„Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2025 11:56 Bandarískir „Selir“ á æfingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Salwan Georges Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Aldrei hefur verið sagt frá þessari leyniaðgerð og sagði ríkisstjórn Donalds Trump, sem var þá á sínu fyrra kjörtímabili, ekki einu sinni hópi þingmanna sem lög segja til um að eigi að vita af aðgerðum sem þessum. Þegar kjarnorkuvopnaviðræðurnar stóðu yfir vildu Bandaríkjamenn öðlast frekari upplýsingar um stöðuna í einræðisríkinu einangraða. Leyniþjónustum Bandaríkjanna hefur ávallt gengið verulega illa í að verða sér út um upplýsingar eða heimildarmenn frá Norður-Kóreu. Því var ákveðið að senda sérsveitarmenn úr sjóher Bandaríkjanna, svokallaða „Seli“ á land í Norður-Kóreu, samkvæmt frétt New York Times sem birt var í morgun. Það er í fyrsta sinn sem sagt er frá þessari aðgerð. Aðgerðin var svo áhættumikil að Trump þurfti að veita henni blessun sína, sem hann gerði. Óttast var að ef upp um hermennina kæmi gæti það bundið enda á kjarnorkuvopnaviðræðurnar eða að þeir gætu jafnvel verið handsamaðir með tilheyrandi deilum við milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Mjög mikilvægt var að ekki kæmist upp um hermennina af ótta við viðbrögð Kims en hersveitir hans eiga um átta þúsund stórskotaliðsvopn sem beint er að skotmörkum í Suður-Kóreu og þar á meðal bandarískum hermönnum. Banamenn bin Laden fengnir til verksins Til verkefnisins voru fengnir sérsveitarmenn úr hinni svokölluðu „Rauðu sveit“ innan Selateymis sex en það er sama sveit og felldi Osama bin Laden í Pakistan á sínum tíma. Þeir höfðu einnig farið í sambærilegan leiðangur árið 2005. Þá notuðu Selir smáan kafbát til að fara á land í Norður-Kóreu án þess að upp um þá komst. Sjá einnig: Selunum sigað á Kína og Rússland Þeir æfðu sig fyrir aðgerðina í nokkra mánuði. Selirnir voru fluttir að ströndum Norður-Kóreu um borð í kjarnorkuknúnum kafbáti en þeir notuðu svo tvo smákafbáta til að komast í land. Eitt af stærstu vandamálunum sem þeir stóðu frammi fyrir var að þeir voru með takmarkaðar upplýsingar um ströndina þar sem þeir fóru á land. Nánast um leið og þeir komu á land í Norður-Kóreu, um miðja nótt og á strönd sem þeir töldu mannlausa, birtist bátur og var ljóskastara beint að kafbátunum tveimur, sem voru um hundrað metra frá ströndinni. Hermennirnir í landi hleyptu strax af vopnum sínum í átt að ljósinu og felldu alla um borð í bátnum. Þegar þeir fóru um borð fundu þeir tvo eða þrjá Norður-Kóreumenn í blautbúningum en óvopnaða. Talið er að um óbreytta borgara hafi verið að ræða, sem hafi verið að kafa eftir skelfisk. Sjá einnig: Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“ Því næst fóru Selirnir aftur í sjóinn og yfirgáfu Norður-Kóreu. Hlerunarbúnaðinum var aldrei komið fyrir. Áður en þeir fóru settu þeir lík mannanna í sjóinn og stungu líkin til að sökkva þeim. Stuttur fundur skömmu síðar Gervihnattamyndir sýndu að her Norður-Kóreu var með mikinn viðbúnað á svæðinu næstu daga en embættismenn þar hafa aldrei tjáð sig um málið, eða gefið út einhverskonar yfirlýsingu. Bandarískir embættismenn sem ræddu við NYT segja óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu hafi komist að einhverri niðurstöðu um hvað gerðist. Eins og áður segir var þetta í upphafi árs 2019, skömmu fyrir fund Trumps og Kims í Víetnam. Fundurinn í Víetnam varð svo mun styttri en búist var við og var enginn sameiginlegur blaðamannafundur haldinn, eins og hafði staðið til. Fundinum lauk tveimur tímum á undan áætlun en aldrei hefur komið í ljós af hverju. Sjá einnig: Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Kim hóf kjarnorkuvopnatilraunir á nýjan leik í maí 2019 og í kjölfarið hittust hann og Trump aftur í júní, á hlutlausu svæði á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Þá varð Trump fyrsti bandaríski forsetinn til að fara inn fyrir landamæri Norður-Kóreu. Fundurinn skilaði þó engum árangri og Kóreumenn héldu kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum áfram og urðu þeir tíðari en áður. Bandaríkin Norður-Kórea Hernaður Donald Trump Suður-Kórea Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Aldrei hefur verið sagt frá þessari leyniaðgerð og sagði ríkisstjórn Donalds Trump, sem var þá á sínu fyrra kjörtímabili, ekki einu sinni hópi þingmanna sem lög segja til um að eigi að vita af aðgerðum sem þessum. Þegar kjarnorkuvopnaviðræðurnar stóðu yfir vildu Bandaríkjamenn öðlast frekari upplýsingar um stöðuna í einræðisríkinu einangraða. Leyniþjónustum Bandaríkjanna hefur ávallt gengið verulega illa í að verða sér út um upplýsingar eða heimildarmenn frá Norður-Kóreu. Því var ákveðið að senda sérsveitarmenn úr sjóher Bandaríkjanna, svokallaða „Seli“ á land í Norður-Kóreu, samkvæmt frétt New York Times sem birt var í morgun. Það er í fyrsta sinn sem sagt er frá þessari aðgerð. Aðgerðin var svo áhættumikil að Trump þurfti að veita henni blessun sína, sem hann gerði. Óttast var að ef upp um hermennina kæmi gæti það bundið enda á kjarnorkuvopnaviðræðurnar eða að þeir gætu jafnvel verið handsamaðir með tilheyrandi deilum við milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Mjög mikilvægt var að ekki kæmist upp um hermennina af ótta við viðbrögð Kims en hersveitir hans eiga um átta þúsund stórskotaliðsvopn sem beint er að skotmörkum í Suður-Kóreu og þar á meðal bandarískum hermönnum. Banamenn bin Laden fengnir til verksins Til verkefnisins voru fengnir sérsveitarmenn úr hinni svokölluðu „Rauðu sveit“ innan Selateymis sex en það er sama sveit og felldi Osama bin Laden í Pakistan á sínum tíma. Þeir höfðu einnig farið í sambærilegan leiðangur árið 2005. Þá notuðu Selir smáan kafbát til að fara á land í Norður-Kóreu án þess að upp um þá komst. Sjá einnig: Selunum sigað á Kína og Rússland Þeir æfðu sig fyrir aðgerðina í nokkra mánuði. Selirnir voru fluttir að ströndum Norður-Kóreu um borð í kjarnorkuknúnum kafbáti en þeir notuðu svo tvo smákafbáta til að komast í land. Eitt af stærstu vandamálunum sem þeir stóðu frammi fyrir var að þeir voru með takmarkaðar upplýsingar um ströndina þar sem þeir fóru á land. Nánast um leið og þeir komu á land í Norður-Kóreu, um miðja nótt og á strönd sem þeir töldu mannlausa, birtist bátur og var ljóskastara beint að kafbátunum tveimur, sem voru um hundrað metra frá ströndinni. Hermennirnir í landi hleyptu strax af vopnum sínum í átt að ljósinu og felldu alla um borð í bátnum. Þegar þeir fóru um borð fundu þeir tvo eða þrjá Norður-Kóreumenn í blautbúningum en óvopnaða. Talið er að um óbreytta borgara hafi verið að ræða, sem hafi verið að kafa eftir skelfisk. Sjá einnig: Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“ Því næst fóru Selirnir aftur í sjóinn og yfirgáfu Norður-Kóreu. Hlerunarbúnaðinum var aldrei komið fyrir. Áður en þeir fóru settu þeir lík mannanna í sjóinn og stungu líkin til að sökkva þeim. Stuttur fundur skömmu síðar Gervihnattamyndir sýndu að her Norður-Kóreu var með mikinn viðbúnað á svæðinu næstu daga en embættismenn þar hafa aldrei tjáð sig um málið, eða gefið út einhverskonar yfirlýsingu. Bandarískir embættismenn sem ræddu við NYT segja óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu hafi komist að einhverri niðurstöðu um hvað gerðist. Eins og áður segir var þetta í upphafi árs 2019, skömmu fyrir fund Trumps og Kims í Víetnam. Fundurinn í Víetnam varð svo mun styttri en búist var við og var enginn sameiginlegur blaðamannafundur haldinn, eins og hafði staðið til. Fundinum lauk tveimur tímum á undan áætlun en aldrei hefur komið í ljós af hverju. Sjá einnig: Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Kim hóf kjarnorkuvopnatilraunir á nýjan leik í maí 2019 og í kjölfarið hittust hann og Trump aftur í júní, á hlutlausu svæði á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Þá varð Trump fyrsti bandaríski forsetinn til að fara inn fyrir landamæri Norður-Kóreu. Fundurinn skilaði þó engum árangri og Kóreumenn héldu kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum áfram og urðu þeir tíðari en áður.
Bandaríkin Norður-Kórea Hernaður Donald Trump Suður-Kórea Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira