„Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2025 22:32 Sigurvin er einum sigri frá því að stýra Þrótt upp í Bestu deildina. Þróttur Reykjavík „Bara mjög vel, þetta er bara spenningur og gleði,“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar Reykjavíkur, um tilfinninguna þegar tæpur sólarhringur er í hreinan úrslitaleik liðsins um að komast í Bestu deild karla í fótbolta. Topplið Lengjudeildar karla, Þór Akureyri og Þróttur Reykjavík, mætast í lokaumferðinni sem fram fer á morgun, laugardag. Það er því ljóst að sigurvegarinn fer upp í Bestu deildina en ef liðin gera jafntefli gæti Njarðvík skotist upp í efsta sætið með sigri gegn Grindavík og tryggt sér eina örugga sætið í Bestu deildinni. Liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið. „Þetta er náttúrulega bara fótboltaleikur og við nálgumst hann auðvitað bara eins og alla hina. Maður finnur í umhverfinu, það eru allir að spyrja, velta fyrir sér og styðja okkur. Það er í rauninni bara bensín á vélina frekar en eitthvað annað,“ sagði Sigurvin um aðdragandann. „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar og erum verðskuldað í þeirri stöðu sem við erum í því við höfum spilað vel. Þannig það er engin ástæða til að breyta því neitt. Ég sé það bara í augunum á mínum leikmönnum að þeim líður vel með þetta. Þetta er skemmtilegt, færð meiri stuðning. Við erum á heimavelli þannig það verður meira magn af jákvæðri orku í okkar garð heldur en oft áður og það er eitthvað sem við ætlum að nýta.“ Klippa: Sigurvin Ólafs: „Þeir sem standa sig betur hneppa hnossið“ Gott gengi síðari hlutann „Það var engin stökkbreyting. Það voru aðallega þið fjölmiðlamenn, töluðuð aldrei um okkur. Við erum búnir að vera heilt yfir nokkuð jafnir, auðvitað hefur gengið betur í seinni umferðinni en þeirri fyrri sem var þó fín líka. Höfum alltaf verið þarna í grennd við toppinn. Höfum haldið okkar línu og flogið undir radar.“ „Ef það endar þannig að ég enda í sjöunda himni,“ sagði sigurvegarinn Sigurvin og glotti aðspurður hvort hann kynni vel við sig undir radarnum. Um leikinn gegn Þór „Ég reikna með jöfnum leik. Búnir að mæta þeim fyrr á tímabilinu. Það var mjög jafnt þó við höfum unnið þar. Í fyrra voru þetta tveir jafnir leikir líka. Þórsarar mjög sterkir. Vona að bæði lið spili þetta óháð þessari spennu. Þórsarar eru vel spilandi, ef okkur tekst að spila vel verður þetta skemmtilegur leikur. Við leggjum á borðið það sem við þykjumst geta og þeir sem standa sig betur hreppa hnossið.“ Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Topplið Lengjudeildar karla, Þór Akureyri og Þróttur Reykjavík, mætast í lokaumferðinni sem fram fer á morgun, laugardag. Það er því ljóst að sigurvegarinn fer upp í Bestu deildina en ef liðin gera jafntefli gæti Njarðvík skotist upp í efsta sætið með sigri gegn Grindavík og tryggt sér eina örugga sætið í Bestu deildinni. Liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið. „Þetta er náttúrulega bara fótboltaleikur og við nálgumst hann auðvitað bara eins og alla hina. Maður finnur í umhverfinu, það eru allir að spyrja, velta fyrir sér og styðja okkur. Það er í rauninni bara bensín á vélina frekar en eitthvað annað,“ sagði Sigurvin um aðdragandann. „Okkur hefur gengið mjög vel í sumar og erum verðskuldað í þeirri stöðu sem við erum í því við höfum spilað vel. Þannig það er engin ástæða til að breyta því neitt. Ég sé það bara í augunum á mínum leikmönnum að þeim líður vel með þetta. Þetta er skemmtilegt, færð meiri stuðning. Við erum á heimavelli þannig það verður meira magn af jákvæðri orku í okkar garð heldur en oft áður og það er eitthvað sem við ætlum að nýta.“ Klippa: Sigurvin Ólafs: „Þeir sem standa sig betur hneppa hnossið“ Gott gengi síðari hlutann „Það var engin stökkbreyting. Það voru aðallega þið fjölmiðlamenn, töluðuð aldrei um okkur. Við erum búnir að vera heilt yfir nokkuð jafnir, auðvitað hefur gengið betur í seinni umferðinni en þeirri fyrri sem var þó fín líka. Höfum alltaf verið þarna í grennd við toppinn. Höfum haldið okkar línu og flogið undir radar.“ „Ef það endar þannig að ég enda í sjöunda himni,“ sagði sigurvegarinn Sigurvin og glotti aðspurður hvort hann kynni vel við sig undir radarnum. Um leikinn gegn Þór „Ég reikna með jöfnum leik. Búnir að mæta þeim fyrr á tímabilinu. Það var mjög jafnt þó við höfum unnið þar. Í fyrra voru þetta tveir jafnir leikir líka. Þórsarar mjög sterkir. Vona að bæði lið spili þetta óháð þessari spennu. Þórsarar eru vel spilandi, ef okkur tekst að spila vel verður þetta skemmtilegur leikur. Við leggjum á borðið það sem við þykjumst geta og þeir sem standa sig betur hreppa hnossið.“ Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira