Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Árni Sæberg skrifar 11. september 2025 16:26 Stefán Melsted stefnir á opnun í Eimskipafélagshúsinu fyrir jól. Vísir/Vilhelm/Anton Brink Veitingamaðurinn margreyndi Stefán Melsted hefur fengið lyklana að jarðhæð Eimskipafélagshússins í Pósthússtræti afhenta og stefnir á að opna þar bæði veitingastað og kaffihús fyrir jól. Á dögunum var skellt í lás á veitingastaðnum Brút, sem rekinn hafði verið í nokkur ár við góðan orðstír í húsinu, og kaffihúsinu Kaffi Ó-le, sem rekið hafði verið ögn skemur en ekki við síðri orðstýr. Þar með losnuðu glæsileg pláss fyrir annars vegar veitingastað og hins vegar kaffihús í sögufrægu húsi, þar sem nú er rekið hótel undir merkjum Radisson-keðjunnar alþjóðlegu. Fréttamiðillinn FF7 greindi frá því í dag að Stefán Melsted hyggði á opnun svokallaðs bístrós í húsinu ásamt félögum sínum. Það hafði miðillinn eftir heimildum sínum. Þaulreyndur í faginu Stefán var á fundi þegar Vísir sló á þráðinn hjá honum og gat því ekki rakið fyrirætlanir sínar í þaula en staðfesti þó að hann stefndi að því að opna bæði veitingastað og kaffihús auk „skemmtilegs bars“. Hann yrði þó einn í rekstrinum og ekki væri komin lokamynd á það hvers konar staði yrði um að ræða. Gengið er inn á kaffihúsið frá Hafnarstræti.Vísir/Anton Brink „Þetta verður einhver bullandi stemning,“ sagði hann. Hann þekkir vel til stemningarinnar sem fylgir því að reka veitingastaði enda hefur hann staðið að opnun staða á borð við Snaps, Kastrup og Plútó pizza. Sleppa framkvæmdum til að flýta fyrir opnun Spurður að því hvenær hann stefni á opnun staðanna segir hann það alfarið undir „embættismönnunum“ komið en veitingamenn hafa kvartað sáran undanfarna mánuði undan hægagangi í leyfisveitingaferlum. Þó hafa reglugerðarbreytingar verið gerðar og lagabreytingar boðaðar til þess að flýta megi fyrir veitingu leyfa til reksturs veitingastaða. Stefán segist enn sem komið er ekki hafa rekist á neina veggi að þessu sinni. Nauðsynlegt sé að opna sem allra fyrst til þess að þjónusta gesti hótelsins og hann sé þegar byrjaður að hjálpa hótelinu að komast yfir hjallann í morgunverðarmálum. Hann ætli ekki að ráðast í neinar framkvæmdir og reikni því með að ná að opna með pompi og prakt fyrir jól. Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Sjá meira
Á dögunum var skellt í lás á veitingastaðnum Brút, sem rekinn hafði verið í nokkur ár við góðan orðstír í húsinu, og kaffihúsinu Kaffi Ó-le, sem rekið hafði verið ögn skemur en ekki við síðri orðstýr. Þar með losnuðu glæsileg pláss fyrir annars vegar veitingastað og hins vegar kaffihús í sögufrægu húsi, þar sem nú er rekið hótel undir merkjum Radisson-keðjunnar alþjóðlegu. Fréttamiðillinn FF7 greindi frá því í dag að Stefán Melsted hyggði á opnun svokallaðs bístrós í húsinu ásamt félögum sínum. Það hafði miðillinn eftir heimildum sínum. Þaulreyndur í faginu Stefán var á fundi þegar Vísir sló á þráðinn hjá honum og gat því ekki rakið fyrirætlanir sínar í þaula en staðfesti þó að hann stefndi að því að opna bæði veitingastað og kaffihús auk „skemmtilegs bars“. Hann yrði þó einn í rekstrinum og ekki væri komin lokamynd á það hvers konar staði yrði um að ræða. Gengið er inn á kaffihúsið frá Hafnarstræti.Vísir/Anton Brink „Þetta verður einhver bullandi stemning,“ sagði hann. Hann þekkir vel til stemningarinnar sem fylgir því að reka veitingastaði enda hefur hann staðið að opnun staða á borð við Snaps, Kastrup og Plútó pizza. Sleppa framkvæmdum til að flýta fyrir opnun Spurður að því hvenær hann stefni á opnun staðanna segir hann það alfarið undir „embættismönnunum“ komið en veitingamenn hafa kvartað sáran undanfarna mánuði undan hægagangi í leyfisveitingaferlum. Þó hafa reglugerðarbreytingar verið gerðar og lagabreytingar boðaðar til þess að flýta megi fyrir veitingu leyfa til reksturs veitingastaða. Stefán segist enn sem komið er ekki hafa rekist á neina veggi að þessu sinni. Nauðsynlegt sé að opna sem allra fyrst til þess að þjónusta gesti hótelsins og hann sé þegar byrjaður að hjálpa hótelinu að komast yfir hjallann í morgunverðarmálum. Hann ætli ekki að ráðast í neinar framkvæmdir og reikni því með að ná að opna með pompi og prakt fyrir jól.
Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Sjá meira