Erlent

Yfir tvö þúsund látnir eftir jarð­skjálftann

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Nær öll húsin í Kunar-héraðinu er ónýt eða skemmd.
Nær öll húsin í Kunar-héraðinu er ónýt eða skemmd. EPA/Aimal Zahir

Tala látinna er komin yfir tvö þúsund eftir að gríðarstór skjálfti reið yfir í Afganistan. Erfitt er að koma neyðaraðstoð á svæðið.

Jarðskjálfti að stærðinni sex reið yfir austurhluta Afganistan á sunnudagskvöld. Heilu þorpin féllu vegna skjálftans og fólk lent undir braki húsanna. Flestir hinna látnu voru staddir í Kunar héraði en samkvæmt The Guardian einkennist héraðið af húsum úr timbri og leirsteinum og háum fjöllum. 

Fyrr í vikunni var greint frá að um fjórtán hundruð manns hefðu látist vegna skjálftans en Hamdullah Fitrat, talsmaður Talíbananna sagði að nú væri tala látinna komin yfir 2200. Þá væru 98 prósent bygginga í héraðinu eyðilagðar eða ónýtar.

„Tjöld hafa verið sett upp fyrir fólkið og við höldum áfram að flytja neyðaraðstoð,“ sagði Fitrat.

Eyðileggingin sé mikil og erfitt er að koma neyðaraðstoð til þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Shamshair Khan, læknir sem starfar í tjaldbúðum Sameinuðu þjóðanna sagði ekki væri nægilega mikið til af lyfjum, mat og vatni.

„Þau þurfa meiri hjálp. Þau eru í miklum sársauka,“ segir Khan.


Tengdar fréttir

Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan

Talsmaður Talibana í Afganistan segir að búið sé að staðfesta að fjöldi látinna vegna kröftugs jarðskjálfta sem varð á sunnudaginn sé kominn yfir 1.400. Búist er við því að fjöldinn muni hækka enn frekar en rúmlega þrjú þúsund eru sagðir slasaðir.

Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins

Mörg hundruð hafa látið lífið vegna jarðskjálfta sem reið yfir Afganistan í gær. Björgunarstörf hafa gengið hægt og erfitt hefur reynst að ná til afskekktra byggða sem urðu illa úti. Talíbanastjórnin þar í landi kallar eftir aðstoð og segir litla hjálp að fá frá alþjóðasamfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×