„Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. september 2025 10:32 Þórdís hljóp sitt fyrsta bakgarðshlaup í fyrra en er í fremstu röð bakgarðshlaupara hér á landi. vísir / ívar Þórdís Ólöf Jónsdóttir hljóp tæpa þrjú hundruð kílómetra í bakgarðshlaupinu í Heiðmörk um helgina en ákvað þá að segja þetta gott, til að eyðileggja sig ekki alveg. Nú tekur við góð hvíld, enda allt kerfið í rugli. Þórdís hljóp 6,7 kílómetra langan hring í Heiðmörk 42 sinnum um helgina eða í heildina 281,4 kílómetra á 42 klukkutímum, sem er bæting um einn hring á hennar persónulega meti. „Þetta var frábær helgi. Markmiðið var að njóta og það tókst. Hljóp með frábæru fólki í geggjuðum aðstæðum og já, bara að njóta. En svo fór ég að meiðast og það ágerðist á svona fimm hringjum. Þegar það gerðist hugsaði ég að það væri bara betra að hætta núna heldur en að eyðileggja sig alveg.“ Þórdís var í góðum gír alla helgina. sportmyndir.is/guðmundur Hún endaði því í öðru sæti hlaupsins á eftir Guðjóni Inga Sigurðssyni, sem hljóp einum hring meira. „Heiður að hlaupa með honum og við gerðum þetta mikið í sameiningu. Það var milestone eftir milestone þarna á nokkrum hringjum. Við gerðum þetta í sameiningu, náðum brautarmeti og persónulegu meti hjá okkur báðum. Vorum bara að njóta… ...Við þekktumst vel fyrir en kynnumst auðvitað betur í svona hlaupi, þegar maður þarf að eyða mörgum klukkutímum með fólki. Maður getur talað um alls konar og talar eiginlega bara meira eftir því sem líður á. Til að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað.“ Eftir 42 klukkutíma af hlaupum er ekki nema von að líkaminn sé í sjokki en stirðir vöðvar eru ekki eina vandamálið sem fylgir svona álagi. „Ég get lítið borðað og ég sef lítið, allt kerfið hrynur, það er auðvitað ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma.“ Rætt var við Þórdísi í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Bakgarðshlaup Hlaup Heiðmörk Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Þórdís hljóp 6,7 kílómetra langan hring í Heiðmörk 42 sinnum um helgina eða í heildina 281,4 kílómetra á 42 klukkutímum, sem er bæting um einn hring á hennar persónulega meti. „Þetta var frábær helgi. Markmiðið var að njóta og það tókst. Hljóp með frábæru fólki í geggjuðum aðstæðum og já, bara að njóta. En svo fór ég að meiðast og það ágerðist á svona fimm hringjum. Þegar það gerðist hugsaði ég að það væri bara betra að hætta núna heldur en að eyðileggja sig alveg.“ Þórdís var í góðum gír alla helgina. sportmyndir.is/guðmundur Hún endaði því í öðru sæti hlaupsins á eftir Guðjóni Inga Sigurðssyni, sem hljóp einum hring meira. „Heiður að hlaupa með honum og við gerðum þetta mikið í sameiningu. Það var milestone eftir milestone þarna á nokkrum hringjum. Við gerðum þetta í sameiningu, náðum brautarmeti og persónulegu meti hjá okkur báðum. Vorum bara að njóta… ...Við þekktumst vel fyrir en kynnumst auðvitað betur í svona hlaupi, þegar maður þarf að eyða mörgum klukkutímum með fólki. Maður getur talað um alls konar og talar eiginlega bara meira eftir því sem líður á. Til að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað.“ Eftir 42 klukkutíma af hlaupum er ekki nema von að líkaminn sé í sjokki en stirðir vöðvar eru ekki eina vandamálið sem fylgir svona álagi. „Ég get lítið borðað og ég sef lítið, allt kerfið hrynur, það er auðvitað ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma.“ Rætt var við Þórdísi í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Bakgarðshlaup Hlaup Heiðmörk Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
„Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03