Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2025 13:56 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Alríkisdómari í Boston skipaði í gær ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að skila umfangsmiklum fjárveitingum til Harvard-háskólans, sem ríkisstjórnin hafði fellt úr gildi. Um er að ræða rúma 2,6 milljarða dala fjárveitingar til rannsókna sem Trump svipti skólann vegna deilna við Harvard og aðra háskóla um námskrá, skráningu nemenda og ýmislegt annað. Dómarinn Allison Burroughs sagði í úrskurði sínum að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru ólöglegar hefndaraðgerðir eftir að forsvarsmenn skólans neituðu að verða við kröfum Trumps, eins og fram kemur í frétt New York Times. Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn Harvard og öðrum skólum í Bandaríkjunum að undanförnu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Markmið Trump-liða er meðal annars að fá forsvarsmenn skólans til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar og vilja Trump-liðar jafnvel hafa áhrif á ákvarðanatöku innan skólans varðandi kennslu. Forsvarsmenn margra annarra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar og í senn greitt fúlgur fjár til ríkisstjórnarinnar. Trump hefur sagt að hann vilji að Harvard greiði ekki minna en hálfan milljarð dala í einhverskonar sekt. Forsvarsmenn skólans eru þeir einu í Bandaríkjunum sem hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni. Eftir neitun stjórnar Harvard felldi Trump úr gildi heimild skólans til að fá landvistarleyfi fyrir erlenda nemendur. Sú aðgerð var úrskurð ólögleg en þá gerði Trump það aftur en að þessu sinni á grunni þjóðaröryggis. Sjá einnig: Bannar nú erlenda nemendur í Harvard á grunni þjóðaröryggis Þá hefur Trump einnig hótað því að svipta skólann undanskildu frá skatti, verði forsvarsmenn Harvard ekki við kröfum hans. Eins og áður hefur komið fram svipti hann einnig skólann umfangsmiklum fjárveitingum til rannsókna. Burroughs segir í úrskurði sínum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að þær fjárveitingar til alríkisstyrktra rannsókna tengist ekki með nokkrum hætti meintri mismunun gegn gyðingum. Hún sagði að skoðun á aðgerðum ríkisstjórnarinnar gerði henni erfitt að álykta annað en að meint mismunun væri notuð til hylja raunverulegt markmið ríkisstjórnarinnar, sem væri að hugsjónalegs eðlis. Hún sagði rétt að berjast gegn mismunun og gyðingahatri en standa þyrfti vörð um málfrelsið. Þá væri einnig ljóst að forsvarsmenn skólans hefðu þegar gripið til aðgerða vegna meints gyðingahaturs og væru tilbúnir til að ganga enn lengra. Ætla að áfrýja Ríkisstjórnin ætlar að áfrýja úrskurðinum til hærra dómstigs. Talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu að Burroughs væri aktívisti sem hefði verið skipuð í embætti af Barack Obama. Alan Garber, skólastjóri Harvard, segir ljóst að um áfangasigur sé að ræða en að málaferlin muni halda áfram. Stjórnendur skólans muni fylgjast með framvindunni og í senn halda störfum skólans áfram. Þá hefur AP eftir vísindamönnum við skólann að þeir óttist að áfrýjun ríkisstjórnarinnar muni bera árangur eða fundin verði ný leið til að stöðvar fjárveitingarnar, eins og gert var með erlendu nemendurna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Dómarinn Allison Burroughs sagði í úrskurði sínum að aðgerðir ríkisstjórnarinnar væru ólöglegar hefndaraðgerðir eftir að forsvarsmenn skólans neituðu að verða við kröfum Trumps, eins og fram kemur í frétt New York Times. Trump og hans fólk hafa gengið hart fram gegn Harvard og öðrum skólum í Bandaríkjunum að undanförnu. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um umfangsmikil mótmæli í bandarískum háskólum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Markmið Trump-liða er meðal annars að fá forsvarsmenn skólans til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar og vilja Trump-liðar jafnvel hafa áhrif á ákvarðanatöku innan skólans varðandi kennslu. Forsvarsmenn margra annarra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar og í senn greitt fúlgur fjár til ríkisstjórnarinnar. Trump hefur sagt að hann vilji að Harvard greiði ekki minna en hálfan milljarð dala í einhverskonar sekt. Forsvarsmenn skólans eru þeir einu í Bandaríkjunum sem hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni. Eftir neitun stjórnar Harvard felldi Trump úr gildi heimild skólans til að fá landvistarleyfi fyrir erlenda nemendur. Sú aðgerð var úrskurð ólögleg en þá gerði Trump það aftur en að þessu sinni á grunni þjóðaröryggis. Sjá einnig: Bannar nú erlenda nemendur í Harvard á grunni þjóðaröryggis Þá hefur Trump einnig hótað því að svipta skólann undanskildu frá skatti, verði forsvarsmenn Harvard ekki við kröfum hans. Eins og áður hefur komið fram svipti hann einnig skólann umfangsmiklum fjárveitingum til rannsókna. Burroughs segir í úrskurði sínum, samkvæmt AP fréttaveitunni, að þær fjárveitingar til alríkisstyrktra rannsókna tengist ekki með nokkrum hætti meintri mismunun gegn gyðingum. Hún sagði að skoðun á aðgerðum ríkisstjórnarinnar gerði henni erfitt að álykta annað en að meint mismunun væri notuð til hylja raunverulegt markmið ríkisstjórnarinnar, sem væri að hugsjónalegs eðlis. Hún sagði rétt að berjast gegn mismunun og gyðingahatri en standa þyrfti vörð um málfrelsið. Þá væri einnig ljóst að forsvarsmenn skólans hefðu þegar gripið til aðgerða vegna meints gyðingahaturs og væru tilbúnir til að ganga enn lengra. Ætla að áfrýja Ríkisstjórnin ætlar að áfrýja úrskurðinum til hærra dómstigs. Talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu að Burroughs væri aktívisti sem hefði verið skipuð í embætti af Barack Obama. Alan Garber, skólastjóri Harvard, segir ljóst að um áfangasigur sé að ræða en að málaferlin muni halda áfram. Stjórnendur skólans muni fylgjast með framvindunni og í senn halda störfum skólans áfram. Þá hefur AP eftir vísindamönnum við skólann að þeir óttist að áfrýjun ríkisstjórnarinnar muni bera árangur eða fundin verði ný leið til að stöðvar fjárveitingarnar, eins og gert var með erlendu nemendurna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent