Innlent

Ölvaðir og í annar­legu á­standi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem þess var óskað að ná tali af manni. Mynd af manninum fylgdi.
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem þess var óskað að ná tali af manni. Mynd af manninum fylgdi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum fjölda útkalla í gærkvöldi og nótt þar sem einstaklingar í annarlegu ástandi komu við sögu og handtók meðal annars tvo grunaða um húsbrot.

Alls voru 46 mál skráð í kerfi lögreglu á vaktinni og fjórir gistu fangageymslur í morgunsárið.

Lögreglu barst einnig tilkynning um einstakling sem virtist sofa ölvunarsvefni í stigahúsi fjölbýlishúss og þá voru höfð afskipti af einstaklingi sem var sagður hafa farið um og sparkað í bifreiðar. Viðkomandi var handtekinn en hóf að hafa í hótunum við lögreglumenn þegar á lögreglustöðina var komið og var þá vistaður þar til hægt verður að ræða við hann.

Einnig var óskað eftir aðstoð lögreglu í verslunarhúsnæði þar sem einstaklingur neitaði að fara út eftir lokun.

Tilkynnt var um innbrot í heimahús og innbrot og þjófnað í fyrirtækjum. Þá voru afskipti höfð af þremur einstaklingum sem grunaðir eru um vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×