Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. september 2025 21:22 Erlendur S. Þorsteinsson segir alveg ljóst að hættu hafi stafað af mótorhjólamönnunum. Vísir Á dögunum keyrðu þrír mótorhjólamenn á miklum hraða um reiðhjólastíg í Fossvogi og styttu sér þannig leið á háannatíma í síðdegisumferðinni. Lögregla segir málið litið alvarlegum augum. Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir atvikið ekki einsdæmi, líkt og kom í ljós þegar fréttamaður fór á vettvang í dag. Það var reiðhjólamaður á leið heim úr vinnu sem náði myndskeiði af mótorhjólamönnunum þar sem þeir keyrðu hjólreiðastíginn síðdegis á virkum degi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið litið alvarlegum augum og er nú til rannsóknar. Aksturinn sé með öllu óheimill og viðurlög séu sektagreiðslur. Erlendur S. Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir alveg ljóst að illa hefði getað farið. „Þessir bifhjólamenn fóru bara hreint í framúrakstur á stígnum. Þetta er ekki einu sinni það að brjóta lög fagmannlega og með varúð heldur gera þeir þetta óvarlega. Þetta hefði getað endaði illa. Á þessum hjólastíg hérna fyrir aftan okkur, það eru börn á honum í bland við samgönguhjólreiðafólk, þú verður að búast við allskonar umferð og þú getur ekki verið á honum á tækjum sem eru ekki til þess gerð.“ Keyrði stíginn óvænt í miðju viðtali Mörg dæmi séu um að öðrum ökutækjum, meðal annars bílum, sé ekið eftir hjólreiðastígum. Það kom á daginn í miðju viðtali líkt og sjá má í fréttinni þegar skellinaðra þeyttist framhjá. „Algengustu tilvikin eru hinsvegar breytt hlaupahjól, sem geta auðveldlega komist upp í sextíu til áttatíu kílómetra hraða og menn eru stundum á 40-50, ég hef stundum reynt að hjóla á eftir þeim og hef gefist upp þegar....“ Er þetta löglegt hjól á svona stíg? „Ég er ekki viss, hann er með skráningarnúmer. Hann er á löglegum hraða. Ég skal gefa honum það, hann er á löglegum hraða en hann er með skráningarnúmer, þannig ég myndi halda ekki. Þau sem eru lögleg á þessum stígum eru ekki með skráningarnúmer.“ Þessi hefði átt heima á götunni? „Þessi hefði átt heima einhvers staðar annars staðar.“ Hjólreiðar Samgöngur Lögreglumál Umferðaröryggi Bifhjól Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það var reiðhjólamaður á leið heim úr vinnu sem náði myndskeiði af mótorhjólamönnunum þar sem þeir keyrðu hjólreiðastíginn síðdegis á virkum degi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið litið alvarlegum augum og er nú til rannsóknar. Aksturinn sé með öllu óheimill og viðurlög séu sektagreiðslur. Erlendur S. Þorsteinsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna segir alveg ljóst að illa hefði getað farið. „Þessir bifhjólamenn fóru bara hreint í framúrakstur á stígnum. Þetta er ekki einu sinni það að brjóta lög fagmannlega og með varúð heldur gera þeir þetta óvarlega. Þetta hefði getað endaði illa. Á þessum hjólastíg hérna fyrir aftan okkur, það eru börn á honum í bland við samgönguhjólreiðafólk, þú verður að búast við allskonar umferð og þú getur ekki verið á honum á tækjum sem eru ekki til þess gerð.“ Keyrði stíginn óvænt í miðju viðtali Mörg dæmi séu um að öðrum ökutækjum, meðal annars bílum, sé ekið eftir hjólreiðastígum. Það kom á daginn í miðju viðtali líkt og sjá má í fréttinni þegar skellinaðra þeyttist framhjá. „Algengustu tilvikin eru hinsvegar breytt hlaupahjól, sem geta auðveldlega komist upp í sextíu til áttatíu kílómetra hraða og menn eru stundum á 40-50, ég hef stundum reynt að hjóla á eftir þeim og hef gefist upp þegar....“ Er þetta löglegt hjól á svona stíg? „Ég er ekki viss, hann er með skráningarnúmer. Hann er á löglegum hraða. Ég skal gefa honum það, hann er á löglegum hraða en hann er með skráningarnúmer, þannig ég myndi halda ekki. Þau sem eru lögleg á þessum stígum eru ekki með skráningarnúmer.“ Þessi hefði átt heima á götunni? „Þessi hefði átt heima einhvers staðar annars staðar.“
Hjólreiðar Samgöngur Lögreglumál Umferðaröryggi Bifhjól Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira