Sport

„Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta”

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Júlía Sylvía og Manuel hafa náð frábærum árangri á listskautum en stórt próf er framundan í Peking.
Júlía Sylvía og Manuel hafa náð frábærum árangri á listskautum en stórt próf er framundan í Peking.

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza eru nú stödd í Peking í Kína þar sem þau keppa fyrir Íslands hönd um síðustu þrjú lausu sætin á Vetrarólympíuleikunum 2026.

Nítján pör komast inn á Ólympíuleikana en aðeins þrjú laus sæti eru eftir og tólf pör eru skráð á úrtökumótið í Peking. Þau eiga því erfitt verk fyrir höndum, en ekki ómögulegt.

Júlía og Manuel, sem er 24 ára og frá Ortiesei á Norður-Ítalíu, eru fyrsta parið til að keppa fyrir Íslands hönd á listskautum en til þess þarf aðeins annar aðilinn að vera íslenskur.

Þau náðu 18. sæti á Evrópumótinu fyrr á þessu ári og settu svo persónulegt stigamet um síðustu helgi þegar þau skoruðu 158.91 heildarstig á móti í Lombardia á Ítalíu.

Júlía og Manuel léku listir sínar á Lombardia Cup um síðustu helgi.

„Þau náðu persónulegu stigameti bæði í stutta og frjálsa prógramminu þrátt fyrir mistök, sem sýnir að þau eiga mikið inni til þess að bæta sig enn frekar” sagði þjálfari þeirra, Benjamin Naggiar.

Júlía er ánægð með mótið. Það sé alltaf ákveðið stress og óvissa að fara inn í fyrsta mótið, en núna getur hún verið aðeins rólegri.

Fyrir parið er mikilvægt að fara inn í mótið í Peking með fulla einbeitingu en njóta augnabliksins á sama tíma.

„Ég veit að þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta.”

Mótið hefst í dag og lýkur á laugardaginn en fylgjast má með úrslitum hér

Júlía og Manuel léku listir sínar á Lombardia Cup um síðustu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×