Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2025 10:09 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við hæstarétt að tollar Trumps verði teknir þar fyrir eins fljótt og mögulegt sé. Dómarar á lægra dómstigi komust nýverið að þeirri niðurstöðu að flestir af þeim umfangsmiklu tollum sem Trump hefur beitt, séu ólöglegir. Þeir sögðu Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að nota meint neyðarástand til að leggja á tolla en felldu þá þó ekki úr gildi að svo stöddu. Þegar Trump tilkynnti tollana sagðist hann ætla að beita þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Dómararnir í áðurnefndum áfrýjunardómstól sögðu lögin veita forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Trump-liðar vilja að dómarar hæstaréttar ákveði hvort þeir vilji taka málið til skoðunar fyrir 10. september. Ef dómararnir vilja taka málið fyrir, vilja Trump-liðar að málflutningur hefjist sem fyrst, samkvæmt frétt Washington Post. Í beiðninni skrifaði John Sauer, ríkislögmaður Trumps, að mikið væri undir. Trump og ríkisstjórn hans hefðu komist að þeirri niðurstöðu að tollarnir væru að ýta undir frið og fordæmalausa hagsæld. Hann sagði að verði úrskurður áfrýjunardómstólsins leyft að standa gætu afleiðingarnar orðið hörmulegar fyrir Bandaríkin og bandarískt efnahagslíf. AP fréttaveitan hefur eftir leiðtogum hagsmunasamtaka smárra fyrirtækja, sem komu að því að höfða mál gegn ríkisstjórn Trumps vegna tollanna, að fái tollarnir að standa hefði það hörmulegar afleiðingar fyrir fjölda fólks í Bandaríkjunum. Tollarnir hefðu skaðað fjölmörg fyrirtæki og ógnað tilvist þeirra. Trump hefur notað tolla til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Vinveittur Hæstiréttur Frá því Trump tók við embætti í janúar hafa bandarískir dómarar á neðri dómstigum ítrekað staðið í vegi hans. Það á ekki við Hæstarétt sem hefur ítrekað úrskurðað Trump í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Friðhelgin stórauki vald forsetans Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum, þar af skipaði Trump þrjá, og þrír voru skipaðir af forseta úr Demókrataflokknum. Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Þeir sögðu Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að nota meint neyðarástand til að leggja á tolla en felldu þá þó ekki úr gildi að svo stöddu. Þegar Trump tilkynnti tollana sagðist hann ætla að beita þeim á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Dómararnir í áðurnefndum áfrýjunardómstól sögðu lögin veita forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum sé ekki þar á meðal. Trump-liðar vilja að dómarar hæstaréttar ákveði hvort þeir vilji taka málið til skoðunar fyrir 10. september. Ef dómararnir vilja taka málið fyrir, vilja Trump-liðar að málflutningur hefjist sem fyrst, samkvæmt frétt Washington Post. Í beiðninni skrifaði John Sauer, ríkislögmaður Trumps, að mikið væri undir. Trump og ríkisstjórn hans hefðu komist að þeirri niðurstöðu að tollarnir væru að ýta undir frið og fordæmalausa hagsæld. Hann sagði að verði úrskurður áfrýjunardómstólsins leyft að standa gætu afleiðingarnar orðið hörmulegar fyrir Bandaríkin og bandarískt efnahagslíf. AP fréttaveitan hefur eftir leiðtogum hagsmunasamtaka smárra fyrirtækja, sem komu að því að höfða mál gegn ríkisstjórn Trumps vegna tollanna, að fái tollarnir að standa hefði það hörmulegar afleiðingar fyrir fjölda fólks í Bandaríkjunum. Tollarnir hefðu skaðað fjölmörg fyrirtæki og ógnað tilvist þeirra. Trump hefur notað tolla til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Vinveittur Hæstiréttur Frá því Trump tók við embætti í janúar hafa bandarískir dómarar á neðri dómstigum ítrekað staðið í vegi hans. Það á ekki við Hæstarétt sem hefur ítrekað úrskurðað Trump í vil í umdeildum málum. Sjá einnig: Friðhelgin stórauki vald forsetans Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum, þar af skipaði Trump þrjá, og þrír voru skipaðir af forseta úr Demókrataflokknum. Á undanförnum árum hafa dómarar hæstaréttar ítrekað verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Sjá einnig: Vilja leggja réttarríkið til hliðar Fyrr í sumar komst hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lægri dómstólar hefðu ekki vald til að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans en slíkt hefur þekkst í áratugi í Bandaríkjunum en hefur færst í aukana á undanförnum árum. Það er að miklu leyti vegna þess að Trump sjálfur hefur á undanförnum árum ítrekað teygt á lögunum.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar og tollar Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira