Erlent

Í­búar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hillur í stórmörkuðum Hong Kong eru að tæmast enda íbúarnir að hamstra mat, fari eyjan illa út úr óveðrinu.
Hillur í stórmörkuðum Hong Kong eru að tæmast enda íbúarnir að hamstra mat, fari eyjan illa út úr óveðrinu. Sawayasu Tsuji/Getty Images

Hundruðum flugferða hefur verið aflýst í Hong Kong og skólum og fyrirtækjum hefur verið lokað vegna ofurfellibylsins Ragasa sem er á leiðinni í átt að eyjunni.

Þá hefur rúmlega þrjúhundruð þúsund manns verið gert að yfirgefa Guangdong hérað suðurhluta Kína. Ragasa gekk yfir Filippseyjar í gær en þéttbýlustu svæði landsins sluppu við veðrið sem fór yfir norðurhluta eyjaklasans sem er fremur strjálbýll.

Yfirvöld í Hong Kong hafa nú gefið út viðvörun vegna veðursins sem er átta á skalanum eitt til tíu. Það þýðir að meðalvindhraðinn gæti orðið næstum átján metrar á sekúndu auk þess sem vindhviður verða mun öflugri. Búist er við að nágrannaeyjan Macau gefi út svipaða viðvörun síðar í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×