Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2025 07:50 Konurnar lýstu reynslu sinni fyrir utan þinghúsið í gær. Getty/Chip Somodevilla Hópur kvenna sem varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu athafnamannsins Jeffrey Epstein vinnur nú að lista yfir vini hans og kunningja, og aðra sem hann umgekkst mikið. Konurnar níu efndu til tveggja tíma blaðamannafundar fyrir utan þinghúsið í Washington D.C. í gær og kölluðu eftir birtingu allra opinberra gagna um Epstein. Þar greindu þær einnig frá ofbeldinu sem þær urðu fyrir af hálfu Epstein. Ein kvennanna, Lisa Phillips, sagði að listinn yrði unnin „af þolendum, fyrir þolendur“ en hvatti dómsmálaráðuneytið til að birta öll gögn í þeim rannsóknum sem beinst hefðu gegn Epstein. Lögmaður kvennanna sagði þær óttast hefndaraðgerðir. Marina Lacerda, sem steig fram opinberlega í fyrsta sinn í gær, sagði að hún hefði „starfað“ fyrir Epstein frá því að hún var 14 ára og þar til hún varð 17 ára. Þá hefði honum þótt hún orðin „of gömul“. Hún hefði í fyrstu fengið greidda mikla peninga fyrir að nudda Epstein en „draumastarfið“ hefði fljótt orðið að martröð. Chauntae Davies sagði Epstein hafa grobbað sig af tengslum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta en enginn þolenda Epstein hefur sakað Trump um neitt misjafnt. Þeir hafa hins vegar harmað að málið hafi verið notað í pólitískum tilgangi. Tveir fulltrúadeildarþingmenn, annar repúblikani og hinn demókrati, vinna að því að ná saman meirihluta um að skikka dómsmálaráðuneytið til að birta öll gögn í málinu. Sex repúblikanar munu þurfa að styðja tillöguna eigi hún að ná fram að ganga. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Sjá meira
Konurnar níu efndu til tveggja tíma blaðamannafundar fyrir utan þinghúsið í Washington D.C. í gær og kölluðu eftir birtingu allra opinberra gagna um Epstein. Þar greindu þær einnig frá ofbeldinu sem þær urðu fyrir af hálfu Epstein. Ein kvennanna, Lisa Phillips, sagði að listinn yrði unnin „af þolendum, fyrir þolendur“ en hvatti dómsmálaráðuneytið til að birta öll gögn í þeim rannsóknum sem beinst hefðu gegn Epstein. Lögmaður kvennanna sagði þær óttast hefndaraðgerðir. Marina Lacerda, sem steig fram opinberlega í fyrsta sinn í gær, sagði að hún hefði „starfað“ fyrir Epstein frá því að hún var 14 ára og þar til hún varð 17 ára. Þá hefði honum þótt hún orðin „of gömul“. Hún hefði í fyrstu fengið greidda mikla peninga fyrir að nudda Epstein en „draumastarfið“ hefði fljótt orðið að martröð. Chauntae Davies sagði Epstein hafa grobbað sig af tengslum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta en enginn þolenda Epstein hefur sakað Trump um neitt misjafnt. Þeir hafa hins vegar harmað að málið hafi verið notað í pólitískum tilgangi. Tveir fulltrúadeildarþingmenn, annar repúblikani og hinn demókrati, vinna að því að ná saman meirihluta um að skikka dómsmálaráðuneytið til að birta öll gögn í málinu. Sex repúblikanar munu þurfa að styðja tillöguna eigi hún að ná fram að ganga.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent