Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2025 23:56 Kjartan segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda. Vísir/Einar og Sigurjón Íbúar í Árbænum óttast að umdeildar vegaframkvæmdir við Höfðabakka leiði til mikilla tafa í umferð og öngþveitis á háannatíma. Framkvæmdirnar eru á fimm stöðum við Höfðabakka. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við ökumenn á gatnamótunum á háannatíma, um klukkan fjögur, og sögðu flestir að breytingarnar væru afleitar og umferðin hefði stóraukist. „Umferðin er ömurleg á þessum tíma,“ sagði einn og að framkvæmdirnar væru gerðar á vitlausum tíma. Annar sagði fólki væri að fjölga í hverfinu en á sama tíma væri verið að reyna að draga úr umferð. Það færi ekki saman. Bjarki ræddi einnig við Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn lagði fram tillögu í ágúst um að borgaryfirvöld myndu hætta við framkvæmdirnar. Þá lagðist flokkurinn einnig gegn þrengingum sem er að finna í breytingunum og vöruðu við því að það myndi valda töfum. Kjartan segir þetta nú búið að raungerast og borgin ætti því að hverfa frá breytingunum. Kjartan sagðist eiga von á því að tillagan yrði tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á morgun. „Ég þori ekki að segja um það,“ segir Kjartan um það þegar hann er spurður um afdrif tillögunnar á morgun. Líklegt sé að það verði ekki orðið við henni. Framkvæmdirnar séu komnar það langt á veg. Um framkvæmdirnar segir á vef borgarinnar: „Framkvæmdin felur í sér endurnýjun umferðarljósa á 5 gatnamótum á Höfðabakka, við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða, Vesturlandsveg og Bæjarháls. Einnig verða gerðar endurbætur með tilliti til umferðaröryggis á gatnamótunum. Við Stórhöfða, Dvergshöfða og Bíldshöfða verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar og götulýsing bætt. Á Höfðabakkabrú við Vesturlandsveg verða gerðar endurbætur á gönguleiðum og götulýsing bætt. Gálgastaurar umferðarljósa verða fjarlægðir og umferðarljósastaurar staðsettir á nýjum stöðum. Austan megin á Höfðabakka eru vinstribeygjureinar aðskildar frá akreinum til norðurs með eyju. Yfirlitsmynd frá Reykjavíkurborg sem sýnir hvar framkvæmdirnar eru. Reykjavíkurborg Við Bæjarháls verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar, hægribeygjuframhjáhlaup fjarlægð og götulýsing bætt. Á hægribeygjuframhjáhlaup sem ekki verða með umferðarljósum verða settar malbikaðar upphækkanir. Gert er ráð fyrir að unnið sé við ein gatnamót í einu þó að möguleiki sé á að skörun verði á milli gatnamóta með einhverja verkhluta.“ Borga ósýnilegan skatt vegna umferðartafa Kjartan segist skilja gremju íbúa afar vel. „Höfðabakkinn og þessi gatnamót eru mjög mikilvæg fyrir umferð, ekki bara fyrir Árbæinn, heldur fyrir stórt svæði hérna í austurhluta borgarinnar. Grafarvog, Breiðholt, Grafarholt og svo framvegis. Það er ekki á tafirnar bætandi. Fólk er að borga nú þegar mjög háan ósýnilegan skatt af völdum umferðartafa og borgin á auðvitað að leggja sig fram um að hafa þessar tafir sem minnstar,“ segir Kjartan. Því miður stefni meirihlutinn frekar að því að þrengja að umferð og auka tafatíma og þannig kostnað borgarbúa. Hann segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur og liðka aftur fyrir umferð á þessum gatnamótum og fleirum. Það sé hægt að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með öðrum hætti en þessum. Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við ökumenn á gatnamótunum á háannatíma, um klukkan fjögur, og sögðu flestir að breytingarnar væru afleitar og umferðin hefði stóraukist. „Umferðin er ömurleg á þessum tíma,“ sagði einn og að framkvæmdirnar væru gerðar á vitlausum tíma. Annar sagði fólki væri að fjölga í hverfinu en á sama tíma væri verið að reyna að draga úr umferð. Það færi ekki saman. Bjarki ræddi einnig við Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn lagði fram tillögu í ágúst um að borgaryfirvöld myndu hætta við framkvæmdirnar. Þá lagðist flokkurinn einnig gegn þrengingum sem er að finna í breytingunum og vöruðu við því að það myndi valda töfum. Kjartan segir þetta nú búið að raungerast og borgin ætti því að hverfa frá breytingunum. Kjartan sagðist eiga von á því að tillagan yrði tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á morgun. „Ég þori ekki að segja um það,“ segir Kjartan um það þegar hann er spurður um afdrif tillögunnar á morgun. Líklegt sé að það verði ekki orðið við henni. Framkvæmdirnar séu komnar það langt á veg. Um framkvæmdirnar segir á vef borgarinnar: „Framkvæmdin felur í sér endurnýjun umferðarljósa á 5 gatnamótum á Höfðabakka, við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða, Vesturlandsveg og Bæjarháls. Einnig verða gerðar endurbætur með tilliti til umferðaröryggis á gatnamótunum. Við Stórhöfða, Dvergshöfða og Bíldshöfða verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar og götulýsing bætt. Á Höfðabakkabrú við Vesturlandsveg verða gerðar endurbætur á gönguleiðum og götulýsing bætt. Gálgastaurar umferðarljósa verða fjarlægðir og umferðarljósastaurar staðsettir á nýjum stöðum. Austan megin á Höfðabakka eru vinstribeygjureinar aðskildar frá akreinum til norðurs með eyju. Yfirlitsmynd frá Reykjavíkurborg sem sýnir hvar framkvæmdirnar eru. Reykjavíkurborg Við Bæjarháls verða gerðar endurbætur á umferðarljósum og á gönguleiðum, miðeyjur á Höfðabakka breikkaðar, hægribeygjuframhjáhlaup fjarlægð og götulýsing bætt. Á hægribeygjuframhjáhlaup sem ekki verða með umferðarljósum verða settar malbikaðar upphækkanir. Gert er ráð fyrir að unnið sé við ein gatnamót í einu þó að möguleiki sé á að skörun verði á milli gatnamóta með einhverja verkhluta.“ Borga ósýnilegan skatt vegna umferðartafa Kjartan segist skilja gremju íbúa afar vel. „Höfðabakkinn og þessi gatnamót eru mjög mikilvæg fyrir umferð, ekki bara fyrir Árbæinn, heldur fyrir stórt svæði hérna í austurhluta borgarinnar. Grafarvog, Breiðholt, Grafarholt og svo framvegis. Það er ekki á tafirnar bætandi. Fólk er að borga nú þegar mjög háan ósýnilegan skatt af völdum umferðartafa og borgin á auðvitað að leggja sig fram um að hafa þessar tafir sem minnstar,“ segir Kjartan. Því miður stefni meirihlutinn frekar að því að þrengja að umferð og auka tafatíma og þannig kostnað borgarbúa. Hann segir það forgangsmál hjá Sjálfstæðisflokknum að breyta þessu aftur og liðka aftur fyrir umferð á þessum gatnamótum og fleirum. Það sé hægt að tryggja öryggi gangandi vegfarenda með öðrum hætti en þessum.
Umferð Reykjavík Umferðaröryggi Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira