Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 08:02 Sveindís Jane Jónsdóttir tók gleði sína á ný þegar hún fagnaði með hinni brasilísku Maiara Niehues sem skoraði sigurmark Angel City. Skjáskot/CBS Sports Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Angel City eru byrjaðar að rétta úr kútnum eftir þrautagöngu og hafa nú unnið tvo leiki í röð í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þær virðast hins vegar vera að missa einn sinn besta leikmann. Angel City vann grannaslaginn við Bay FC í gær, 2-1, og lék Sveindís allan leikinn. Hún var dugleg við að koma sér í færi í leiknum en greinilega ósátt við sjálfa sig eftir að hafa ekki náð að nýta þau. Sveindís var óhemju nálægt því að skora eftir hálftíma leik þegar hún nýtti hraðann sinn til að komast inn í sendingu aftur á markvörð Bay FC, en hún pikkaði boltanum rétt framhjá markinu. Hún átti svo þrjú önnur mjög hættuleg skot í leiknum en inn vildi boltinn ekki og virtist íslenska landsliðskonan afar vonsvikin eftir skot í hliðarnetið úr góðu færi á 70. mínútu, og sparkaði þá meðal annars í auglýsingaskilti. Riley Tiernan hafði komið Angel City yfir á 12. mínútu eftir magnaðan sprett en Rachel Hill jafnað metin. Það var svo á 77. mínútu sem hin brasilíska Maiara Niehues skoraði sigurmarkið með skalla eins og sjá má hér að neðan og þá tók Sveindís gleði sína á ný. Þetta var sætur sigur fyrir Angel City sem þurfti að spila án bandaríska landsliðsframherjans Alyssu Thompson. Thompson, sem skorað hefur sex mörk á leiktíðinni, var utan hóps í gærkvöld vegna þess að Englandsmeistarar Chelsea eru að reyna að festa kaup á henni áður en félagaskiptaglugginn lokast á fimmtudagskvöld. Talið er að hún muni ekki kosta minna en eina milljón Bandaríkjadala en met var slegið á dögunum þegar Orlando Pride greiddi mexíkóska félaginu Tigres 1,5 milljón dala fyrir Lizbeth Ovalle. En án Thompson fagnaði Angel City samt sigri eins og fyrr segir, og hefur nú ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið nálgast sæti í átta liða úrslitakeppninni en er enn í 9. sæti, með 23 stig eftir 18 umferðir af 26, aðeins stigi á eftir Gotham en þessi lið mætast á sunnudaginn. Bay FC er með 17 stig í 12. sæti af fjórtán liðum deildarinnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Angel City vann grannaslaginn við Bay FC í gær, 2-1, og lék Sveindís allan leikinn. Hún var dugleg við að koma sér í færi í leiknum en greinilega ósátt við sjálfa sig eftir að hafa ekki náð að nýta þau. Sveindís var óhemju nálægt því að skora eftir hálftíma leik þegar hún nýtti hraðann sinn til að komast inn í sendingu aftur á markvörð Bay FC, en hún pikkaði boltanum rétt framhjá markinu. Hún átti svo þrjú önnur mjög hættuleg skot í leiknum en inn vildi boltinn ekki og virtist íslenska landsliðskonan afar vonsvikin eftir skot í hliðarnetið úr góðu færi á 70. mínútu, og sparkaði þá meðal annars í auglýsingaskilti. Riley Tiernan hafði komið Angel City yfir á 12. mínútu eftir magnaðan sprett en Rachel Hill jafnað metin. Það var svo á 77. mínútu sem hin brasilíska Maiara Niehues skoraði sigurmarkið með skalla eins og sjá má hér að neðan og þá tók Sveindís gleði sína á ný. Þetta var sætur sigur fyrir Angel City sem þurfti að spila án bandaríska landsliðsframherjans Alyssu Thompson. Thompson, sem skorað hefur sex mörk á leiktíðinni, var utan hóps í gærkvöld vegna þess að Englandsmeistarar Chelsea eru að reyna að festa kaup á henni áður en félagaskiptaglugginn lokast á fimmtudagskvöld. Talið er að hún muni ekki kosta minna en eina milljón Bandaríkjadala en met var slegið á dögunum þegar Orlando Pride greiddi mexíkóska félaginu Tigres 1,5 milljón dala fyrir Lizbeth Ovalle. En án Thompson fagnaði Angel City samt sigri eins og fyrr segir, og hefur nú ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið nálgast sæti í átta liða úrslitakeppninni en er enn í 9. sæti, með 23 stig eftir 18 umferðir af 26, aðeins stigi á eftir Gotham en þessi lið mætast á sunnudaginn. Bay FC er með 17 stig í 12. sæti af fjórtán liðum deildarinnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira