Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2025 06:31 Hafþór Júlíus Björnsson er í flottu formi og segist vera í heimsmetaham. @thorbjornsson Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson bætti heimsmetið í réttstöðulyftu í lok júlí og nú er hann með augun á öðru heimsmeti. Hafþór lyfti 501 kílói í maí 2020 en 505 kíló fóru upp hjá honum á kraftlyftingarmóti í Þýskalandi í sumar. Hafþór var óhræddur við að setja á sig pressu fyrir það mót og hann er byrjaður aftur að byggja upp spennu fyrir næsta mót sem er fram um næstu helgi. Hafþór ferðaðist í gær til Birmingham í Englandi þar sem framundan er heimsbikarmót í réttstöðulyftu. Mótið heitir The Strongman Open og fer fram í Utilita höllinni í Birmingham á laugardaginn. Hafþór Júlíus ætlar sér að lyfta 510 kílóum á þessu móti ef marka má samfélagsmiðla hans. „Nú er komið að þessu, ferðalagið að 510 kílóum er hafið. Tími til að skrifa söguna,“ skrifaði Hafþór Júlíus og birti mynd af sér í flugvélinni á leiðinni út. Réttstöðulyftan er öflugasta grein Hafþórs og hann ætlar að sjá til þess að aflraunamenn framtíðarinnar þurfi að hafa mikið fyrir því að taka af honum heimsmetið. Okkar maður er að sjálfsögðu með setningu frá Jóni Páli Sigmarssyni húðflúraða á fótinn sinn. „There is no reason to be alive if you can’t do deadlift,“ eða „Það er engin ástæða til að lifa ef þú getur ekki tekið réttstöðulyftu.“ Hafþór hitaði upp fyrir mótið fyrir nokkrum dögum og lyfti þá 410 kílóum án nokkurra vandræða. „410 kílóin fóru létt upp. Sjálfstraustið mitt er upp úr öllu valdi,“ skrifaði Hafþór. Það verður gaman að sjá hvort Hafþóri takist að slá heimsmetið í annað skiptið á innan við tveimur mánuðum. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) Aflraunir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Hafþór lyfti 501 kílói í maí 2020 en 505 kíló fóru upp hjá honum á kraftlyftingarmóti í Þýskalandi í sumar. Hafþór var óhræddur við að setja á sig pressu fyrir það mót og hann er byrjaður aftur að byggja upp spennu fyrir næsta mót sem er fram um næstu helgi. Hafþór ferðaðist í gær til Birmingham í Englandi þar sem framundan er heimsbikarmót í réttstöðulyftu. Mótið heitir The Strongman Open og fer fram í Utilita höllinni í Birmingham á laugardaginn. Hafþór Júlíus ætlar sér að lyfta 510 kílóum á þessu móti ef marka má samfélagsmiðla hans. „Nú er komið að þessu, ferðalagið að 510 kílóum er hafið. Tími til að skrifa söguna,“ skrifaði Hafþór Júlíus og birti mynd af sér í flugvélinni á leiðinni út. Réttstöðulyftan er öflugasta grein Hafþórs og hann ætlar að sjá til þess að aflraunamenn framtíðarinnar þurfi að hafa mikið fyrir því að taka af honum heimsmetið. Okkar maður er að sjálfsögðu með setningu frá Jóni Páli Sigmarssyni húðflúraða á fótinn sinn. „There is no reason to be alive if you can’t do deadlift,“ eða „Það er engin ástæða til að lifa ef þú getur ekki tekið réttstöðulyftu.“ Hafþór hitaði upp fyrir mótið fyrir nokkrum dögum og lyfti þá 410 kílóum án nokkurra vandræða. „410 kílóin fóru létt upp. Sjálfstraustið mitt er upp úr öllu valdi,“ skrifaði Hafþór. Það verður gaman að sjá hvort Hafþóri takist að slá heimsmetið í annað skiptið á innan við tveimur mánuðum. View this post on Instagram A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson)
Aflraunir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Sjá meira