Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. september 2025 07:32 Elfar Þór Guðmundsson og Anh Quyen Hoang eigendur Hustle Bite. Vísir/Ívar Fannar Táningur, sem var að opna sinn eigin veitingastað ásamt vinum sínum, hvetur jafnaldra sína til vera virkari og gera eitthvað við líf sitt. Hann segir allt of margt ungt fólk aðgerðarlítið og vonast til að vera öðrum fyrirmynd. Við Álftaneslaug hefur nýr veitingastaður tekið við að Bitakoti sem stóð hér um árabil en staðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir merkilegt nafn og útlit og unga og djarfa eigendur. Staðurinn er rekinn af fimm vinum sem eru á aldrinum 18 til 22 ára. Eigendurnir tveir, fæddir 2006 og 2004, segja reksturinn hafa gengið eins og í sögu síðan þeir opnuðu á laugardag. „Þetta var hugmyndin hjá honum Anh hérna að opna okkar eigin stað. Ég var búinn að vera að vinna á Fiskmarkaðnum og Hlöllabátum þannig ég var með örlitla reynslu af matargerð og skyndibitastað. Hann kom til mín og bróður míns og bauð okkur að vera hluti af þessari yndislegu starfsemi sem er Hustle bites og við samþykktum bara auðvitað stax,“ segir Elfar Þór Guðmundsson, einn eigenda Hustle bite. Anh Quyen Hoang, annar eigandi Hustle bite, hefur verið búsettur á Íslandi í sex ár og segir ákveðinn draum að rætast með opnun veitingastaðarins. „Ég vil eignast stærri veitingastað í framtíðinni, en þetta dugir í bili held ég.“ „Við viljum að þetta sé hornsteinninn fyrir Álftanesið, þar sem fólk getur komið hingað og dundað sér. Allir krakkarnir, nákvæmlega geta komið og leikið sér hérna. Bara hafa þetta góðan og þægilegan stemmningsstað,“ bætir Elfar við. Vilja vera fyrirmynd Hann segir þá rétt að byrja og vonast til þess að önnur ungmenni taki framtak þeirra sér til fyrirmyndar. Að baki nafninu, Hustle bite, sé sú hugmynd og og skilaboð að aðrir krakkar, á þeirra aldri, taki þá sér til fyrirmyndar. „Það er svo mikið af krökkum nú til dags sem eru bara ekki í vinnu, vilja ekki fara í skóla, eru ekki að gera neitt. Þannig við viljum með þessu, í gegnum yndislegan og frábæran mat hjá okkur, gefa út þessi skilaboð. Það er hugtak sem kallast að hustla hjá okkur ungmennunum. Við erum að reyna að sýna öðrum krökkum að maður verður að hafa fyrir lífinu.“ Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Við Álftaneslaug hefur nýr veitingastaður tekið við að Bitakoti sem stóð hér um árabil en staðurinn hefur vakið mikla athygli fyrir merkilegt nafn og útlit og unga og djarfa eigendur. Staðurinn er rekinn af fimm vinum sem eru á aldrinum 18 til 22 ára. Eigendurnir tveir, fæddir 2006 og 2004, segja reksturinn hafa gengið eins og í sögu síðan þeir opnuðu á laugardag. „Þetta var hugmyndin hjá honum Anh hérna að opna okkar eigin stað. Ég var búinn að vera að vinna á Fiskmarkaðnum og Hlöllabátum þannig ég var með örlitla reynslu af matargerð og skyndibitastað. Hann kom til mín og bróður míns og bauð okkur að vera hluti af þessari yndislegu starfsemi sem er Hustle bites og við samþykktum bara auðvitað stax,“ segir Elfar Þór Guðmundsson, einn eigenda Hustle bite. Anh Quyen Hoang, annar eigandi Hustle bite, hefur verið búsettur á Íslandi í sex ár og segir ákveðinn draum að rætast með opnun veitingastaðarins. „Ég vil eignast stærri veitingastað í framtíðinni, en þetta dugir í bili held ég.“ „Við viljum að þetta sé hornsteinninn fyrir Álftanesið, þar sem fólk getur komið hingað og dundað sér. Allir krakkarnir, nákvæmlega geta komið og leikið sér hérna. Bara hafa þetta góðan og þægilegan stemmningsstað,“ bætir Elfar við. Vilja vera fyrirmynd Hann segir þá rétt að byrja og vonast til þess að önnur ungmenni taki framtak þeirra sér til fyrirmyndar. Að baki nafninu, Hustle bite, sé sú hugmynd og og skilaboð að aðrir krakkar, á þeirra aldri, taki þá sér til fyrirmyndar. „Það er svo mikið af krökkum nú til dags sem eru bara ekki í vinnu, vilja ekki fara í skóla, eru ekki að gera neitt. Þannig við viljum með þessu, í gegnum yndislegan og frábæran mat hjá okkur, gefa út þessi skilaboð. Það er hugtak sem kallast að hustla hjá okkur ungmennunum. Við erum að reyna að sýna öðrum krökkum að maður verður að hafa fyrir lífinu.“
Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira