Sport

Bills byrjar tíma­bilið með látum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Josh Allen, leikstjórnandi Vills, var frábær í nótt eins og venjulega.
Josh Allen, leikstjórnandi Vills, var frábær í nótt eins og venjulega. vísir/getty

Buffalo Bills ætlar sér stóra hluti í NFL-deildinni í vetur og byrjun liðsins lofar góðu.

Liðið skellti Miami Dolphins í nótt, 31-21, og er búið að vinna alla þrjá leiki sína í deildinni. Dolphins er aftur á móti búið að tapa öllum þremur leikjum sínum.

Stórstjarna Bills, leikstjórnandinn Josh Allen, átti enn og aftur stórleik. Hann kastaði boltanum 213 jarda og þar af fyrir þremur snertimörkum.

Hlaupari liðsins, James Cook, var einnig frábær. Hljóp með boltann 108 jarda og skoraði eitt snertimark.

Leikstjórnandi Miami, Tua Tagovailoa, átti erfitt uppdráttar enn eina ferðina. Kastaði boltanum aðeins 146 jarda og þar af einu sinni frá sér.

Er farið að hitna hraustlega undir þjálfara Miami, Mike McDaniel, og kæmi lítið á óvart ef hann yrði rekinn fljótlega.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×