Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2025 10:01 Skjáskot úr mynbandi á hraðbát sem mun hafa verið notaður til að smygla fíkniefnum frá Venesúela til Bandaríkjanna. Southcom Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. Samtökin voru í skilgreind sem hryðjuverkasamtök af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í febrúar, eins og fleiri glæpasamtök frá Venesúela og Mexíkó. Trump hefur sent umfangsmikinn herafla á svæðið í formi herskipa og landgönguliða. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sagði Trump að báturinn hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og á leiðinni til Bandaríkjanna. Þá sagði hann engan hermann hafa sakað í árásinni en ellefu „hryðjuverkamenn“ hefðu fallið. Þá sagði hann að TDA fengju að starfa undir stjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og samtökin bæru ábyrgð á ýmsum glæpum í Bandaríkjunum og víðar. „Megi þetta vera viðvörun til allra þeirra sem íhuga að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hétu í sumar fimmtíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro, eftir að þeir sögðu hann leiða fíkniefnasamtökin Cartel de los Soles, en þau hafa einnig verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. AP fréttaveitan segir skýrslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna birtu í apríl gefa til kynna að TDA lúti ekki stjórn Maduro. Sjá einnig: Skipar hernum í hart við glæpasamtök Myndband af árásinni, sem Trump deildi, sýnir hraðbát búinn nokkrum mótorum en erfitt er að sjá að ellefu menn hafi verið um borð. Þá sýnir myndbandið ekki með skýrum hætti að umfangsmikið magn fíkniefna sé um borð. Þá hefur Hvíta húsið ekki sagt til um hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að mennirnir um borð í bátnum væru meðlimir TDA. . @POTUS “Earlier this morning, on my Orders, U.S. Military Forces conducted a kinetic strike against positively identified Tren de Aragua Narcoterrorists in the SOUTHCOM area of responsibility. TDA is a designated Foreign Terrorist Organization, operating under the control of… pic.twitter.com/aAyKOb9RHb— DOD Rapid Response (@DODResponse) September 2, 2025 Trump og ráðamenn hans hafa ítrekað sakað meðlimi TDA um að bera ábyrgð á ýmsum glæpum og ofbeldi í Bandaríkjunum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, ræddi við blaðamenn í gær, áður en hann steig upp í flugvél á leið til Mexíkó og Ekvador. Þá sagði hann líklegt að áhöfn bátsins hafi verið á leið til Trinidad eða annarrar eyju í Karíbahafinu. Aðspurður um hvort Trump myndi heimila hernaðaraðgerð í Venesúela sagði Rubio að barist yrði gegn fíkniefnasamtökum hvar sem þau störfuðu gegn hagsmunum Bandaríkjanna. Guð standi með Venesúela Eftir opinberun Trumps í gær sýndi ríkissjónvarp Venesúela myndband af Maduro og eiginkonu hans á göngu um æskuslóðir hans. Þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína og sagði guð standa með Venesúela gegn ógn heimsvaldastefnu. Samskiptamálaráðherra Maduro lýsti því svo í kjölfarið yfir að hann teldi myndbandið vera gert með gervigreind. Án þess að fara nánar út í það sagði hann það ekki sýna raunverulega sprengingu, heldur væri myndbandið nánast barnalegt. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Samtökin voru í skilgreind sem hryðjuverkasamtök af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í febrúar, eins og fleiri glæpasamtök frá Venesúela og Mexíkó. Trump hefur sent umfangsmikinn herafla á svæðið í formi herskipa og landgönguliða. Í færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, sagði Trump að báturinn hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og á leiðinni til Bandaríkjanna. Þá sagði hann engan hermann hafa sakað í árásinni en ellefu „hryðjuverkamenn“ hefðu fallið. Þá sagði hann að TDA fengju að starfa undir stjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og samtökin bæru ábyrgð á ýmsum glæpum í Bandaríkjunum og víðar. „Megi þetta vera viðvörun til allra þeirra sem íhuga að flytja fíkniefni til Bandaríkjanna.“ Ráðamenn í Bandaríkjunum hétu í sumar fimmtíu milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Maduro, eftir að þeir sögðu hann leiða fíkniefnasamtökin Cartel de los Soles, en þau hafa einnig verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök. AP fréttaveitan segir skýrslu sem leyniþjónustur Bandaríkjanna birtu í apríl gefa til kynna að TDA lúti ekki stjórn Maduro. Sjá einnig: Skipar hernum í hart við glæpasamtök Myndband af árásinni, sem Trump deildi, sýnir hraðbát búinn nokkrum mótorum en erfitt er að sjá að ellefu menn hafi verið um borð. Þá sýnir myndbandið ekki með skýrum hætti að umfangsmikið magn fíkniefna sé um borð. Þá hefur Hvíta húsið ekki sagt til um hvernig komist var að þeirri niðurstöðu að mennirnir um borð í bátnum væru meðlimir TDA. . @POTUS “Earlier this morning, on my Orders, U.S. Military Forces conducted a kinetic strike against positively identified Tren de Aragua Narcoterrorists in the SOUTHCOM area of responsibility. TDA is a designated Foreign Terrorist Organization, operating under the control of… pic.twitter.com/aAyKOb9RHb— DOD Rapid Response (@DODResponse) September 2, 2025 Trump og ráðamenn hans hafa ítrekað sakað meðlimi TDA um að bera ábyrgð á ýmsum glæpum og ofbeldi í Bandaríkjunum. Marco Rubio, utanríkisráðherra, ræddi við blaðamenn í gær, áður en hann steig upp í flugvél á leið til Mexíkó og Ekvador. Þá sagði hann líklegt að áhöfn bátsins hafi verið á leið til Trinidad eða annarrar eyju í Karíbahafinu. Aðspurður um hvort Trump myndi heimila hernaðaraðgerð í Venesúela sagði Rubio að barist yrði gegn fíkniefnasamtökum hvar sem þau störfuðu gegn hagsmunum Bandaríkjanna. Guð standi með Venesúela Eftir opinberun Trumps í gær sýndi ríkissjónvarp Venesúela myndband af Maduro og eiginkonu hans á göngu um æskuslóðir hans. Þar ávarpaði hann stuðningsmenn sína og sagði guð standa með Venesúela gegn ógn heimsvaldastefnu. Samskiptamálaráðherra Maduro lýsti því svo í kjölfarið yfir að hann teldi myndbandið vera gert með gervigreind. Án þess að fara nánar út í það sagði hann það ekki sýna raunverulega sprengingu, heldur væri myndbandið nánast barnalegt.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira