Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar 9. september 2025 09:32 Sveitarfélagið Árborg hefur staðið framarlega þegar kemur að farsæld barna og verið frumkvöðlasveitarfélag í þeim efnum undanfarin ár. Nýverið var “8-viti æskunnar” kynntur en með 8-vitanum er lögð áhersla á sýnileika og sameiginlegan skilning um farsæld barna. Árborgarmódelið Undanfarin ár hefur Árborg verið eitt af leiðandi sveitarfélögum við innleiðingu á lögum um farsæld barna. Starfsmenn fjölskyldusviðs Árborgar hafa unnið gott starf, þvert á sviðið til að tryggja sem bestan farveg fyrir málefni barna. Til þess hafa starfsmenn nýtt átta mikilvæga þætti sem saman mynda “8-vita æskunnar”. Þetta eru umhyggja, öryggi, líðan, virkni, að tilheyra, ábyrgð, virðing og þroski. Þessir þættir mynda sameiginlegan grunn fyrir samtal og samstarf milli barna, foreldra og fagfólks þar sem allir þættir eru skoðaðir sem ein heild með hag barnsins að leiðarljósi. Þverfaglegt samstarf innan fjölskyldusviðs Árborgar þar sem leik- og grunnskólar, velferðarþjónusta, frístundaþjónusta og skólaþjónusta hefur reynst einstaklega vel og bæði skapað grunninn að “8-vita æskunnar” og auknu samstarfi milli stofnana. Samstarf sem ýtir undir að börn fái þjónustu fagaðila sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barnsins hverju sinni. Það er trú mín að 8-viti æskunnar muni halda áfram að eflast og auka samstarf enn frekar á sviði farsældar barna sem verður hluti af þjónustu sveitarfélagsins. Læsi er grunnmenntun Á fræðsludegi Árborgar í ágúst sl. var kynnt ný læsisstefna Sveitarfélagsins Árborgar. Hún ber heitið “Læsi til lífs og leiks” og er eitt af þeim verkefnum sem hefur verið unnið í góðu samstarfi fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundaþjónustu, skólaþjónustu og foreldra. Markmið stefnunnar er að öll börn og unglingar í skóla- og frístundastarfi Árborgar geti nýtt sér læsi til lífs og leiks. Þeim sé mætt á breiðum grundvelli og fundin verkefni við hæfi hverju sinni sem eiga að ýta undir áhuga og færni. Það er eitt að bæjarstjórn samþykki gerð stefnu en síðan þarf að innleiða og fylgja eftir að hún nýtist á réttum stöðum. Samhliða gerð læsisstefnunnar var unnin sérstök verkfærakistu sem byggir á markmiðum stefnunnar. Verkfærakistan er gervigreind þar sem kennarar, foreldrar og aðrir geta fengið hugmyndir, spjallað við gervigreindina og búið til lestrarverkefni til að efla læsi barna í Árborg. Kemst hér yfir brot að því góða starfi sem er unnið hjá Sveitarfélaginu Árborg. Samt er mikilvægt að bæði kjörnir fulltrúar og fagfólk hætti aldrei að hlusta eftir þörfum samfélagsins og með því reyna að bæta þjónustuna. Það er að mínu mati sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja sem besta byrjun barnanna okkar út í lífið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðiflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur staðið framarlega þegar kemur að farsæld barna og verið frumkvöðlasveitarfélag í þeim efnum undanfarin ár. Nýverið var “8-viti æskunnar” kynntur en með 8-vitanum er lögð áhersla á sýnileika og sameiginlegan skilning um farsæld barna. Árborgarmódelið Undanfarin ár hefur Árborg verið eitt af leiðandi sveitarfélögum við innleiðingu á lögum um farsæld barna. Starfsmenn fjölskyldusviðs Árborgar hafa unnið gott starf, þvert á sviðið til að tryggja sem bestan farveg fyrir málefni barna. Til þess hafa starfsmenn nýtt átta mikilvæga þætti sem saman mynda “8-vita æskunnar”. Þetta eru umhyggja, öryggi, líðan, virkni, að tilheyra, ábyrgð, virðing og þroski. Þessir þættir mynda sameiginlegan grunn fyrir samtal og samstarf milli barna, foreldra og fagfólks þar sem allir þættir eru skoðaðir sem ein heild með hag barnsins að leiðarljósi. Þverfaglegt samstarf innan fjölskyldusviðs Árborgar þar sem leik- og grunnskólar, velferðarþjónusta, frístundaþjónusta og skólaþjónusta hefur reynst einstaklega vel og bæði skapað grunninn að “8-vita æskunnar” og auknu samstarfi milli stofnana. Samstarf sem ýtir undir að börn fái þjónustu fagaðila sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barnsins hverju sinni. Það er trú mín að 8-viti æskunnar muni halda áfram að eflast og auka samstarf enn frekar á sviði farsældar barna sem verður hluti af þjónustu sveitarfélagsins. Læsi er grunnmenntun Á fræðsludegi Árborgar í ágúst sl. var kynnt ný læsisstefna Sveitarfélagsins Árborgar. Hún ber heitið “Læsi til lífs og leiks” og er eitt af þeim verkefnum sem hefur verið unnið í góðu samstarfi fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundaþjónustu, skólaþjónustu og foreldra. Markmið stefnunnar er að öll börn og unglingar í skóla- og frístundastarfi Árborgar geti nýtt sér læsi til lífs og leiks. Þeim sé mætt á breiðum grundvelli og fundin verkefni við hæfi hverju sinni sem eiga að ýta undir áhuga og færni. Það er eitt að bæjarstjórn samþykki gerð stefnu en síðan þarf að innleiða og fylgja eftir að hún nýtist á réttum stöðum. Samhliða gerð læsisstefnunnar var unnin sérstök verkfærakistu sem byggir á markmiðum stefnunnar. Verkfærakistan er gervigreind þar sem kennarar, foreldrar og aðrir geta fengið hugmyndir, spjallað við gervigreindina og búið til lestrarverkefni til að efla læsi barna í Árborg. Kemst hér yfir brot að því góða starfi sem er unnið hjá Sveitarfélaginu Árborg. Samt er mikilvægt að bæði kjörnir fulltrúar og fagfólk hætti aldrei að hlusta eftir þörfum samfélagsins og með því reyna að bæta þjónustuna. Það er að mínu mati sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja sem besta byrjun barnanna okkar út í lífið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðiflokksins í Árborg.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun