NATO eflir varnir í austri Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. september 2025 18:08 Mark Rutte tilkynnti verkefnið fyrir blaðamönnum í Brussel. AP Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins tilkynnti á blaðamannafundi að Frakkland, Þýskaland og Danmörk myndu leggja orrustuþotur og annan búnað í púkk til að verja Pólland frá frekari rússneskum ögrunum. Verkefnið ber yfirskriftina Austurvörður (e. Eastern Sentry) og mun samkvæmt umfjöllun Guardian vaxa í umfangi til að spanna öll austanverð bandalagsmærin, frá heimskautinu til Miðjarðarhafsins. Með þessu á að tryggja að engin ógn stafi af rússneskum flygildaárásum. „Auk hefðbundnari hernaðaraðferðum mun þetta framtak miða sérstaklega að því að mæta þeim sértæku áskorunum sem stafa af flygildum,“ sagði Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins. Fyrr í vikunni rauf 21 rússnesk flygildi pólska lofthelgi. Fjögur þeirra voru skotin niður af herþotum Póllands og annarra bandalagsríkja. Rússar halda því fram að um tæknivillu hafi verið að ræða en aðildarþjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa ekki lagt mikinn trúnað á það. Viðbrögð Pólverja voru umfangsmikil. Herþotur tóku á loft ásamt þyrlum og Pólverjar boðuðu til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna auk þess að óska eftir því að fjórða grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins verði virkjuð, sem kveður á um skyldu bandalagsríkja til að veita ráðgjöf sé öðru ríki ógnað og þess óskað. NATO Pólland Úkraína Rússland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. 10. september 2025 11:24 Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. 10. september 2025 12:25 Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. 11. september 2025 09:42 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins tilkynnti á blaðamannafundi að Frakkland, Þýskaland og Danmörk myndu leggja orrustuþotur og annan búnað í púkk til að verja Pólland frá frekari rússneskum ögrunum. Verkefnið ber yfirskriftina Austurvörður (e. Eastern Sentry) og mun samkvæmt umfjöllun Guardian vaxa í umfangi til að spanna öll austanverð bandalagsmærin, frá heimskautinu til Miðjarðarhafsins. Með þessu á að tryggja að engin ógn stafi af rússneskum flygildaárásum. „Auk hefðbundnari hernaðaraðferðum mun þetta framtak miða sérstaklega að því að mæta þeim sértæku áskorunum sem stafa af flygildum,“ sagði Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins. Fyrr í vikunni rauf 21 rússnesk flygildi pólska lofthelgi. Fjögur þeirra voru skotin niður af herþotum Póllands og annarra bandalagsríkja. Rússar halda því fram að um tæknivillu hafi verið að ræða en aðildarþjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa ekki lagt mikinn trúnað á það. Viðbrögð Pólverja voru umfangsmikil. Herþotur tóku á loft ásamt þyrlum og Pólverjar boðuðu til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna auk þess að óska eftir því að fjórða grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins verði virkjuð, sem kveður á um skyldu bandalagsríkja til að veita ráðgjöf sé öðru ríki ógnað og þess óskað.
NATO Pólland Úkraína Rússland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. 10. september 2025 11:24 Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. 10. september 2025 12:25 Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. 11. september 2025 09:42 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. 10. september 2025 11:24
Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. 10. september 2025 12:25
Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. 11. september 2025 09:42