Skoðun

Stuðningsyfirlýsing for­stöðu­manna Sól­heima

Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar

Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar.

Yfirlýsing þessi er sett fram fyrir hönd forstöðumanna Sólheima sem taka ekki undir þau gagnrýnisorð sem fram hafa komið opinberlega.

Undir Sólheimum starfa þrjár sjálfseignarstofnanir:

Styrktarsjóður Sólheima ses, Sólheimasetur ses og Sólheimar ses. Sú félagsþjónusta sem hefur verið til umfjöllunar heyrir undir Sólheima ses.

Í ársbyrjun lá fyrir að rekstur Sólheima ses stæðist ekki þau markmið sem sett höfðu verið. Sérstaklega vó þungt að framlög frá Bergrisanum höfðu dregist verulega saman á milli ára. Á sama tíma jókst launakostnaður og stöðugildum fjölgaði, meðal annars vegna styttingar vinnuvikunnar og aukinnar þjónustuþarfar.

Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu tók stjórn Sólheima þá ákvörðun að ráða Kristínu Albertsdóttur á ný sem framkvæmdastjóra Sólheima. Kristín hafði áður gegnt starfi framkvæmdastjóra með góðum árangri og sinnt þá meðal annars því krefjandi verkefni að rétta af rekstur Sólheima ses.

Samskipti okkar við Kristínu Albertsdóttur framkvæmdastjóra og Sigurjón Þórisson stjórnarformann hafa verið fagleg, jákvæð og uppbyggileg.

Við undirrituð lýsum við hér með yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn.

Virðingarfyllst,

Birta Kristín Ingadóttir, verslunarstjóri Grænu könnunar og Völu,

Elfa Björk Kristjánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og sjúkraliði Bláskóga og Fögrubrekku,

Karen Ósk Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi atvinnu-og virknisviðs,

Ragnheiður Eggertsdóttir, yfirmatráður og rekstrarstjóri Sólheimaseturs,

Þorvaldur Kjartansson, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda.




Skoðun

Skoðun

Snið­ganga fyrir Palestínu

Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar

Sjá meira


×