Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Árni Sæberg og Telma Tómasson skrifa 3. september 2025 16:08 Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Arnar Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hún hefði til rannsóknar fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafi með því haft umtalsverða fjármuni af fólkinu. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi komið upp í gær. Þá hafi maður, sem var gestkomandi á heimili eldri borgaranna, gripið svikahrappinn glóðvolgan. Brotaþolar sjálfir hafi verið með öllu grunlausir á meðan maðurinn komst yfir fjármuni þeirra. Fyrsta mál sinnar tegundar Guðjón Rúnar segir að málið sé það fyrsta sinnar tegundar, sem lögreglu er tilkynnt um. Aftur á móti séu tvö til þrjú sams konar mál til skoðunar og sami maðurinn sé grunaður um aðild að þeim öllum. Rannsókn málanna sé í fullum gangi en á frumstigi. Meðal þess sem sé til skoðunar sé hvort maðurinn hafi hringt á undan sér og boðað komu sína sem starfsmaður Microsoft eða einfaldlega bankað upp. Allir þurfa að vera á varðbergi Guðjón Rúnar segir að lögregla vilji vara við svikum sem þessum sem og hefðbundnari fjársvikum sem framin eru í gegnum síma, þar sem svikahrappar hringja í fólk og þykjast vera starfsmenn Microsoft og annarra stórfyrirtækja. Í tilkynningu lögreglu um málið voru allir hvattir til að vera á varðbergi gagnvart slíkum fjársvikum og minntir á að starfsmenn Microsoft: Koma aldrei óumbeðnir heim til einstaklinga Óska aldrei eftir aðgangi að tölvum, símtækjum, iPad eða bankareikningum Biðja aldrei um persónulegar upplýsingar í gegnum síma Þá sagði að hafi fólk orðið fyrir fjársvikum skuli hafa samband við viðskiptabanka sinn tafarlaust, hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 og safna saman öllum upplýsingum um atvikið og senda á cybercrime@lrh.is. Lögreglumál Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Netöryggi Eldri borgarar Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hún hefði til rannsóknar fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafi með því haft umtalsverða fjármuni af fólkinu. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi komið upp í gær. Þá hafi maður, sem var gestkomandi á heimili eldri borgaranna, gripið svikahrappinn glóðvolgan. Brotaþolar sjálfir hafi verið með öllu grunlausir á meðan maðurinn komst yfir fjármuni þeirra. Fyrsta mál sinnar tegundar Guðjón Rúnar segir að málið sé það fyrsta sinnar tegundar, sem lögreglu er tilkynnt um. Aftur á móti séu tvö til þrjú sams konar mál til skoðunar og sami maðurinn sé grunaður um aðild að þeim öllum. Rannsókn málanna sé í fullum gangi en á frumstigi. Meðal þess sem sé til skoðunar sé hvort maðurinn hafi hringt á undan sér og boðað komu sína sem starfsmaður Microsoft eða einfaldlega bankað upp. Allir þurfa að vera á varðbergi Guðjón Rúnar segir að lögregla vilji vara við svikum sem þessum sem og hefðbundnari fjársvikum sem framin eru í gegnum síma, þar sem svikahrappar hringja í fólk og þykjast vera starfsmenn Microsoft og annarra stórfyrirtækja. Í tilkynningu lögreglu um málið voru allir hvattir til að vera á varðbergi gagnvart slíkum fjársvikum og minntir á að starfsmenn Microsoft: Koma aldrei óumbeðnir heim til einstaklinga Óska aldrei eftir aðgangi að tölvum, símtækjum, iPad eða bankareikningum Biðja aldrei um persónulegar upplýsingar í gegnum síma Þá sagði að hafi fólk orðið fyrir fjársvikum skuli hafa samband við viðskiptabanka sinn tafarlaust, hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 og safna saman öllum upplýsingum um atvikið og senda á cybercrime@lrh.is.
Lögreglumál Tækni Netglæpir Efnahagsbrot Netöryggi Eldri borgarar Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira