025 13:45 Birnir Snær Ingason hefur hleypt nýju lífi í lið KA. vísir/diego Eins og í fyrra hafa KA-menn orðið betri eftir því sem á tímabilið hefur liðið. Innkoma Birnis Snæs Ingason hefur góð áhrif á lið KA. Birnir, sem var valinn leikmaður ársins í Bestu deild karla 2023, gekk í raðir KA frá sænska liðinu Halmstad um miðjan júlí. Hann samdi við KA út tímabilið. Síðan Birnir kom hefur KA leikið átta leiki í Bestu deildinni og tvo Evrópuleiki gegn Silkeborg. KA-menn töpuðu því einvígi, 4-3 samanlagt, en þóttu spila vel gegn danska liðinu. Í leikjunum átta sem Birnir hefur spilað í Bestu deildinni hefur KA fengið sautján af 28 stigum sem í boði hafa verið. KA hefur unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og einungis tapað einum leik, gegn Stjörnunni í Garðabænum. Þar komust KA-menn í 0-2 en misstu forskotið niður og fóru stigalausir aftur heim til Akureyrar. Til samanburðar fékk KA fimmtán stig í fyrstu fimmtán leikjum sínum og var á botni deildarinnar þegar Birnir gekk í raðir liðsins. Birnir skoraði tvívegis þegar KA sigraði KR, 4-2, í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni neðri hlutans á sunnudaginn. Birnir hefur skorað í þremur leikjum í röð, alls fjögur mörk. Birnir hefur skorað fyrir fimm lið í efstu deild: KA, Fjölni, Val, HK og Víking. Alls eru mörkin 46 í 180 leikjum í efstu deild. Hallgrímur Mar Steingrímsson er markahæsti leikmaður KA í sumar. Hann hefur skorað níu mörk en þar á eftir koma Birnir, Ásgeir Sigurgeirsson og Jóan Símun Edmundsson með fjögur mörk hver. KA er í 7. sæti deildarinnar, eða efsta sætinu í úrslitakeppni neðri hlutans. Liðið hefur endað þar undanfarin tvö tímabil, eftir að hafa lent í 2. sæti 2022. Næsti leikur KA er gegn botnliði Aftureldingar á sunnudaginn. Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Birnir, sem var valinn leikmaður ársins í Bestu deild karla 2023, gekk í raðir KA frá sænska liðinu Halmstad um miðjan júlí. Hann samdi við KA út tímabilið. Síðan Birnir kom hefur KA leikið átta leiki í Bestu deildinni og tvo Evrópuleiki gegn Silkeborg. KA-menn töpuðu því einvígi, 4-3 samanlagt, en þóttu spila vel gegn danska liðinu. Í leikjunum átta sem Birnir hefur spilað í Bestu deildinni hefur KA fengið sautján af 28 stigum sem í boði hafa verið. KA hefur unnið fimm leiki, gert tvö jafntefli og einungis tapað einum leik, gegn Stjörnunni í Garðabænum. Þar komust KA-menn í 0-2 en misstu forskotið niður og fóru stigalausir aftur heim til Akureyrar. Til samanburðar fékk KA fimmtán stig í fyrstu fimmtán leikjum sínum og var á botni deildarinnar þegar Birnir gekk í raðir liðsins. Birnir skoraði tvívegis þegar KA sigraði KR, 4-2, í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni neðri hlutans á sunnudaginn. Birnir hefur skorað í þremur leikjum í röð, alls fjögur mörk. Birnir hefur skorað fyrir fimm lið í efstu deild: KA, Fjölni, Val, HK og Víking. Alls eru mörkin 46 í 180 leikjum í efstu deild. Hallgrímur Mar Steingrímsson er markahæsti leikmaður KA í sumar. Hann hefur skorað níu mörk en þar á eftir koma Birnir, Ásgeir Sigurgeirsson og Jóan Símun Edmundsson með fjögur mörk hver. KA er í 7. sæti deildarinnar, eða efsta sætinu í úrslitakeppni neðri hlutans. Liðið hefur endað þar undanfarin tvö tímabil, eftir að hafa lent í 2. sæti 2022. Næsti leikur KA er gegn botnliði Aftureldingar á sunnudaginn.
Besta deild karla KA Tengdar fréttir Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00