Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2025 08:58 Daníel Tristan og Andri Lucas Guðjohnsen sjá alveg fyrir sér að leiða sóknarleik landsliðsins saman. Guðjohnsen bræðurnir Daníel Tristan og Andri Lucas gætu spilað sinn fyrsta leik saman á morgun þegar Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Þeir eru báðir framherjar en búa yfir mismunandi eiginleikum. Daníel Tristan er nítján ára gamall og nýliði í landsliðshópnum. Landsmenn þekkja vel til fjölskyldunnar, afa hans, föður og bræðra og bíða spenntir eftir að sjá nýjasta Guðjohnsen framherjann stíga á svið en hann segist vera nokkuð ólíkur eldri bræðrum sínum. „Ég er ekki mjög líkur Andra eða Sveini. Ég er meira í link-up spilinu, fá boltann í lappir og gera eitthvað með hann. En svo er ég náttúrulega líka alltaf tilbúinn í boxinu til að skora“ segir Daníel. Andri Lucas Guðjohnsen verður væntanlega aðalframherji liðsins í leikjunum gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Orri Steinn Óskarsson er meiddur og verður ekki með. Þeir bræður, Andri og Daníel, munu því berjast um framherjastöðuna ásamt Brynjólfi Willumssyni. Andri segir skemmtilegt að taka litla bróður með sér í landsliðsverkefni. „Skemmtilegt og ekkert ósvipað því þegar Sveinn tók á móti mér, þegar ég var nítján ára. Ég hef bara gaman að því að taka á móti honum og hann er líka bara flottur leikmaður, búinn að gera góða hluti úti í Svíþjóð. Mjög gaman að fá hann inn.“ Daníel hefur lagt upp tvö og skorað tvö mörk í síðustu sex leikjum fyrir Malmö.malmö Þeir veita hvorum öðrum góða og bróðurlega samkeppni en gætu líka spilað saman, ef þjálfarinn ákveður að stilla upp tveimur framherjum. „Já, af hverju ekki? Við erum stórir og sterkir framherjar en hann er með aðeins meira flair og vill fá boltann meira í lappir á meðan ég er frekar hreinræktaður framherji“ segir Andri og Daníel tekur undir það að þeir gætu náð vel saman. Faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, verður í stúkunni og mun sjá tvo syni sína spila en elsti bróðirinn Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðast landsleik árið 2023. Fjallað var um Guðjohnsen-bræðurna í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Viðtölin við bræðurna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Daníel Tristan nýliðinn í landsliðshópnum Klippa: Andri Lucas aðalframherjinn gegn Aserbaísjan og Frakklandi Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira
Daníel Tristan er nítján ára gamall og nýliði í landsliðshópnum. Landsmenn þekkja vel til fjölskyldunnar, afa hans, föður og bræðra og bíða spenntir eftir að sjá nýjasta Guðjohnsen framherjann stíga á svið en hann segist vera nokkuð ólíkur eldri bræðrum sínum. „Ég er ekki mjög líkur Andra eða Sveini. Ég er meira í link-up spilinu, fá boltann í lappir og gera eitthvað með hann. En svo er ég náttúrulega líka alltaf tilbúinn í boxinu til að skora“ segir Daníel. Andri Lucas Guðjohnsen verður væntanlega aðalframherji liðsins í leikjunum gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Orri Steinn Óskarsson er meiddur og verður ekki með. Þeir bræður, Andri og Daníel, munu því berjast um framherjastöðuna ásamt Brynjólfi Willumssyni. Andri segir skemmtilegt að taka litla bróður með sér í landsliðsverkefni. „Skemmtilegt og ekkert ósvipað því þegar Sveinn tók á móti mér, þegar ég var nítján ára. Ég hef bara gaman að því að taka á móti honum og hann er líka bara flottur leikmaður, búinn að gera góða hluti úti í Svíþjóð. Mjög gaman að fá hann inn.“ Daníel hefur lagt upp tvö og skorað tvö mörk í síðustu sex leikjum fyrir Malmö.malmö Þeir veita hvorum öðrum góða og bróðurlega samkeppni en gætu líka spilað saman, ef þjálfarinn ákveður að stilla upp tveimur framherjum. „Já, af hverju ekki? Við erum stórir og sterkir framherjar en hann er með aðeins meira flair og vill fá boltann meira í lappir á meðan ég er frekar hreinræktaður framherji“ segir Andri og Daníel tekur undir það að þeir gætu náð vel saman. Faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, verður í stúkunni og mun sjá tvo syni sína spila en elsti bróðirinn Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðast landsleik árið 2023. Fjallað var um Guðjohnsen-bræðurna í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Viðtölin við bræðurna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Daníel Tristan nýliðinn í landsliðshópnum Klippa: Andri Lucas aðalframherjinn gegn Aserbaísjan og Frakklandi
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning Sjá meira