Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. september 2025 16:29 Vinsældir orkudrykkja aukast með árunum. Getty Í nýrri samantekt á vegum embættis landlæknis segir að rúmur fjórðungur þeirra á aldrinum átján til 34 ára drekki orkudrykki á hverjum degi. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020. Níu prósent fullorðinna Íslendinga drukku sykraðan gosdrykk að minnsta kosti einu sinni á dag árið 2024 og fer þeim farið fækkandi með árunum. Á móti kemur jókst dagleg drykkja Íslendinga á sykurlausum gosdrykkjum til muna en rétt rúmlega nítján prósent landsmanna drukku slíkan drykk daglega. Það er um fimm prósenta aukning frá árinu 2020. Að sama skapi hefur neysla orkudrykkja aukist til muna. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020 en þá drukku um sex prósent þjóðarinnar orkudrykk á dag. Neyslan var langvinsælust meðal yngsta hóps kannanarinnar en rúmur fjórðungur fólks á aldrinum átján til 34 ára fékk sér orkudrykk á dag. Það er mikill munur á eldri hópunum þar sem 10,5 prósent þeirra á aldrinum 35 til 54 ára drukku orkudrykk á hverjum degi og 2,2 prósent 55 ára og eldri. Fullorðnir Íslendingar sem telja það erfitt að ná endum saman eru mun líklegri til að drekka orkudrykki og sykrað eða sykurlaust gos á hverjum degi. Fjórðungur þeirra drekkur sykurlaust gos daglega en einungis sautján prósent af þeim sem telja það auðvelt að ná endum saman drekka sykurlausan gosdrykk daglega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum embættis landlæknis út frá gögnum Gallup. Frá árinu 2016 hefur Gallup lagt fram könnun fyrir embætti landlæknis í þeim tilgangi að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna landsmanna. „Mikil koffínneysla getur valdið svefnerfiðleikum, höfuðverk, magaverk, skjálfta, niðurgangi, pirringi og kvíða. Þá getur mikil koffínneysla á meðgöngu aukið hættuna á vaxtarskerðingu fósturs og fósturláti,“ segir í skýrslunni. Konur borða hollmetið oftar en karlar Einnig var tekið fyrir hversu duglegir landsmenn væru að borða grænmeti og ávexti. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis fyrir árið 2025 er ráðlagt að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Árið 2024 uppfylltu einungis tíu prósent fimm skammta kvótann. Konur eru þá almennt duglegri en karlar að borða grænmeti eða ávexti að minnsta kosti einu sinni á dag. Hins vegar frá árinu 2020 fækkar þeim sem borða grænmeti daglega á meðan ávaxtaneyslan stendur í stað. Fólk á aldrinum 18 til 34 er líklegra til að borða grænmeti en 55 ára og eldri örlítið duglegri en þau yngstu að fá sér ávexti. Þeir sem telja það auðvelt að ná endum saman voru líklegri til að borða grænmeti og ávexti daglega heldur en fólk sem telur það erfitt. Skýrsluna má sjá hér. Heilbrigðismál Embætti landlæknis Orkudrykkir Matur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Níu prósent fullorðinna Íslendinga drukku sykraðan gosdrykk að minnsta kosti einu sinni á dag árið 2024 og fer þeim farið fækkandi með árunum. Á móti kemur jókst dagleg drykkja Íslendinga á sykurlausum gosdrykkjum til muna en rétt rúmlega nítján prósent landsmanna drukku slíkan drykk daglega. Það er um fimm prósenta aukning frá árinu 2020. Að sama skapi hefur neysla orkudrykkja aukist til muna. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020 en þá drukku um sex prósent þjóðarinnar orkudrykk á dag. Neyslan var langvinsælust meðal yngsta hóps kannanarinnar en rúmur fjórðungur fólks á aldrinum átján til 34 ára fékk sér orkudrykk á dag. Það er mikill munur á eldri hópunum þar sem 10,5 prósent þeirra á aldrinum 35 til 54 ára drukku orkudrykk á hverjum degi og 2,2 prósent 55 ára og eldri. Fullorðnir Íslendingar sem telja það erfitt að ná endum saman eru mun líklegri til að drekka orkudrykki og sykrað eða sykurlaust gos á hverjum degi. Fjórðungur þeirra drekkur sykurlaust gos daglega en einungis sautján prósent af þeim sem telja það auðvelt að ná endum saman drekka sykurlausan gosdrykk daglega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum embættis landlæknis út frá gögnum Gallup. Frá árinu 2016 hefur Gallup lagt fram könnun fyrir embætti landlæknis í þeim tilgangi að fylgjast með heilsuhegðun og líðan fullorðinna landsmanna. „Mikil koffínneysla getur valdið svefnerfiðleikum, höfuðverk, magaverk, skjálfta, niðurgangi, pirringi og kvíða. Þá getur mikil koffínneysla á meðgöngu aukið hættuna á vaxtarskerðingu fósturs og fósturláti,“ segir í skýrslunni. Konur borða hollmetið oftar en karlar Einnig var tekið fyrir hversu duglegir landsmenn væru að borða grænmeti og ávexti. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis fyrir árið 2025 er ráðlagt að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Árið 2024 uppfylltu einungis tíu prósent fimm skammta kvótann. Konur eru þá almennt duglegri en karlar að borða grænmeti eða ávexti að minnsta kosti einu sinni á dag. Hins vegar frá árinu 2020 fækkar þeim sem borða grænmeti daglega á meðan ávaxtaneyslan stendur í stað. Fólk á aldrinum 18 til 34 er líklegra til að borða grænmeti en 55 ára og eldri örlítið duglegri en þau yngstu að fá sér ávexti. Þeir sem telja það auðvelt að ná endum saman voru líklegri til að borða grænmeti og ávexti daglega heldur en fólk sem telur það erfitt. Skýrsluna má sjá hér.
Heilbrigðismál Embætti landlæknis Orkudrykkir Matur Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira