Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2025 13:51 Fallegir folar að Fjallabaki sem tengjast efni fréttarinnar ekki að öðru leyti en að um hesta er að ræða. Vísir/Vilhelm Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða. Slysið varð árið 2022 þegar konan dvaldi í tíu daga hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu, gistingu og hestaferðum. Fjórir hryggjarliðir brotnuðu í konunni sem tognaði auk þess á hné og fékk mar á hné, mjöðm og víðar. Sagðist ítrekað hafa óskað eftir öðrum hesti Konan hélt því fram að hryssan sem henni var úthlutað hefði ekki hentað til útreiðar fyrir hennar getustig. Konan hefði fundið fyrir óöryggi og viðrað þær áhyggjur sínar við eiganda og starfsmann fyrirtækisins en hún hafði áður setið hryssuna í útreiðartúr. Hún hefði ítrekað óskað eftir öðrum hesti. Bóninni hefði verið hafnað og henni sagt að eini kostur hennar væri að sleppa túrnum. Svo hefði hryssan dregist aftur úr hópnum og skyndilega aukið hraða sinn þegar stutt var eftir heima á bæinn. Konan hefði reynt að hægja hraðann en hryssan ekki látið að stjórn. Hún hefði misstigið sig með þeim afleiðingum að konan féll af baki. Konan taldi skipulag reiðtúrsins hafa verið ábótavant þar sem henni hefði hvorki verið leiðbeint né hún fengið að kynnast hryssunni áður en lagt var af stað. Auk þess hefði engin stjórn verið á hópnum. Þá hefði fjöldi starfsmanna verið ónægur. 26 ára reynslubolti Dómurinn horfði til þess að hryssan var 26 vetra, verið í eigu fyrirtækisins í tvo áratugi og alla tíð notuð í útreiðartúra. Konan hefði auk þess setið hryssuna nokkrum dögum fyrir slysið. Forsvarsmaður fyrirtækisins og aðrir starfsmenn sögðu hryssuna henta vel knöpum sem væru ekki algjörir byrjendur. Konan sagðist fyrir dómi hafa nokkra reynslu af reiðmennsku og hefði sótt námskeið í Þýskalandi. Þá kannaðist enginn starfsmanna fyrirtækisins við það fyrir dómi að konan hefði viðrað áhyggjur sínar af hryssunni eða látið vita af óöryggi sínu. Taldi dómurinn að ekki yrði annað ráðið en að hryssan hefði hentað vel til útreiða, verið valin með hliðsjón af getu og reynslu auk þess sem konan hafði setið hryssuna áður án vandræða. Þá féllst dómurinn ekki á að skipulag hefði verið ábótavant en þrír starfsmenn hefðu fylgt fimm ferðamönnum eftir. Myndir sem konan lagði sjálf fram fyrir dómi sýndu að hópnum hefði verið sæmilega vel haldið saman. Auk þess hefðu hinir ferðamennirnir lýst því að hafa verið upplýstir um eiginleika hvers hests og enginn látinn sitja hest sem hann var óöruggur á. Þá minnti fyrirtækið á að í hestamennsku væri fólgin áhætta og vel þekkt að fólk gæti fallið af baki. Var ferðaþjónustufyrirtækið og tryggingafélag þess sýknuð af kröfum konunnar um skaðabætur því um óhappatilvik hefði verið að ræða sem þau bæru ekki ábyrgð á. Dóminn má lesa hér. Tryggingar Hestar Dómsmál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
Slysið varð árið 2022 þegar konan dvaldi í tíu daga hjá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ferðaþjónustu, gistingu og hestaferðum. Fjórir hryggjarliðir brotnuðu í konunni sem tognaði auk þess á hné og fékk mar á hné, mjöðm og víðar. Sagðist ítrekað hafa óskað eftir öðrum hesti Konan hélt því fram að hryssan sem henni var úthlutað hefði ekki hentað til útreiðar fyrir hennar getustig. Konan hefði fundið fyrir óöryggi og viðrað þær áhyggjur sínar við eiganda og starfsmann fyrirtækisins en hún hafði áður setið hryssuna í útreiðartúr. Hún hefði ítrekað óskað eftir öðrum hesti. Bóninni hefði verið hafnað og henni sagt að eini kostur hennar væri að sleppa túrnum. Svo hefði hryssan dregist aftur úr hópnum og skyndilega aukið hraða sinn þegar stutt var eftir heima á bæinn. Konan hefði reynt að hægja hraðann en hryssan ekki látið að stjórn. Hún hefði misstigið sig með þeim afleiðingum að konan féll af baki. Konan taldi skipulag reiðtúrsins hafa verið ábótavant þar sem henni hefði hvorki verið leiðbeint né hún fengið að kynnast hryssunni áður en lagt var af stað. Auk þess hefði engin stjórn verið á hópnum. Þá hefði fjöldi starfsmanna verið ónægur. 26 ára reynslubolti Dómurinn horfði til þess að hryssan var 26 vetra, verið í eigu fyrirtækisins í tvo áratugi og alla tíð notuð í útreiðartúra. Konan hefði auk þess setið hryssuna nokkrum dögum fyrir slysið. Forsvarsmaður fyrirtækisins og aðrir starfsmenn sögðu hryssuna henta vel knöpum sem væru ekki algjörir byrjendur. Konan sagðist fyrir dómi hafa nokkra reynslu af reiðmennsku og hefði sótt námskeið í Þýskalandi. Þá kannaðist enginn starfsmanna fyrirtækisins við það fyrir dómi að konan hefði viðrað áhyggjur sínar af hryssunni eða látið vita af óöryggi sínu. Taldi dómurinn að ekki yrði annað ráðið en að hryssan hefði hentað vel til útreiða, verið valin með hliðsjón af getu og reynslu auk þess sem konan hafði setið hryssuna áður án vandræða. Þá féllst dómurinn ekki á að skipulag hefði verið ábótavant en þrír starfsmenn hefðu fylgt fimm ferðamönnum eftir. Myndir sem konan lagði sjálf fram fyrir dómi sýndu að hópnum hefði verið sæmilega vel haldið saman. Auk þess hefðu hinir ferðamennirnir lýst því að hafa verið upplýstir um eiginleika hvers hests og enginn látinn sitja hest sem hann var óöruggur á. Þá minnti fyrirtækið á að í hestamennsku væri fólgin áhætta og vel þekkt að fólk gæti fallið af baki. Var ferðaþjónustufyrirtækið og tryggingafélag þess sýknuð af kröfum konunnar um skaðabætur því um óhappatilvik hefði verið að ræða sem þau bæru ekki ábyrgð á. Dóminn má lesa hér.
Tryggingar Hestar Dómsmál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira