Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2025 08:58 Daníel Tristan og Andri Lucas Guðjohnsen sjá alveg fyrir sér að leiða sóknarleik landsliðsins saman. Guðjohnsen bræðurnir Daníel Tristan og Andri Lucas gætu spilað sinn fyrsta leik saman á morgun þegar Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Þeir eru báðir framherjar en búa yfir mismunandi eiginleikum. Daníel Tristan er nítján ára gamall og nýliði í landsliðshópnum. Landsmenn þekkja vel til fjölskyldunnar, afa hans, föður og bræðra og bíða spenntir eftir að sjá nýjasta Guðjohnsen framherjann stíga á svið en hann segist vera nokkuð ólíkur eldri bræðrum sínum. „Ég er ekki mjög líkur Andra eða Sveini. Ég er meira í link-up spilinu, fá boltann í lappir og gera eitthvað með hann. En svo er ég náttúrulega líka alltaf tilbúinn í boxinu til að skora“ segir Daníel. Andri Lucas Guðjohnsen verður væntanlega aðalframherji liðsins í leikjunum gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Orri Steinn Óskarsson er meiddur og verður ekki með. Þeir bræður, Andri og Daníel, munu því berjast um framherjastöðuna ásamt Brynjólfi Willumssyni. Andri segir skemmtilegt að taka litla bróður með sér í landsliðsverkefni. „Skemmtilegt og ekkert ósvipað því þegar Sveinn tók á móti mér, þegar ég var nítján ára. Ég hef bara gaman að því að taka á móti honum og hann er líka bara flottur leikmaður, búinn að gera góða hluti úti í Svíþjóð. Mjög gaman að fá hann inn.“ Daníel hefur lagt upp tvö og skorað tvö mörk í síðustu sex leikjum fyrir Malmö.malmö Þeir veita hvorum öðrum góða og bróðurlega samkeppni en gætu líka spilað saman, ef þjálfarinn ákveður að stilla upp tveimur framherjum. „Já, af hverju ekki? Við erum stórir og sterkir framherjar en hann er með aðeins meira flair og vill fá boltann meira í lappir á meðan ég er frekar hreinræktaður framherji“ segir Andri og Daníel tekur undir það að þeir gætu náð vel saman. Faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, verður í stúkunni og mun sjá tvo syni sína spila en elsti bróðirinn Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðast landsleik árið 2023. Fjallað var um Guðjohnsen-bræðurna í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Viðtölin við bræðurna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Daníel Tristan nýliðinn í landsliðshópnum Klippa: Andri Lucas aðalframherjinn gegn Aserbaísjan og Frakklandi Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sjá meira
Daníel Tristan er nítján ára gamall og nýliði í landsliðshópnum. Landsmenn þekkja vel til fjölskyldunnar, afa hans, föður og bræðra og bíða spenntir eftir að sjá nýjasta Guðjohnsen framherjann stíga á svið en hann segist vera nokkuð ólíkur eldri bræðrum sínum. „Ég er ekki mjög líkur Andra eða Sveini. Ég er meira í link-up spilinu, fá boltann í lappir og gera eitthvað með hann. En svo er ég náttúrulega líka alltaf tilbúinn í boxinu til að skora“ segir Daníel. Andri Lucas Guðjohnsen verður væntanlega aðalframherji liðsins í leikjunum gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Orri Steinn Óskarsson er meiddur og verður ekki með. Þeir bræður, Andri og Daníel, munu því berjast um framherjastöðuna ásamt Brynjólfi Willumssyni. Andri segir skemmtilegt að taka litla bróður með sér í landsliðsverkefni. „Skemmtilegt og ekkert ósvipað því þegar Sveinn tók á móti mér, þegar ég var nítján ára. Ég hef bara gaman að því að taka á móti honum og hann er líka bara flottur leikmaður, búinn að gera góða hluti úti í Svíþjóð. Mjög gaman að fá hann inn.“ Daníel hefur lagt upp tvö og skorað tvö mörk í síðustu sex leikjum fyrir Malmö.malmö Þeir veita hvorum öðrum góða og bróðurlega samkeppni en gætu líka spilað saman, ef þjálfarinn ákveður að stilla upp tveimur framherjum. „Já, af hverju ekki? Við erum stórir og sterkir framherjar en hann er með aðeins meira flair og vill fá boltann meira í lappir á meðan ég er frekar hreinræktaður framherji“ segir Andri og Daníel tekur undir það að þeir gætu náð vel saman. Faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, verður í stúkunni og mun sjá tvo syni sína spila en elsti bróðirinn Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðast landsleik árið 2023. Fjallað var um Guðjohnsen-bræðurna í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Viðtölin við bræðurna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Daníel Tristan nýliðinn í landsliðshópnum Klippa: Andri Lucas aðalframherjinn gegn Aserbaísjan og Frakklandi
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sjá meira