Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 15:08 Af mótmælunum í Lundúnum í dag. AP Ríflega hundrað þúsund manns söfnuðust saman, að sögn lögreglu, í Lundúnum í dag til að mótmæla straumi hælisleitenda til Bretlands. Mótmælin nefnast „sameinum konungsríkið“ og eru skipulögð af þekktum pólitískum öfgamanni. Um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mættu til að mótmæla mótmælunum. Fjöldinn hefur safnast saman við Whitehall í dag, margir með breska, skoska, velska eða enska fána á lofti, þar sem þeir munu heyra á ræðumenn, meðal annars Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trumps. Guardian hefur eftir lögreglunni að um 110 þúsund manns séu taldir á vettvangi á vegum „Sameinum konungsríkið“ auk fimm þúsund manns frá andrasísku samtökunum SUTRa („Stand up against racism“). Tommy Robinson, sem réttu nafni heitir Stephen Yaxley-Lennon, skipulagði mótmælin en heldur því fram að milljónir manna hafi mætt á mótmælin í Lundúnum. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi. Til hægri má sjá templarakross sem Skjöldur Íslands ber einnig iðulega.AP Robinson er stofnandi hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL) og var áður í Breska þjóðflokknum (BNP), sem hefur gjarnan verið kallaður fasistahreyfing. Miðillinn hefur eftir lögreglumönnum að fólk úr mótmælafylkingu Robinsons hafi kastað hlutum í laganna verði. Mótmælin snúast aðallega að hælisleitendum. „Stöðvið bátana,“ kyrjaði hópurinn, „sendið þá heim“ einnig. Lögreglan hafði gefið „Sameinum konungsríkið“-mótmælunum leyfi til að standa yfir til klukkan 18 að breskum tíma en hin mótmælin þyrftu að klárast tveimur tímum fyrr. Sem fyrr segir voru fánar hinna bresku þjóða afar áberandi á mótmælunum og svipa mótmælin þannig til mótmælafunda Íslands þvert á flokka, sem hafa vakið athygli í sumar. Þá var kross templarareglunnar einnig sjáanlegur víða á mótmælunum í Bretlandi en þann kross ber Skjöldur Íslands en samtökin eru náskyld Íslandi þvert á flokka. Bretland Hælisleitendur Flóttamenn Innflytjendamál England Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Fjöldinn hefur safnast saman við Whitehall í dag, margir með breska, skoska, velska eða enska fána á lofti, þar sem þeir munu heyra á ræðumenn, meðal annars Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trumps. Guardian hefur eftir lögreglunni að um 110 þúsund manns séu taldir á vettvangi á vegum „Sameinum konungsríkið“ auk fimm þúsund manns frá andrasísku samtökunum SUTRa („Stand up against racism“). Tommy Robinson, sem réttu nafni heitir Stephen Yaxley-Lennon, skipulagði mótmælin en heldur því fram að milljónir manna hafi mætt á mótmælin í Lundúnum. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi. Til hægri má sjá templarakross sem Skjöldur Íslands ber einnig iðulega.AP Robinson er stofnandi hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL) og var áður í Breska þjóðflokknum (BNP), sem hefur gjarnan verið kallaður fasistahreyfing. Miðillinn hefur eftir lögreglumönnum að fólk úr mótmælafylkingu Robinsons hafi kastað hlutum í laganna verði. Mótmælin snúast aðallega að hælisleitendum. „Stöðvið bátana,“ kyrjaði hópurinn, „sendið þá heim“ einnig. Lögreglan hafði gefið „Sameinum konungsríkið“-mótmælunum leyfi til að standa yfir til klukkan 18 að breskum tíma en hin mótmælin þyrftu að klárast tveimur tímum fyrr. Sem fyrr segir voru fánar hinna bresku þjóða afar áberandi á mótmælunum og svipa mótmælin þannig til mótmælafunda Íslands þvert á flokka, sem hafa vakið athygli í sumar. Þá var kross templarareglunnar einnig sjáanlegur víða á mótmælunum í Bretlandi en þann kross ber Skjöldur Íslands en samtökin eru náskyld Íslandi þvert á flokka.
Bretland Hælisleitendur Flóttamenn Innflytjendamál England Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
„Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14
„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12