Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2025 13:03 Ben Proud vonast til að verða loðinn um lófana af þátttöku sinni á Steraleikunum. getty/Ian MacNicol Enski sundkappinn Ben Proud segir að fjárhagslegar ástæður spili inn í þá ákvörðun hans að keppa á Steraleikunum. Proud er heims- og Evrópumeistari í fimmtíu metra skriðsundi og vann til silfurverðlauna í greininni á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Fyrr í vikunni var greint frá því að Proud væri fyrsti breski íþróttamaðurinn sem hefði ákveðið að keppa á Steraleikunum. Þar er keppendum heimilt að taka inn lyf sem eru á bannlista Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins, Wada. Verðlaunaféð á Steraleikunum er umtalsvert meira en á hefðbundnum mótum og Proud segir það hafi hvatt hann til að breyta til. „Ég er þrítugur og hef verið að hugsa um að hætta í nokkur ár. Við íþróttamenn á Ólympíuleikum þénum ekki nógu mikið til að geta hætt og lifað á því og þess vegna er ég alltaf að leita að einhverju sem getur enst mér lengur,“ sagði Proud. Á HM í sundi 2022 var heildarverðlaunaféð 2,73 milljónir punda. Á Steraleikunum fá keppendur greitt fyrir að taka þátt og Proud fær milljón punda í sinn hlut ef hann slær heimsmetið í fimmtíu metra skriðsundi. „Það myndi taka mig þrettán heimsmeistaratitla til að græða jafn mikið og ég fæ fyrir að vinna eina keppni á þessum leikum,“ sagði Proud. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína að taka þátt á Steraleikunum, meðal annars af breska sundsambandinu. Verið að hafa vit fyrir okkur Steraleikarnir eru afar umdeildir en varað hefur verið við heilsufarsvandamálum sem gætu verið fylgifiskur notkunar ólöglegra efna. Frjálsíþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson tekur undir þær áhyggjur en hann ræddi um Steraleikana í Bítinu á Bylgjunni. „Ástæðan fyrir því að dóp er almennt bannað er ekki bara að það bæti getuna heldur er líka verið að hafa vit fyrir mönnum. Lífeðlisfræðilegar og læknisfræðilegar rannsóknir sýna fram á það að steranotkun eykur til dæmis talsvert líkurnar á að þú deyir úr hjartaáfalli,“ sagði Sigurbjörn. „Þetta er bara eins og með öryggisbelti. Það er einhver sem ákveður það að fólk verði að vera með öryggisbelti og það er verið að hafa vit fyrir okkur til þess að ef við lendum í slysi séu minni líkur á að við deyjum. Þetta er eins með lyfin. Það er verið að passa að þú skaðir þig ekki.“ Fyrstu Steraleikarnir eiga að fara fram í Las Vegas 21.-24. maí á næsta ári. Sund Steraleikarnir Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Sjá meira
Proud er heims- og Evrópumeistari í fimmtíu metra skriðsundi og vann til silfurverðlauna í greininni á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Fyrr í vikunni var greint frá því að Proud væri fyrsti breski íþróttamaðurinn sem hefði ákveðið að keppa á Steraleikunum. Þar er keppendum heimilt að taka inn lyf sem eru á bannlista Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins, Wada. Verðlaunaféð á Steraleikunum er umtalsvert meira en á hefðbundnum mótum og Proud segir það hafi hvatt hann til að breyta til. „Ég er þrítugur og hef verið að hugsa um að hætta í nokkur ár. Við íþróttamenn á Ólympíuleikum þénum ekki nógu mikið til að geta hætt og lifað á því og þess vegna er ég alltaf að leita að einhverju sem getur enst mér lengur,“ sagði Proud. Á HM í sundi 2022 var heildarverðlaunaféð 2,73 milljónir punda. Á Steraleikunum fá keppendur greitt fyrir að taka þátt og Proud fær milljón punda í sinn hlut ef hann slær heimsmetið í fimmtíu metra skriðsundi. „Það myndi taka mig þrettán heimsmeistaratitla til að græða jafn mikið og ég fæ fyrir að vinna eina keppni á þessum leikum,“ sagði Proud. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína að taka þátt á Steraleikunum, meðal annars af breska sundsambandinu. Verið að hafa vit fyrir okkur Steraleikarnir eru afar umdeildir en varað hefur verið við heilsufarsvandamálum sem gætu verið fylgifiskur notkunar ólöglegra efna. Frjálsíþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson tekur undir þær áhyggjur en hann ræddi um Steraleikana í Bítinu á Bylgjunni. „Ástæðan fyrir því að dóp er almennt bannað er ekki bara að það bæti getuna heldur er líka verið að hafa vit fyrir mönnum. Lífeðlisfræðilegar og læknisfræðilegar rannsóknir sýna fram á það að steranotkun eykur til dæmis talsvert líkurnar á að þú deyir úr hjartaáfalli,“ sagði Sigurbjörn. „Þetta er bara eins og með öryggisbelti. Það er einhver sem ákveður það að fólk verði að vera með öryggisbelti og það er verið að hafa vit fyrir okkur til þess að ef við lendum í slysi séu minni líkur á að við deyjum. Þetta er eins með lyfin. Það er verið að passa að þú skaðir þig ekki.“ Fyrstu Steraleikarnir eiga að fara fram í Las Vegas 21.-24. maí á næsta ári.
Sund Steraleikarnir Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Dagskráin í dag: Blikar og Íslendingalið í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Sjá meira