Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2025 07:18 Byggingarnar á lóðinni við Borgartún 34-36, aftan við Hótel Cabin, hafa munað fífil sinn fegurri. Vísir/Anton Brink Ryð, sót og veggjakrot, brotnar rúður og flögnuð málning. Þetta er meðal þess sem blasir við nú á lóðinni við Borgartún 34-36 sem snýr að Kringlumýrarbraut. Eldur kom upp í húsinu í sumar en það er í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið í notkun um hríð. Húsin á lóðinni sem byggð voru á árunum 1958 til 1978 fá senn að fjúka en á lóðinni eiga að rísa hundrað nýjar íbúðir. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er töluvert minna eftir af yfirgefnum húsum í borginni en áður var þar sem fólk á það til að brjótast inn og leita skjóls eða jafnvel halda til. Húsin við Borgartún séu meðal þeirra fáu sem eftir eru þar sem þetta hefur verið tilfellið. Í kjölfar bruna á borð við þann sem varð í húsinu í lok júlí setji slökkviliðið sig almennt í samband við eigendur húsanna og biðli til þeirra um að tryggja betur aðstæður til að koma í veg fyrir að hætta skapist í yfirgefnum húsum. Núverandi eigendur hússins segja að gerðar hafi verið ýmsar ráðstafanir og girt fyrir svæðið til að koma í veg fyrir að fólk fari inn. Erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir það ef fólk hafi ásetning um að brjótast inn. Verkefnið sé í ferli en fyrir liggur deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir niðurrifi þeirra húsa sem fyrir eru á lóðinni og að þar geti risið hvorki meira né minna en hundrað nýjar íbúðir. Sjá einnig: Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Þegar ljósmyndari Vísis var á svæðinu fyrr í vikunni mátti sjá hvar framkvæmdir stóðu yfir í bakhúsinu þar sem verið var að hreinsa út timbur og annað brak. Lesa má úr gögnum Borgarsögusafns Reykjavíkur að húsin á lóðinni hafi lengst af verið í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Guðmundar Jónassonar hf. en stofnandi þess, Guðmundur Jónasson, var frumkvöðull í hálendisferðum á jeppum og rútum. Eldri húsin á lóðinni hafi upphaflega verið reist sem vélsmiðjur en síðar löguð að starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins sem lét síðar reisa bílskýli og nýbyggingu undir verkstæði, skrifstofur og gistiheimili. Fjölmargar rúður hússins hafa verið brotnar og viðarplötur hafa verið negldar fyrir glugga hæðarinnar þar sem eldur kom upp um daginn.Vísir/Anton Brink Gildandi deiliskipulag fyrir lóðina var samþykkt 2017 og með breytingum sem á því voru gerðar 2022 var samþykkt að fjölga fyrirhuguðum íbúðum á reitnum úr 68 í 100 á fjórum til átta hæðum. Heimilt er að rífa allar byggingar sem fyrir eru á lóðinni og í staðinn komi ein stölluð og U-laga íbúðabygging á fjórum til átta hæðum með allt að hundrað íbúðum í mismunandi stærðum auk verslunar- og þjónustu á jarðhæð meðfram Sóltúni. Gististarfsemi og skammtímaleiga verði óheimil á lóðinni. Framkvæmdir stóðu yfir á svæðinu þegar ljósmyndari var þar á ferðinni á dögunum.Vísir/Anton Brink Samkvæmt deiliskipulagi eru byggingar sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sagðar til þess fallnar að stuðla að sólríku og skjólgóðu útivistarsvæði fyrir íbúa þar sem gert er ráð fyrir grænu svæði og auknum gróðri. Uppbygging á lóðinni muni auka á fjölbreytileika og styrkja yfirbragð hverfisins. Borgartún 34-36 er í eigu byggingarfélagsins Hofsvaðs ehf. sem er í eigu Gunnars Þórs Gíslasonar viðskiptamanns, en hann er meðal annars stjórnarformaður Ölmu leigufélags og einn eigenda fjárfestingafélagsins Langasjávar. Uppfært kl. 13:00 Eftir að frétt þessi fór í loftið bárust svör frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu frá því í sumar þar sem fram kemur að sótt hafi verið um byggingarleyfi til að rífa verkstæðis- og iðnaðarbyggingar vegna uppbyggingar á lóðinni. Byggingarleyfið hafi verið gefið út þann 3. september síðastliðinn, sem var í fyrradag. „Öll framkvæmd skal unnin eftir samþykktum aðal-og séruppdráttum, byggingar- og verklýsingum og gildandi lögum og reglugerðum um skipulags- og byggingarmál. Sett eru skilyrði um að byggingarstjóri vegna niðurrifs fái skoðun heilbrigðiseftirlits á húseigninni með tilliti til spilliefna. Yfirborð lóðar skal gert hættulaust með fyllingum í samráði við byggingarfulltrúa,“ segir ennfremur í svari borgarinnar. Séð úr lofti. Hér eiga að rísa nýjar íbúðir og húsin sem fyrir eru fá að víkja.Vísir/Anton Brink Svæðið virðist nokkuð vel girt af en ljóst er að veggjalistamenn hafa spreytt sig á veggjum húsanna í gegnum tíðina.Vísir/Anton Brink Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er töluvert minna eftir af yfirgefnum húsum í borginni en áður var þar sem fólk á það til að brjótast inn og leita skjóls eða jafnvel halda til. Húsin við Borgartún séu meðal þeirra fáu sem eftir eru þar sem þetta hefur verið tilfellið. Í kjölfar bruna á borð við þann sem varð í húsinu í lok júlí setji slökkviliðið sig almennt í samband við eigendur húsanna og biðli til þeirra um að tryggja betur aðstæður til að koma í veg fyrir að hætta skapist í yfirgefnum húsum. Núverandi eigendur hússins segja að gerðar hafi verið ýmsar ráðstafanir og girt fyrir svæðið til að koma í veg fyrir að fólk fari inn. Erfitt sé að koma alfarið í veg fyrir það ef fólk hafi ásetning um að brjótast inn. Verkefnið sé í ferli en fyrir liggur deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir niðurrifi þeirra húsa sem fyrir eru á lóðinni og að þar geti risið hvorki meira né minna en hundrað nýjar íbúðir. Sjá einnig: Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Þegar ljósmyndari Vísis var á svæðinu fyrr í vikunni mátti sjá hvar framkvæmdir stóðu yfir í bakhúsinu þar sem verið var að hreinsa út timbur og annað brak. Lesa má úr gögnum Borgarsögusafns Reykjavíkur að húsin á lóðinni hafi lengst af verið í eigu ferðaþjónustufyrirtækisins Guðmundar Jónassonar hf. en stofnandi þess, Guðmundur Jónasson, var frumkvöðull í hálendisferðum á jeppum og rútum. Eldri húsin á lóðinni hafi upphaflega verið reist sem vélsmiðjur en síðar löguð að starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins sem lét síðar reisa bílskýli og nýbyggingu undir verkstæði, skrifstofur og gistiheimili. Fjölmargar rúður hússins hafa verið brotnar og viðarplötur hafa verið negldar fyrir glugga hæðarinnar þar sem eldur kom upp um daginn.Vísir/Anton Brink Gildandi deiliskipulag fyrir lóðina var samþykkt 2017 og með breytingum sem á því voru gerðar 2022 var samþykkt að fjölga fyrirhuguðum íbúðum á reitnum úr 68 í 100 á fjórum til átta hæðum. Heimilt er að rífa allar byggingar sem fyrir eru á lóðinni og í staðinn komi ein stölluð og U-laga íbúðabygging á fjórum til átta hæðum með allt að hundrað íbúðum í mismunandi stærðum auk verslunar- og þjónustu á jarðhæð meðfram Sóltúni. Gististarfsemi og skammtímaleiga verði óheimil á lóðinni. Framkvæmdir stóðu yfir á svæðinu þegar ljósmyndari var þar á ferðinni á dögunum.Vísir/Anton Brink Samkvæmt deiliskipulagi eru byggingar sem fyrirhugaðar eru á lóðinni sagðar til þess fallnar að stuðla að sólríku og skjólgóðu útivistarsvæði fyrir íbúa þar sem gert er ráð fyrir grænu svæði og auknum gróðri. Uppbygging á lóðinni muni auka á fjölbreytileika og styrkja yfirbragð hverfisins. Borgartún 34-36 er í eigu byggingarfélagsins Hofsvaðs ehf. sem er í eigu Gunnars Þórs Gíslasonar viðskiptamanns, en hann er meðal annars stjórnarformaður Ölmu leigufélags og einn eigenda fjárfestingafélagsins Langasjávar. Uppfært kl. 13:00 Eftir að frétt þessi fór í loftið bárust svör frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu frá því í sumar þar sem fram kemur að sótt hafi verið um byggingarleyfi til að rífa verkstæðis- og iðnaðarbyggingar vegna uppbyggingar á lóðinni. Byggingarleyfið hafi verið gefið út þann 3. september síðastliðinn, sem var í fyrradag. „Öll framkvæmd skal unnin eftir samþykktum aðal-og séruppdráttum, byggingar- og verklýsingum og gildandi lögum og reglugerðum um skipulags- og byggingarmál. Sett eru skilyrði um að byggingarstjóri vegna niðurrifs fái skoðun heilbrigðiseftirlits á húseigninni með tilliti til spilliefna. Yfirborð lóðar skal gert hættulaust með fyllingum í samráði við byggingarfulltrúa,“ segir ennfremur í svari borgarinnar. Séð úr lofti. Hér eiga að rísa nýjar íbúðir og húsin sem fyrir eru fá að víkja.Vísir/Anton Brink Svæðið virðist nokkuð vel girt af en ljóst er að veggjalistamenn hafa spreytt sig á veggjum húsanna í gegnum tíðina.Vísir/Anton Brink
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira