Körfubolti

Annar fyrr­verandi leik­maður Sacramento Kings til Álfta­ness

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ade Murkey tekur slaginn með Álftanesi í vetur.
Ade Murkey tekur slaginn með Álftanesi í vetur. getty/Sam Wasson

Ade Murkey, fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings í NBA-deildinni, hefur samið við Álftanes og mun leika með liðinu í Bónus deild karla í vetur.

Brjánn Guðjónsson, sem situr í stjórn körfuknattleiksdeildar Álftaness, staðfesti þetta í þættinum Run and Gun með Maté Dalmay.

Murkey, sem er 27 ára, útskrifaðist úr Denver háskólanum 2020. Hann hefur leikið með Iowa Wolves, Stockton Kings og Wisconsin Herd í þróunardeild NBA. Hann lék svo einn leik með Sacramento Kings í NBA, gegn Los Angeles Clippers í desember 2021. Síðast lék Murkey með Knox Raiders í Ástralíu.

Álftanes endaði í 6. sæti Bónus deildarinnar á síðasta tímabili og komst í undanúrslit úrslitakeppninnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þar tapaði Álftanes fyrir Tindastóli, 3-1.

Murkey er annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings sem leikur með Álftanesi en seinni hluta síðasta tímabils spilaði Justin James með liðinu.


Tengdar fréttir

Álftanes mætir stórliði Benfica

Körfuknattleikslið Álftaness heldur á morgun til Lissabon í Portúgal og tekur þátt í alþjóðlegu körfuboltamóti. Mótið ber heitið Torneo Internacional Lisboa og fer fram 12.–14. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×