Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2025 21:54 Um er að ræða aðra árásina á meinta fíkniefnasmyglara á skömmum tíma. AP Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. Trump greinir frá aðgerðinni á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, og á X. „Árásin var gerð þegar fíkniefnahryðjuverkamenn frá Venesúela voru á alþjóðahafsvæði að flytja ólögleg fíkniefni (BANVÆNT VOPN SEM EITRAR FYRIR BANDARÍKJAMÖNNUM) til Bandaríkjanna,“ segir Trump í færslunni. Hann segir fíkniefnaflutninga af þessu tagi mikla ógn við þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagsmuni Bandaríkjanna. Þrír „hryðjuverkamenn“ hafi fallið í árásinni og engum hermanni Bandaríkjahers hafi orðið meint af. pic.twitter.com/CvQdkW76Y7— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 15, 2025 Trump greindi frá því í byrjun mánaðar að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu féllu í þeirri árás en þeir eru sagðir hafa verið um borð á vegum venesúelsku fíkniefnasamtakanna Tren de Arague. Ekki kemur fram í færslu Trump hvort báturinn sem herinn hæfði í dag væri frá sömu samtökum. New York Times segir frá því að fyrirliggjandi gögn bendi til þess að bátnum, sem var grandaður fyrr í mánuðinum, hafi verið snúið við áður en herinn hóf að skjóta á hann. Áhöfnin hafi uppgötvað að herflugvélar fylgdust með ferðum bátsins og haldið til baka. Lögspekingar vestanhafs hafa sagt aðgerðina ólögmæta og að Trump hafi ekki valdheimildir til að mæta meintum fíkniefnasmyglurum með þessum hætti þar sem ekki hafi stafað nægileg ógn af þeim. Þá vegi þau rök þungt að báturinn virtist þegar hafa snúið við þegar árásin var gerð. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Trump greinir frá aðgerðinni á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, og á X. „Árásin var gerð þegar fíkniefnahryðjuverkamenn frá Venesúela voru á alþjóðahafsvæði að flytja ólögleg fíkniefni (BANVÆNT VOPN SEM EITRAR FYRIR BANDARÍKJAMÖNNUM) til Bandaríkjanna,“ segir Trump í færslunni. Hann segir fíkniefnaflutninga af þessu tagi mikla ógn við þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagsmuni Bandaríkjanna. Þrír „hryðjuverkamenn“ hafi fallið í árásinni og engum hermanni Bandaríkjahers hafi orðið meint af. pic.twitter.com/CvQdkW76Y7— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 15, 2025 Trump greindi frá því í byrjun mánaðar að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu féllu í þeirri árás en þeir eru sagðir hafa verið um borð á vegum venesúelsku fíkniefnasamtakanna Tren de Arague. Ekki kemur fram í færslu Trump hvort báturinn sem herinn hæfði í dag væri frá sömu samtökum. New York Times segir frá því að fyrirliggjandi gögn bendi til þess að bátnum, sem var grandaður fyrr í mánuðinum, hafi verið snúið við áður en herinn hóf að skjóta á hann. Áhöfnin hafi uppgötvað að herflugvélar fylgdust með ferðum bátsins og haldið til baka. Lögspekingar vestanhafs hafa sagt aðgerðina ólögmæta og að Trump hafi ekki valdheimildir til að mæta meintum fíkniefnasmyglurum með þessum hætti þar sem ekki hafi stafað nægileg ógn af þeim. Þá vegi þau rök þungt að báturinn virtist þegar hafa snúið við þegar árásin var gerð.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira