Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 15:16 Hermenn í Los Angeles fyrr í sumar. AP/Eric Thayer Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseta, hafi brotið lög þegar hann notaði landgönguliða og meðlimi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til almennrar löggæslu í Los Angeles fyrr í sumar. Rúmir tveir mánuðir eru síðan Trump sendi hermennina með því markmiði að kveða niður mótmæli vegna umdeildra aðgerða útsendara landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Í heildina sendi nærri því fimm þúsund landgönguliða og þjóðvarðliða til Los Angeles. Mótmælin, sem þóttu ekki umfangsmikil fyrir, hættu þó tiltölulega fljótt og voru hermennirnir þá sendir með starfsmönnum alríkisstofnanna í löggæsluverkefni. Enn eru um þrjú hundruð menn úr þjóðvarðliðinu í borginni, samkvæmt frétt New York Times. Í úrskurði sínum, sem áhugasamir geta fundið hér, segir Charles R. Breyer, dómari í San Francisco, að Trump þurfi ekki að fjarlægja hermennina og að þeir geti haldið áfram að verja fasteignir og eigur alríkisins í Los Angeles, þar sem það sé í samræmi við lög. Þeir megi þó ekki taka þátt í almennri löggæslu. Úrskurðurinn snýr eingöngu að Kaliforníu og meinar Trump ekki að senda hermenn til annarra borga sem stjórnað er af Demókrötum, eins og hann hefur ítrekað hótað að undanförnu. Búist er við því að dómsmálaráðuneytið muni áfrýja úrskurðinum til æðra dómstigs. Þar sitja þrír dómara en Trump skipaði tvo þeirra. Trump hefur tapað nokkrum umfangsmiklum málum á alríkissviðinu að undanförnu og snúa mörg málanna að því að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Trump hefur ítrekað lýst yfir neyðarástandi í tilteknum málaflokkum og í kjölfarið gripið til umfangsmikilla aðgerða á þeim grunni. Meðal annars má nefna brottvísanir ríkisstjórnarinnar án dóms og laga, tolla Trumps og niðurfellingu á reglugerðum sem varða umhverfisvernd. Sjá einnig: Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Trump hefur reglulega notað hermenn á bandarískri grundu, til starfa sem þeir eru ekki þjálfaðir fyrir og oft hefur ríkt töluverð lagaleg óvissa um það hvort honum hafi yfir höfuð verið það heimilt. Í úrskurði sínum skrifaði Breyer að starfsmenn ríkisstjórnar Trumps hafi verið meðvitaðir um að þeir væru að brjóta lögin og hafi neitað að starfa með embættismönnum í Kaliforníu og Los Angeles. Það og fleira sýni að þeir hafi vitað að þetta væri ólöglegt. Þá vísaði hann einnig til þess að Trump hefði ítrekað talið um að gera það sama í öðrum borgum. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er unnið að stofnun sérstakrar hersveitar innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem beita á gegn almenningi í landinu. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Í heildina sendi nærri því fimm þúsund landgönguliða og þjóðvarðliða til Los Angeles. Mótmælin, sem þóttu ekki umfangsmikil fyrir, hættu þó tiltölulega fljótt og voru hermennirnir þá sendir með starfsmönnum alríkisstofnanna í löggæsluverkefni. Enn eru um þrjú hundruð menn úr þjóðvarðliðinu í borginni, samkvæmt frétt New York Times. Í úrskurði sínum, sem áhugasamir geta fundið hér, segir Charles R. Breyer, dómari í San Francisco, að Trump þurfi ekki að fjarlægja hermennina og að þeir geti haldið áfram að verja fasteignir og eigur alríkisins í Los Angeles, þar sem það sé í samræmi við lög. Þeir megi þó ekki taka þátt í almennri löggæslu. Úrskurðurinn snýr eingöngu að Kaliforníu og meinar Trump ekki að senda hermenn til annarra borga sem stjórnað er af Demókrötum, eins og hann hefur ítrekað hótað að undanförnu. Búist er við því að dómsmálaráðuneytið muni áfrýja úrskurðinum til æðra dómstigs. Þar sitja þrír dómara en Trump skipaði tvo þeirra. Trump hefur tapað nokkrum umfangsmiklum málum á alríkissviðinu að undanförnu og snúa mörg málanna að því að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Trump hefur ítrekað lýst yfir neyðarástandi í tilteknum málaflokkum og í kjölfarið gripið til umfangsmikilla aðgerða á þeim grunni. Meðal annars má nefna brottvísanir ríkisstjórnarinnar án dóms og laga, tolla Trumps og niðurfellingu á reglugerðum sem varða umhverfisvernd. Sjá einnig: Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Trump hefur reglulega notað hermenn á bandarískri grundu, til starfa sem þeir eru ekki þjálfaðir fyrir og oft hefur ríkt töluverð lagaleg óvissa um það hvort honum hafi yfir höfuð verið það heimilt. Í úrskurði sínum skrifaði Breyer að starfsmenn ríkisstjórnar Trumps hafi verið meðvitaðir um að þeir væru að brjóta lögin og hafi neitað að starfa með embættismönnum í Kaliforníu og Los Angeles. Það og fleira sýni að þeir hafi vitað að þetta væri ólöglegt. Þá vísaði hann einnig til þess að Trump hefði ítrekað talið um að gera það sama í öðrum borgum. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er unnið að stofnun sérstakrar hersveitar innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem beita á gegn almenningi í landinu. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira