Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. september 2025 14:03 Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson skipa þjálfarateymi íslenska landsliðsins í handbolta. Vísir/Vilhelm Arnór Atlason verður þjálfari Holstebro næstu þrjú árin. Hann segir að starfið fari vel saman við það að vera aðstoðarþjálfari landsliðsins. Arnór hefur samið við Holstebro til ársins 2028 en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum og hefur gert góða hluti með liðið síðan þá. Á síðasta tímabili komst Holstebro í undanúrslit úrslitakeppninnar og Arnór var í kjölfarið valinn þjálfari ársins í Danmörku. „Ég vona að við getum haldið áfram að lyfta þessu upp á hærra plan. Við erum búnir að ná fínum árangri á þessum tveimur árum. Þetta var erfitt fyrsta ár og okkur langar að komast aftur í úrslitakeppnina,“ segir Arnór Atlason í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Holstebro var fyrir svona átta, níu árum stabíll topp fjögur lið í Danmörku sem hefur bæði verið í úrslitum og orðið bikarmeistari. En á síðustu þremur árum hefur þetta verið erfiðara og fyrir þremur árum rétt slapp liðið við fall og við þurftum að spila um það, rétt eins og við þurftum að gera á mínu fyrsta ári. Þetta er búið að vera mikill öldudalur. Fyrir þetta tímabil skiptum við alveg níu leikmönnum út sem er alveg svakalega mikið í handbolta,“ segir Arnór en liðið er nú skipað mörgum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Markmið Arnórs í þjálfun eru skýr, að einbeita sér að því félagi sem hann er hjá hverju sinni. „Starfið passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið hjá landsliðinu og það er stór partur af því að ég held áfram, að þetta passi mjög vel saman og það er ekki víst að það geri það annars staðar. Hvað varðar mín markmið, þá finnst mér maður bara skulda því liði sem maður er hjá hverju sinni að vera hundrað prósent einbeittur á það.“ Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Sjá meira
Arnór hefur samið við Holstebro til ársins 2028 en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum og hefur gert góða hluti með liðið síðan þá. Á síðasta tímabili komst Holstebro í undanúrslit úrslitakeppninnar og Arnór var í kjölfarið valinn þjálfari ársins í Danmörku. „Ég vona að við getum haldið áfram að lyfta þessu upp á hærra plan. Við erum búnir að ná fínum árangri á þessum tveimur árum. Þetta var erfitt fyrsta ár og okkur langar að komast aftur í úrslitakeppnina,“ segir Arnór Atlason í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. „Holstebro var fyrir svona átta, níu árum stabíll topp fjögur lið í Danmörku sem hefur bæði verið í úrslitum og orðið bikarmeistari. En á síðustu þremur árum hefur þetta verið erfiðara og fyrir þremur árum rétt slapp liðið við fall og við þurftum að spila um það, rétt eins og við þurftum að gera á mínu fyrsta ári. Þetta er búið að vera mikill öldudalur. Fyrir þetta tímabil skiptum við alveg níu leikmönnum út sem er alveg svakalega mikið í handbolta,“ segir Arnór en liðið er nú skipað mörgum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Markmið Arnórs í þjálfun eru skýr, að einbeita sér að því félagi sem hann er hjá hverju sinni. „Starfið passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið hjá landsliðinu og það er stór partur af því að ég held áfram, að þetta passi mjög vel saman og það er ekki víst að það geri það annars staðar. Hvað varðar mín markmið, þá finnst mér maður bara skulda því liði sem maður er hjá hverju sinni að vera hundrað prósent einbeittur á það.“
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Sjá meira