Lífið

Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Frederik Haun sló eftirminnilega í gegn í Den store bagedyst.
Frederik Haun sló eftirminnilega í gegn í Den store bagedyst.

Danska sjarmatröllið og raunveruleikastjarnan Frederik Haun deildi einfaldri uppskrift að grískum jógúrt- og matchabitum með hindberjum með fylgjendum sínum á Instagram. Hann segir bitana bæði holla og bragðgóða og tilvalda til að njóta í sólinni.

Frederik vakti fyrst athygli sem keppandi í þáttunum, Den Store Bagedyst, sem sýndir voru á DR. Hann heillaði  bæði áhorfendur og dómnefnd upp úr skónum. Eftir þátttökuna jukust vinsældir hans á samfélagsmiðlum, þar sem hann deilir reglulega girnilegum uppskriftum, myndum úr fjölskyldulífinu og af heimilinu.

Frosnir jógúrt og matchabitar með hindberjum

Hráefni - í 12 stk.

  • 200 g grísk jógúrt
  • 2 msk hunang
  • 1 askja hindber
  • 1 tsk vanilluduft
  • 300 g hvít súkkulaði
  • 4 tsk matcha-duft

Aferð:

  1. Skerið hindberin í litla bita og blandið þeim saman við jógúrt, hunang og vanillu.
  2. Setjið litla klatta á bökunarpappír með skeið og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir.
  3. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og blandið matcha-dufti saman við.
  4. Dýfið frosnu jógúrt-bítunum í súkkulaðið og stráið smá matcha-dufti yfir.
  5. Frystið aftur stutt þar til súkkulaðið hefur harðnað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.