Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2025 11:11 Elon Musk (t.v.) ávarpaði tugi þúsunda mótmælenda á útifundi í London um helgina. Þar sagði hann fólki meðal annars að búa sig undir að deyja eða berjast. Vísir Breskir stjórnmálamenn fordæma eldfim ummæli Elon Musk, eins auðugasta mannst í heimi, á mótmælafundi gegn útlendingum í London um helgina. Meðal annars er kallað eftir að stjórnvöld beiti Musk refsiaðgerðum. Musk ávarpaði mótmælendur í gegnum fjarfundarbúnað og kallaði eftir því að breska þingið yrði leyst upp og skipt um ríkisstjórn vegna þess að hún hefði brugðist í innflytjendamálum. Skilaboð Musk til mótmælenda um að „ofbeldi er á leið til ykkar“ og að þeir þyrftu að „berjast eða deyja“ hafa mælst sérlega illa fyrir hjá breskum stjórnmálamönnum. Jacqui Smith, jafnréttisráðherra, sagði ummælin hætuleg og röng. Peter Kyle, viðskiptaráðherra, sagði þau illskiljanleg og algerlega óviðeigandi. Þau sýndu þó að tjáningarfrelsið lifði góðu lífi í Bretlandi en fjarhægrimenn þar og víðar halda því jafnan fram að þeir sæti þöggun og skoðanakúgun. Ed Davey, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Frjálslyndra demókrata, talaði fyrir því að ríkisstjórnin beitti Musk og fyrirtæki hans refsiaðgerðum fyrir að ala á sundrung og æsa til ofbeldis í Bretlandi. Hvatti hann leiðtoga hægriflokkanna Íhaldsflokksins og Umbótaflokksins til þess að fordæma ummæli sömuleiðis. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur ekki tjáð sig beint um ummæli Musk, aðeins að rétturinn til friðsamlegra mótmæla væri á meðal grunngilda bresks samfélags. Ofbeldi gegn lögreglumönnum yrði þó ekki liðið. Á þriðja tug lögreglumanna særðist í átökum við mótmælendur. Skipulagt af þekktum hægriöfgamanni Lundúnalögreglan áætlar að um 150.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum á laugardag. Yfirskrift þeirra var „Sameinum konungsveldið“. Þetta er talin stærsta samkoma breskra þjóðernissinna í áratugi. Öfgahægrimaðurinn og fjársvikarinn Stephen Yaxley-Lennon skipulagði viðburðinn. Hann gengur undir viðurnefninu Tommy Robinson en hann stofnaði áður hægriöfgasamtökin Enska varnarbandalagið. Það barðist fyrst og fremst gegn múslimum í Bretlandi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Musk ljáir rödd sína málstað flokka og samtaka yst á hægri jaðrinum. Hann barðist fyrir kjöri Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og talaði máli Valkosts fyrir Þýskaland í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi í vetur. Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem Musk blandaði sér í bresk stjórnmál. Í fyrra sagði hann borgarastríð óumflýjanlegt í kjölfar óeirða hægrijaðarhópar eftir að ungur maður stakk þrjú börn til bana í bænum Southport. Það byggðist á röngum fullyrðingum um að morðinginn væri hælisleitandi og múslimi. Raunverulega var hann fæddur í Wales, sonur kristinna foreldra sem komu upphaflega frá Rúanda og hafði búið alla sína ævi á Bretlandi. Elon Musk Bretland England Tengdar fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32 Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Musk ávarpaði mótmælendur í gegnum fjarfundarbúnað og kallaði eftir því að breska þingið yrði leyst upp og skipt um ríkisstjórn vegna þess að hún hefði brugðist í innflytjendamálum. Skilaboð Musk til mótmælenda um að „ofbeldi er á leið til ykkar“ og að þeir þyrftu að „berjast eða deyja“ hafa mælst sérlega illa fyrir hjá breskum stjórnmálamönnum. Jacqui Smith, jafnréttisráðherra, sagði ummælin hætuleg og röng. Peter Kyle, viðskiptaráðherra, sagði þau illskiljanleg og algerlega óviðeigandi. Þau sýndu þó að tjáningarfrelsið lifði góðu lífi í Bretlandi en fjarhægrimenn þar og víðar halda því jafnan fram að þeir sæti þöggun og skoðanakúgun. Ed Davey, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Frjálslyndra demókrata, talaði fyrir því að ríkisstjórnin beitti Musk og fyrirtæki hans refsiaðgerðum fyrir að ala á sundrung og æsa til ofbeldis í Bretlandi. Hvatti hann leiðtoga hægriflokkanna Íhaldsflokksins og Umbótaflokksins til þess að fordæma ummæli sömuleiðis. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur ekki tjáð sig beint um ummæli Musk, aðeins að rétturinn til friðsamlegra mótmæla væri á meðal grunngilda bresks samfélags. Ofbeldi gegn lögreglumönnum yrði þó ekki liðið. Á þriðja tug lögreglumanna særðist í átökum við mótmælendur. Skipulagt af þekktum hægriöfgamanni Lundúnalögreglan áætlar að um 150.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum á laugardag. Yfirskrift þeirra var „Sameinum konungsveldið“. Þetta er talin stærsta samkoma breskra þjóðernissinna í áratugi. Öfgahægrimaðurinn og fjársvikarinn Stephen Yaxley-Lennon skipulagði viðburðinn. Hann gengur undir viðurnefninu Tommy Robinson en hann stofnaði áður hægriöfgasamtökin Enska varnarbandalagið. Það barðist fyrst og fremst gegn múslimum í Bretlandi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Musk ljáir rödd sína málstað flokka og samtaka yst á hægri jaðrinum. Hann barðist fyrir kjöri Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og talaði máli Valkosts fyrir Þýskaland í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi í vetur. Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem Musk blandaði sér í bresk stjórnmál. Í fyrra sagði hann borgarastríð óumflýjanlegt í kjölfar óeirða hægrijaðarhópar eftir að ungur maður stakk þrjú börn til bana í bænum Southport. Það byggðist á röngum fullyrðingum um að morðinginn væri hælisleitandi og múslimi. Raunverulega var hann fæddur í Wales, sonur kristinna foreldra sem komu upphaflega frá Rúanda og hafði búið alla sína ævi á Bretlandi.
Elon Musk Bretland England Tengdar fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32 Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32
Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51