Lífið

Skaut mink í eld­húsi í Garða­bæ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steinar er góður í sínu fagi.
Steinar er góður í sínu fagi.

Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson byrjaði í faginu því hann vildi hefna sín á köngulónni sem beit hann í æsku. Hann er vinsæll meindýraeyðir og getur farið í allt að þrettán útköll á dag út af silfurskottum.

Steinari þykir ekki vænt um meindýrin sem hann drepur en ber ákveðna virðingu fyrir þeim. Hann leggur því mikla áherslu á að dýrin þjáist eins lítið og mögulegt er.

Steinar lítur ekki út eins og staðalímyndin af meindýraeyði. Hann er aldrei í hlífðarfötum, utan hanska og grímu, og mætir ávallt fínn í tauinu í vinnuna; í ullarvesti, með sixpensara og vasaúr.

Varðandi meindýrin þá er krökt af kakkalökkum á Íslandi, eitthvað sem ekki allir átta sig á. Þá eru silfurskottum í mörgum húsum en þær eru ekkert hættulegar. Veggjalúsin er mjög erfið viðureignar en þjófabjallan er lang erfiðust.

 Steinar vill samt leiðrétta þann misskilning að pöddur þýði óhreinindi og að húsið þitt sé ónýtt út af til að mynda rakaskemmdum. Það sé alls ekki rétt og fólk þarf ekkert að skammast sín fyrir að kalla til meindýraeyði.

Í Íslandi í dag hér fyrir neðan heimsækjum við Steinar, fáum að vita allt um starf meindýraeyðis og aðferðirnar sem hann notar til að drepa lítil kvikindi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.