Innlent

Hand­tekinn undir á­hrifum með tvö börn í bílnum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ökumaður var handtekinn í hverfi 105 í Reykjavík í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Maðurinn reyndist ekki vera með ökuréttindi og var með tvö börn í bílnum.

Maðurinn var fluttur á lögreglustöð, en var látinn laus að blóðsýnatöku lokinni. Fulltrúi frá barnavernd var boðaður á lögreglustöðina og síðan kom fjölskyldumeðlimur og sótti börnin.

Þetta kom fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að tveir menn hafi verið handteknir í hverfi 111 vegna gruns um sölu og framleiðslu fíkniefna. Þeir voru látnir lausir að skýrslutöku lokinni.

Þá var ökumaður stöðvaður í hverfi 110 þar sem bíllinn sem hann ók hafði verið tilkynnt stolin. Sá mun einnig hafa reynst undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×