Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2025 14:02 Kolfreyja Sól Bogadóttir, jafnan þekkt sem tónlistarkonan Alaska 1867, hefur gengið í gegnum ýmsar hæðir og lægðir lífsins. Vísir/Anton Brink Splunkuný rödd reið röftum í íslensku tónlistarsenunni í sumar og kom eins og stormsveipur inn í bransann með plötu og lögum þar sem er rappað og sungið hispurslaust um ofbeldismenn, kynlíf, kúreka, oxy fráhvörf, kók línur inn á klósetti og edrúmennsku án þess að skafað sé af því. En hver er þessi 25 ára eitursvala tónlistarkona sem sprakk út nýlega þrátt fyrir að hafa verið í tónlist allt sitt líf? Hún heitir Kolfreyja Sól Bogadóttir en listamannanafnið hennar er Alaska 1876, nafn sem að vekur upp ýmsar spurningar og kannski helst hvað þetta nafn á eiginlega að þýða? „Ég var rosa lengi að finna hvaða listamannsnafn ég vildi hafa af því að Kolfreyja er eitthvað svo þjóðlegt og ég á að bera að vera gera einhverja útlegutónlist. Ég vildi því aðskilja það. Mér finnst mjög næs að vera Kolfreyja með fjölskyldunni og síðan Alaska þegar ég er að gera tónlist. Ég var síðan að horfa á heimildarmynd árið 2019 og þar kom fram að Bandaríkin keyptu Alaska árið 1867. Ég veit ekki af hverju þetta greip mig svona mikið,“ segir Kolfreyja í Íslandi í dag á Sýn. Nafnið komið á hreint en þá er eitt sem vantar og það er hvaða bæjarfélag hún kennir sig við. Iðulega þarf ekki að spyrja rappara að því enda taka þeir mikið stolt frá því hvaðan þeir koma. Sjálf segist Kolfreyja vera víða að. „Ég elst upp á Fáskrúðsfirði og svo flyt ég til Akureyrar þegar ég er sex ára og er þar til ég er tólf ára og flyt síðan í bæinn. Ég hef búið mörgum bæjarfélögum.“ Mellusport Alaska 1867 var að gefa út plötu á dögunum. Á plötunni má finna grípandi efnistök og er ljóst frá fyrstu hlustun að Kolfreyja lýsi raunveruleika sem fáir kannast við. Sem dæmi má nefna lögin Fráhvörf, Hata hann, Al Capone og lagið Mellusport sem Kolfreyja var glöð að útskýra fyrir áhorfendum. „Þú getur verið í einhverju sporti, þú getur verið í mellusporti. Það er til dæmis að setja á þig brúnkukrem, eiga mjög feik skilríki og tramp stamp er mjög mikið mellusport,“ segir hún. Innblástur sækir hún frá sínu eigin lífi. „Akkúrat núna er það föt og menning í miðbæ Reykjavíkur og dóp líka. Þó ég taki ekki dóp þá er það því miður kúl. Það er nett fólk sem tekur dóp,“ segir hún á léttum nótum. Innsýn inn í hennar heim en Kolfreyja hefur áður tjáð sig um baráttu sína við fíknidjöfulinn og neyslu ópíóíða. Í dag fagnar hún edrúmennskunni og segist alls ekki fjalla um eiturlyf í dýrðarljóma. „Ég er bara mjög mikið að miðla því bara hvað mér finnst gott að hafa tekið þessa ákvörðun að vera edrú,“ segir Kolfreyja en innslagið má sjá hér að neðan. Ísland í dag Tónlist Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira
En hver er þessi 25 ára eitursvala tónlistarkona sem sprakk út nýlega þrátt fyrir að hafa verið í tónlist allt sitt líf? Hún heitir Kolfreyja Sól Bogadóttir en listamannanafnið hennar er Alaska 1876, nafn sem að vekur upp ýmsar spurningar og kannski helst hvað þetta nafn á eiginlega að þýða? „Ég var rosa lengi að finna hvaða listamannsnafn ég vildi hafa af því að Kolfreyja er eitthvað svo þjóðlegt og ég á að bera að vera gera einhverja útlegutónlist. Ég vildi því aðskilja það. Mér finnst mjög næs að vera Kolfreyja með fjölskyldunni og síðan Alaska þegar ég er að gera tónlist. Ég var síðan að horfa á heimildarmynd árið 2019 og þar kom fram að Bandaríkin keyptu Alaska árið 1867. Ég veit ekki af hverju þetta greip mig svona mikið,“ segir Kolfreyja í Íslandi í dag á Sýn. Nafnið komið á hreint en þá er eitt sem vantar og það er hvaða bæjarfélag hún kennir sig við. Iðulega þarf ekki að spyrja rappara að því enda taka þeir mikið stolt frá því hvaðan þeir koma. Sjálf segist Kolfreyja vera víða að. „Ég elst upp á Fáskrúðsfirði og svo flyt ég til Akureyrar þegar ég er sex ára og er þar til ég er tólf ára og flyt síðan í bæinn. Ég hef búið mörgum bæjarfélögum.“ Mellusport Alaska 1867 var að gefa út plötu á dögunum. Á plötunni má finna grípandi efnistök og er ljóst frá fyrstu hlustun að Kolfreyja lýsi raunveruleika sem fáir kannast við. Sem dæmi má nefna lögin Fráhvörf, Hata hann, Al Capone og lagið Mellusport sem Kolfreyja var glöð að útskýra fyrir áhorfendum. „Þú getur verið í einhverju sporti, þú getur verið í mellusporti. Það er til dæmis að setja á þig brúnkukrem, eiga mjög feik skilríki og tramp stamp er mjög mikið mellusport,“ segir hún. Innblástur sækir hún frá sínu eigin lífi. „Akkúrat núna er það föt og menning í miðbæ Reykjavíkur og dóp líka. Þó ég taki ekki dóp þá er það því miður kúl. Það er nett fólk sem tekur dóp,“ segir hún á léttum nótum. Innsýn inn í hennar heim en Kolfreyja hefur áður tjáð sig um baráttu sína við fíknidjöfulinn og neyslu ópíóíða. Í dag fagnar hún edrúmennskunni og segist alls ekki fjalla um eiturlyf í dýrðarljóma. „Ég er bara mjög mikið að miðla því bara hvað mér finnst gott að hafa tekið þessa ákvörðun að vera edrú,“ segir Kolfreyja en innslagið má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Tónlist Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Fleiri fréttir Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Sjá meira