Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2025 23:33 Erlingur segir að tillagan hugsuð út frá forsendum barna. Vísir/Sigurjón Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. Borgarstjórn samþykkti í gær að vísa tillögu um styttingu sumarfrís áfram til Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á færa skipulag skólaárs nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar. Sumarfrí grunnskólanema í Reykjavík nema 76 dögum. Það er tíu dögum meira en í Noregi og tuttugu dögum meira en í Danmörku. „Þegar eg fór að bera saman og rýna í rannsóknir á sumarfríi barna þá sá ég það svart og hvítu í breskum rannsóknum, þar sem sumarfríið eru 42 dagar, samanborið við okkar 76 þá var að sjá að þessir 42 dagar hafa veruleg áhrif því 15% barna á grunnskólaaldri þar upplifa reglulega einmanaleika þessa 42 daga. Ef við myndum framkvæma slíka rannsókn á Íslandi efast ég um að við kæmum eitthvað mikið betur út.“ Erlingur segist ekki vilja ganga á rétt kennara til orlofs því hann vill styttra sumarfrí en lengra vetrarfrí á móti. Hann er sjálfur kennaranemi og svo vinnur hann sem frístundaráðgjafi hjá frístundamiðstöð í Breiðholti. „Ég vinn markvisst með félagslega einangruðum ungmennum og ég veit í samtali við kennara sem starfa með þessum hóp að áhyggjurnar eru miklar yfir sumartímann af því þessi börn eru mjög líkleg til þess að einangra sig því þetta er frekar langur tími til þess.“ Sumardagana mætti nýta til útináms og fræðslu um náttúru. Það sé líka til bóta að draga úr álagi á börn og kennara í svartasta skammdeginu. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“ Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gær að vísa tillögu um styttingu sumarfrís áfram til Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á færa skipulag skólaárs nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar. Sumarfrí grunnskólanema í Reykjavík nema 76 dögum. Það er tíu dögum meira en í Noregi og tuttugu dögum meira en í Danmörku. „Þegar eg fór að bera saman og rýna í rannsóknir á sumarfríi barna þá sá ég það svart og hvítu í breskum rannsóknum, þar sem sumarfríið eru 42 dagar, samanborið við okkar 76 þá var að sjá að þessir 42 dagar hafa veruleg áhrif því 15% barna á grunnskólaaldri þar upplifa reglulega einmanaleika þessa 42 daga. Ef við myndum framkvæma slíka rannsókn á Íslandi efast ég um að við kæmum eitthvað mikið betur út.“ Erlingur segist ekki vilja ganga á rétt kennara til orlofs því hann vill styttra sumarfrí en lengra vetrarfrí á móti. Hann er sjálfur kennaranemi og svo vinnur hann sem frístundaráðgjafi hjá frístundamiðstöð í Breiðholti. „Ég vinn markvisst með félagslega einangruðum ungmennum og ég veit í samtali við kennara sem starfa með þessum hóp að áhyggjurnar eru miklar yfir sumartímann af því þessi börn eru mjög líkleg til þess að einangra sig því þetta er frekar langur tími til þess.“ Sumardagana mætti nýta til útináms og fræðslu um náttúru. Það sé líka til bóta að draga úr álagi á börn og kennara í svartasta skammdeginu. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“
Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira