Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Oddur Ævar Gunnarsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 14. september 2025 19:31 Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir aðgerðina lið í að fyrirbyggja það að glæpasamtök skjóti hér rótum. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Mikið umstang í Auðbrekku Það var klukkan níu í gærkvöldi sem Hells Angels á Íslandi höfðu boðað til samkvæmis í Kópavogi, samkvæmis sem auglýst var með sérstöku plakati á ensku. Klukkutíma áður hóf lögreglan aðgerðir á vettvangi sem vöktu gríðarlega athygli sökum umstangs. Fjöldi grímuklæddra lögreglumanna auk sérsveitarmanna mætti á svæðið og var Skeljabrekku lokað. Leitað var á þeim sem sóttu samkvæmið auk þess sem dróni var nýttur til þess að vakta húsnæðið. Lögregla hefur í dag veitt afar takmarkaðar upplýsingar. Þremur sem handteknir voru hafi verið sleppt en lögregla vildi ekki veita upplýsingar um það hvers vegna þeir voru handteknir. Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við hafa borið sig aumlega og sagt um vinafund að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu voru um tuttugu manns í samkvæminu í gærkvöldi. Hells Angels samtökin eru á lista Europol yfir glæpasamtök og hafa íslensk lögregluyfirvöld um árabil lýst yfir miklum áhyggjum af starfsemi þeirra hér á landi og því að þau nái fótfestu í íslensku samfélagi allt frá því að þau gerðu fyrst vart um sig á landinu árið 2009. Aukin áhersla á forvirkar aðgerðir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir lögregluna leggja aukna áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum. Kæfa þá í fæðingu, eins og hún kemst að orði. „Íslenska lögreglan, rétt eins og í löndunum í kringum okkur, hefur verið að einblína mjög mikið á hópa og samtök sem eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök. Hells Angels eru það og það er ekki að ástæðulausu. Þrátt fyrir að ég hafi ekki upplýsingar um meðlimi þessara samtaka hér á landi þá hefur það verið þannig að samtökin eins og önnur glæpasamtök hafa verið ábyrg fyrir mjög miklu af alvarlegum afbrotum. Þau hafa verið tengd við fíknefnasölu og átök á milli hópa,“ segir hún. Einstaklingar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi með einhverjum hætti séu gerendur í töluvert stóru hlutfalli afbrota. „Það sem veldur fólki líka áhyggjum er að almenna mynstrið á Norðurlöndunum er að ýmis svona glæpasamtök eru að fá unga meðlimi, sem hafa kannski verið að brjóta af sér áður en þeir gengu til liðs við samtökin, en eftir að þeir eru orðnir hluti af samtökunum eykst brotahegðunin svo mikið,“ segir Margrét. „Eins og hefur komið fram, að kæfa starfsemina í fæðingu. Það hefur verið lögð mikil áhersla á að fara í auknar forvirkar aðgerðir í stað þess að vera að bregðast við afbrotum þegar þau koma upp. Ég myndi ætla að þetta sé liður í því,“ segir hún. Forvirk aðgerð eða brot á friðhelgi einkalífsins Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á gleðskapnum í gær sögðu hins vegar ekkert tilefni til slíks viðbúnaðar og sögðu hann sóun á peningi skattgreiðenda. „Þetta er áskorun sem lögreglan stendur frammi fyrir. Annars vegar að vernda borgarana fyrir afbrotum og svo hins vegar að virða réttindi borgaranna, í þessu tilfelli til þess að koma saman og hittast. Væntanlega hefur lögreglan einhverjar upplýsingar, sem ég hef ekki aðgang að, sem gerir það að verkum að þeir hafi talið þetta mikilvæga aðgerð,“ segir Margrét. Lögreglumál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Mikið umstang í Auðbrekku Það var klukkan níu í gærkvöldi sem Hells Angels á Íslandi höfðu boðað til samkvæmis í Kópavogi, samkvæmis sem auglýst var með sérstöku plakati á ensku. Klukkutíma áður hóf lögreglan aðgerðir á vettvangi sem vöktu gríðarlega athygli sökum umstangs. Fjöldi grímuklæddra lögreglumanna auk sérsveitarmanna mætti á svæðið og var Skeljabrekku lokað. Leitað var á þeim sem sóttu samkvæmið auk þess sem dróni var nýttur til þess að vakta húsnæðið. Lögregla hefur í dag veitt afar takmarkaðar upplýsingar. Þremur sem handteknir voru hafi verið sleppt en lögregla vildi ekki veita upplýsingar um það hvers vegna þeir voru handteknir. Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við hafa borið sig aumlega og sagt um vinafund að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu voru um tuttugu manns í samkvæminu í gærkvöldi. Hells Angels samtökin eru á lista Europol yfir glæpasamtök og hafa íslensk lögregluyfirvöld um árabil lýst yfir miklum áhyggjum af starfsemi þeirra hér á landi og því að þau nái fótfestu í íslensku samfélagi allt frá því að þau gerðu fyrst vart um sig á landinu árið 2009. Aukin áhersla á forvirkar aðgerðir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir lögregluna leggja aukna áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum. Kæfa þá í fæðingu, eins og hún kemst að orði. „Íslenska lögreglan, rétt eins og í löndunum í kringum okkur, hefur verið að einblína mjög mikið á hópa og samtök sem eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök. Hells Angels eru það og það er ekki að ástæðulausu. Þrátt fyrir að ég hafi ekki upplýsingar um meðlimi þessara samtaka hér á landi þá hefur það verið þannig að samtökin eins og önnur glæpasamtök hafa verið ábyrg fyrir mjög miklu af alvarlegum afbrotum. Þau hafa verið tengd við fíknefnasölu og átök á milli hópa,“ segir hún. Einstaklingar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi með einhverjum hætti séu gerendur í töluvert stóru hlutfalli afbrota. „Það sem veldur fólki líka áhyggjum er að almenna mynstrið á Norðurlöndunum er að ýmis svona glæpasamtök eru að fá unga meðlimi, sem hafa kannski verið að brjóta af sér áður en þeir gengu til liðs við samtökin, en eftir að þeir eru orðnir hluti af samtökunum eykst brotahegðunin svo mikið,“ segir Margrét. „Eins og hefur komið fram, að kæfa starfsemina í fæðingu. Það hefur verið lögð mikil áhersla á að fara í auknar forvirkar aðgerðir í stað þess að vera að bregðast við afbrotum þegar þau koma upp. Ég myndi ætla að þetta sé liður í því,“ segir hún. Forvirk aðgerð eða brot á friðhelgi einkalífsins Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á gleðskapnum í gær sögðu hins vegar ekkert tilefni til slíks viðbúnaðar og sögðu hann sóun á peningi skattgreiðenda. „Þetta er áskorun sem lögreglan stendur frammi fyrir. Annars vegar að vernda borgarana fyrir afbrotum og svo hins vegar að virða réttindi borgaranna, í þessu tilfelli til þess að koma saman og hittast. Væntanlega hefur lögreglan einhverjar upplýsingar, sem ég hef ekki aðgang að, sem gerir það að verkum að þeir hafi talið þetta mikilvæga aðgerð,“ segir Margrét.
Lögreglumál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira