Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2025 21:22 Donald Trump líkir sér við persónuna Bill Kilgore úr Apocalypse Now. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Þetta kemur fram í færslu Trump á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann vísar í kvikmynd Francis Ford Coppola frá 1979, Apocalypse Now. „Ég elska þefinn af brottvísunum á morgnanna,“ skrifar Trump og vísar þar til orða undirofurstans brimbrettaóða Bill Kilgore, sem Robert Duvall lék eftirminnilega í umræddri kvikmynd, en sá sagðist elska lyktina af napalmi. Jafnframt birtir Trump mynd, að því er virðist gervigreindarteiknaða, af sjálfum sér í hlutverki Kilgore með yfirskriftinni: Chipocalypse Now. Hér má sjá myndina sem Trump birti á Truth Social. „Chigago er í þann mund að fara að komast að því hvers vegna við köllum það stríðsmálaráðuneytið,“ skrifar Trump, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hygðist breyta nafni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna yfir í stríðsmálaráðuneytinu. Trump hefur undanfarið gefið verulega til kynna að hann muni senda hermenn til Chicago til að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og takast á við glæpi. Ríkisstjóri Illinois, ríkisins þar sem Chicago er að finna, hefur andmælt þessum áformum forsetans. Hann segist túlka þessa nýjustu færslu Trump á þann veg að „forseti Bandaríkjanna sé að hóta að fara í stríð við ameríska borg“. „Þetta er ekki brandari. Það er ekkert eðlilegt við þetta. Donald Trump er enginn kraftajötunn. Hann er hræddur maður. Illinois mun ekki láta þessa einræðisherraeftirhermu ógna sér.“ Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Trump á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, þar sem hann vísar í kvikmynd Francis Ford Coppola frá 1979, Apocalypse Now. „Ég elska þefinn af brottvísunum á morgnanna,“ skrifar Trump og vísar þar til orða undirofurstans brimbrettaóða Bill Kilgore, sem Robert Duvall lék eftirminnilega í umræddri kvikmynd, en sá sagðist elska lyktina af napalmi. Jafnframt birtir Trump mynd, að því er virðist gervigreindarteiknaða, af sjálfum sér í hlutverki Kilgore með yfirskriftinni: Chipocalypse Now. Hér má sjá myndina sem Trump birti á Truth Social. „Chigago er í þann mund að fara að komast að því hvers vegna við köllum það stríðsmálaráðuneytið,“ skrifar Trump, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hygðist breyta nafni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna yfir í stríðsmálaráðuneytinu. Trump hefur undanfarið gefið verulega til kynna að hann muni senda hermenn til Chicago til að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi og takast á við glæpi. Ríkisstjóri Illinois, ríkisins þar sem Chicago er að finna, hefur andmælt þessum áformum forsetans. Hann segist túlka þessa nýjustu færslu Trump á þann veg að „forseti Bandaríkjanna sé að hóta að fara í stríð við ameríska borg“. „Þetta er ekki brandari. Það er ekkert eðlilegt við þetta. Donald Trump er enginn kraftajötunn. Hann er hræddur maður. Illinois mun ekki láta þessa einræðisherraeftirhermu ógna sér.“
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 4. september 2025 23:59