Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar 17. september 2025 14:31 Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki. Í umræðunni heyrðust setningar eins og „ég er stoltur Akureyringur“ og „ég er stoltur HA-ingur“ – sem eru vissulega fallegar yfirlýsingar – en þegar þær eru notaðar sem skjöldur gegn breytingum, án þess að greina hvað raunverulega er í húfi, þá verður samtalið fljótt tilfinningadrifið og íhaldssamt. Það sem virtist valda mestu reiði var ekki sameiningin sjálf, heldur innviðaskortur: skortur á bílastæðum, húsnæði og aðstöðu. Þetta eru raunveruleg vandamál – en þau tengjast ekki beint þeirri hugmynd að sameina tvær menntastofnanir. Við verðum að spyrja: Fyrir hverja er verið að sameina? Og af hverju? Sameining getur skapað tækifæri til að byggja upp öflugri og samkeppnishæfari háskóla – stofnun sem getur boðið fjölbreyttara nám, aukið fjarnám, styrkt rannsóknir og nýsköpun og orðið leiðandi afl í menntamálum á landsbyggðinni. Ef höfuðstöðvar yrðu áfram á Akureyri, væri það ekki niðurlæging heldur uppbygging. En umræðan virðist snúast um nafn og sjálfsmynd – ekki um framtíðarsýn. Það er eðlilegt að óttast breytingar. Þegar heimsmynd okkar er ógnað, grípum við oft til gamalla gilda og siða. En í stað þess að spyrja „hvað missum við?“ ættum við að spyrja „hvað getum við unnið?“ Við þurfum að leiða með fordæmi – ekki fordómum. Við verðum að horfa fram á við. Ekki aftur til fortíðar í leit að svörum. Við byggjum ekki framtíðarmenntakerfi á gömlum gildum fyrir kynslóðir sem eiga að leiða þróun mankyns. Í orðum menntamannsins J. Morris: „Ég geri, þú gerir, við gerum.“ Í heimi sundrungar og ótta þurfum við meira á hvort öðru að halda. Svo ég spyr aftur: Við hvað erum við svona hrædd? Höfundur er stúdent og kennari við Stapaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Borgarbyggð Akureyri Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki. Í umræðunni heyrðust setningar eins og „ég er stoltur Akureyringur“ og „ég er stoltur HA-ingur“ – sem eru vissulega fallegar yfirlýsingar – en þegar þær eru notaðar sem skjöldur gegn breytingum, án þess að greina hvað raunverulega er í húfi, þá verður samtalið fljótt tilfinningadrifið og íhaldssamt. Það sem virtist valda mestu reiði var ekki sameiningin sjálf, heldur innviðaskortur: skortur á bílastæðum, húsnæði og aðstöðu. Þetta eru raunveruleg vandamál – en þau tengjast ekki beint þeirri hugmynd að sameina tvær menntastofnanir. Við verðum að spyrja: Fyrir hverja er verið að sameina? Og af hverju? Sameining getur skapað tækifæri til að byggja upp öflugri og samkeppnishæfari háskóla – stofnun sem getur boðið fjölbreyttara nám, aukið fjarnám, styrkt rannsóknir og nýsköpun og orðið leiðandi afl í menntamálum á landsbyggðinni. Ef höfuðstöðvar yrðu áfram á Akureyri, væri það ekki niðurlæging heldur uppbygging. En umræðan virðist snúast um nafn og sjálfsmynd – ekki um framtíðarsýn. Það er eðlilegt að óttast breytingar. Þegar heimsmynd okkar er ógnað, grípum við oft til gamalla gilda og siða. En í stað þess að spyrja „hvað missum við?“ ættum við að spyrja „hvað getum við unnið?“ Við þurfum að leiða með fordæmi – ekki fordómum. Við verðum að horfa fram á við. Ekki aftur til fortíðar í leit að svörum. Við byggjum ekki framtíðarmenntakerfi á gömlum gildum fyrir kynslóðir sem eiga að leiða þróun mankyns. Í orðum menntamannsins J. Morris: „Ég geri, þú gerir, við gerum.“ Í heimi sundrungar og ótta þurfum við meira á hvort öðru að halda. Svo ég spyr aftur: Við hvað erum við svona hrædd? Höfundur er stúdent og kennari við Stapaskóla.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun