Afkoma Landsbréfa í sérflokki á árinu þegar viðsnúningurinn lét enn bíða eftir

Áframhaldandi óvissa og viðvarandi hátt raunvaxtastig hefur gert helstu sjóðastýringarfyrirtækjum landsins erfitt um vik en Landsbréf var eina félagið sem sýndi rekstrarbata á fyrri árshelmingi. Sé litið á tekjur fimm félaga þá skruppu þær á heildina litið saman á meðan afkoman minnkaði að meðaltali um nærri tuttugu prósent.
Tengdar fréttir

Verulegur munur í ávöxtun innlendra sjóða með virka stýringu síðustu þrjú ár
Verulegur munur er á gengi yfir tuttugu innlendra fjárfestingarsjóða sem beita virkri stýringu á undanförnum þremur árum, sem hafa einkennst af krefjandi markaðsaðstæðum hér á landi, en uppsöfnuð ávöxtun þess sjóðs sem hefur skarað fram úr er um 150 prósent á meðan þeir sjóðir sem reka lestina eru niður um ríflega 70 prósent. Stjórnendur rafmyntasjóðsins Visku telja að ný heimsmynd, sem muni meðal annars mótast af tollastríði og aukinni geópólitískri spennu, kalli á róttæka endurskoðun á eignasafni fjárfesta.

Tapið minnkaði hjá Akta þegar þóknanatekjur jukust á krefjandi ári á mörkuðum
Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið með um fimmtíu milljóna tapi á liðnu ári, einkum vegna virðislækkunar á verðbréfaeign, en á sama tíma var nokkur aukning í þóknanatekjum og hreinar eignir í stýringu héldust í horfinu á milli ára. Fjárfestingarsjóðir félagsins áttu mismunandi gengi að fagna á árinu 2024, sem var um margt krefjandi á verðbréfamörkuðum, en á meðan gengislækkun og útflæði var hjá helsta hlutabréfasjóði Akta skiluðu sumir sjóðir ávöxtun umfram keppinauta.

Hlutabréfasjóðir í varnarbaráttu á árinu og ávöxtunin oftast undir vísitölum
Stærstu innlendu hlutabréfasjóðirnir hafa háð samfellda varnarbaráttu í að verða þrjú ár þar sem þeir hafa skroppið saman um liðlega fjörutíu prósent samhliða innlausnum fjárfesta og verðlækkunum á markaði. Ávöxtun flestra sjóða það sem af er þessu ári er undir helstu viðmiðunarvísitölum, einkum hjá þeim sem hafa veðjað stórt á Alvotech, en ólíkt keppinautum sínum reyndist vera umtalsvert innflæði í flaggskipssjóð Kviku eignastýringar á fyrri árshelmingi.