Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. september 2025 21:58 Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld gæti þess að boðaðar breytingar á tollflokkun á pítsaosti með íblandaðri jurtaolíu grafi ekki undan samkeppnishæfni íslenskra bænda og framleiðenda. Greint var frá því í dag að fjármálaráðherra hefði ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun pítsaostsins til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Þetta hefði komið fram í bréfi þess efnis til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem sendi Íslandi formlegt áminningarbréf í apríl vegna rangrar tollflokkunar ostsins, sem sagt var að hamlaði frjálsu flæði vara. Málið á sér langa forsögu sem hófst árið 2020 þegar heildsala hér á landi hóf innflutning pítsaosts með íblandaðri jurtaolíu, en miklar deilur hafa staðið yfir um tollflokkun hans síðan. Hægt er að lesa meira um söguna hér: Breytingar á flokkun feli ekki í sér afnámi tolla Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í landbúnaði segir að í bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA andmæli ráðuneytið réttilega þeirri niðurstöðu ESA að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar og mótmæli rangfærslum sem þar hafi komið fram. „Athygli vekur að ráðuneytið kýs í niðurlagi bréfsins að tilkynna ESA um áform um breytta tollflokkun vörunnar í samræmi við álit WCO, þó ekki verði séð að til þess standi sérstök nauðsyn.“ Samtök fyrirtækja í landbúnaði geri ráð fyrir að boðuð breytingh á tollflokkun feli ekki í sér afnám tolla á vöruna, enda standi engar skuldbindingar til þess. „Boðuð breyting felur ekki í sér afnám tolla. Það er vel hægt að ákvarða toll á ný tollnúmer og við gerum ráð fyrir að svo verði gert í þessu tilfelli,” segir Margrét. “Það er því alveg ljóst að vel er hægt að gæta áfram að samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu sé pólitískur vilji fyrir því. Við höfum ekki fundið annað frá stjórnvöldum en að svo sé,“ er haft eftir Margréti Gísladóttur í tilkynningu. Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Atvinnurekendur Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Greint var frá því í dag að fjármálaráðherra hefði ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun pítsaostsins til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Þetta hefði komið fram í bréfi þess efnis til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem sendi Íslandi formlegt áminningarbréf í apríl vegna rangrar tollflokkunar ostsins, sem sagt var að hamlaði frjálsu flæði vara. Málið á sér langa forsögu sem hófst árið 2020 þegar heildsala hér á landi hóf innflutning pítsaosts með íblandaðri jurtaolíu, en miklar deilur hafa staðið yfir um tollflokkun hans síðan. Hægt er að lesa meira um söguna hér: Breytingar á flokkun feli ekki í sér afnámi tolla Í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í landbúnaði segir að í bréfi fjármálaráðuneytisins til ESA andmæli ráðuneytið réttilega þeirri niðurstöðu ESA að Ísland hafi ekki uppfyllt skyldur sínar og mótmæli rangfærslum sem þar hafi komið fram. „Athygli vekur að ráðuneytið kýs í niðurlagi bréfsins að tilkynna ESA um áform um breytta tollflokkun vörunnar í samræmi við álit WCO, þó ekki verði séð að til þess standi sérstök nauðsyn.“ Samtök fyrirtækja í landbúnaði geri ráð fyrir að boðuð breytingh á tollflokkun feli ekki í sér afnám tolla á vöruna, enda standi engar skuldbindingar til þess. „Boðuð breyting felur ekki í sér afnám tolla. Það er vel hægt að ákvarða toll á ný tollnúmer og við gerum ráð fyrir að svo verði gert í þessu tilfelli,” segir Margrét. “Það er því alveg ljóst að vel er hægt að gæta áfram að samkeppnishæfni innlendrar framleiðslu sé pólitískur vilji fyrir því. Við höfum ekki fundið annað frá stjórnvöldum en að svo sé,“ er haft eftir Margréti Gísladóttur í tilkynningu.
Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Neytendur Atvinnurekendur Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira