Lífið

Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti ó­vænt aftur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halldór Gylfason fer með aðalhlutverkið í þáttunum.
Halldór Gylfason fer með aðalhlutverkið í þáttunum.

Þættirnir Brjánn hófu göngu sína á Sýn á fyrir viku. Þættirnir fjalla um eilífðarunglinginn Brján, sem hefur enga reynslu af þjálfarastörfum, nema í Football Manager, en hann fær tækifærið sem þjálfari liðsins.

Brjánn starfar hjá heildsölu fjölskyldunnar. Þar er bróðir hans yfirmaður en Steinþór Hróar fer með það hlutverk.

Samstarfsmenn Brjáns eru fyrir löngu komnir með nóg af honum og höfðu farið fram á það að hann yrði rekinn. Röð tilviljana höfðu það í för með sér að Brjánn var ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í Þrótti og sagði í kjölfarið upp störfum.

Hreinn, bróðir Brjáns, nýtti tækifærið og þóttist hafa rekið hann. En svo flæktust hlutirnir eins sjá má hér að neðan.

Klippa: Þóttist hafa rekið bróðir sinn sem mætti óvænt aftur

Halldór Gylfason leikur köttarann og elífðarunglinginn Brján en auk hans leika í þáttunum Steinþór Hróar Steinþórsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Karen Björg Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Sigurður Sigurjónsson og ýmsir fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.