Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2025 08:02 Sveindís Jane Jónsdóttir tók gleði sína á ný þegar hún fagnaði með hinni brasilísku Maiara Niehues sem skoraði sigurmark Angel City. Skjáskot/CBS Sports Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Angel City eru byrjaðar að rétta úr kútnum eftir þrautagöngu og hafa nú unnið tvo leiki í röð í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þær virðast hins vegar vera að missa einn sinn besta leikmann. Angel City vann grannaslaginn við Bay FC í gær, 2-1, og lék Sveindís allan leikinn. Hún var dugleg við að koma sér í færi í leiknum en greinilega ósátt við sjálfa sig eftir að hafa ekki náð að nýta þau. Sveindís var óhemju nálægt því að skora eftir hálftíma leik þegar hún nýtti hraðann sinn til að komast inn í sendingu aftur á markvörð Bay FC, en hún pikkaði boltanum rétt framhjá markinu. Hún átti svo þrjú önnur mjög hættuleg skot í leiknum en inn vildi boltinn ekki og virtist íslenska landsliðskonan afar vonsvikin eftir skot í hliðarnetið úr góðu færi á 70. mínútu, og sparkaði þá meðal annars í auglýsingaskilti. Riley Tiernan hafði komið Angel City yfir á 12. mínútu eftir magnaðan sprett en Rachel Hill jafnað metin. Það var svo á 77. mínútu sem hin brasilíska Maiara Niehues skoraði sigurmarkið með skalla eins og sjá má hér að neðan og þá tók Sveindís gleði sína á ný. Þetta var sætur sigur fyrir Angel City sem þurfti að spila án bandaríska landsliðsframherjans Alyssu Thompson. Thompson, sem skorað hefur sex mörk á leiktíðinni, var utan hóps í gærkvöld vegna þess að Englandsmeistarar Chelsea eru að reyna að festa kaup á henni áður en félagaskiptaglugginn lokast á fimmtudagskvöld. Talið er að hún muni ekki kosta minna en eina milljón Bandaríkjadala en met var slegið á dögunum þegar Orlando Pride greiddi mexíkóska félaginu Tigres 1,5 milljón dala fyrir Lizbeth Ovalle. En án Thompson fagnaði Angel City samt sigri eins og fyrr segir, og hefur nú ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið nálgast sæti í átta liða úrslitakeppninni en er enn í 9. sæti, með 23 stig eftir 18 umferðir af 26, aðeins stigi á eftir Gotham en þessi lið mætast á sunnudaginn. Bay FC er með 17 stig í 12. sæti af fjórtán liðum deildarinnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Angel City vann grannaslaginn við Bay FC í gær, 2-1, og lék Sveindís allan leikinn. Hún var dugleg við að koma sér í færi í leiknum en greinilega ósátt við sjálfa sig eftir að hafa ekki náð að nýta þau. Sveindís var óhemju nálægt því að skora eftir hálftíma leik þegar hún nýtti hraðann sinn til að komast inn í sendingu aftur á markvörð Bay FC, en hún pikkaði boltanum rétt framhjá markinu. Hún átti svo þrjú önnur mjög hættuleg skot í leiknum en inn vildi boltinn ekki og virtist íslenska landsliðskonan afar vonsvikin eftir skot í hliðarnetið úr góðu færi á 70. mínútu, og sparkaði þá meðal annars í auglýsingaskilti. Riley Tiernan hafði komið Angel City yfir á 12. mínútu eftir magnaðan sprett en Rachel Hill jafnað metin. Það var svo á 77. mínútu sem hin brasilíska Maiara Niehues skoraði sigurmarkið með skalla eins og sjá má hér að neðan og þá tók Sveindís gleði sína á ný. Þetta var sætur sigur fyrir Angel City sem þurfti að spila án bandaríska landsliðsframherjans Alyssu Thompson. Thompson, sem skorað hefur sex mörk á leiktíðinni, var utan hóps í gærkvöld vegna þess að Englandsmeistarar Chelsea eru að reyna að festa kaup á henni áður en félagaskiptaglugginn lokast á fimmtudagskvöld. Talið er að hún muni ekki kosta minna en eina milljón Bandaríkjadala en met var slegið á dögunum þegar Orlando Pride greiddi mexíkóska félaginu Tigres 1,5 milljón dala fyrir Lizbeth Ovalle. En án Thompson fagnaði Angel City samt sigri eins og fyrr segir, og hefur nú ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið nálgast sæti í átta liða úrslitakeppninni en er enn í 9. sæti, með 23 stig eftir 18 umferðir af 26, aðeins stigi á eftir Gotham en þessi lið mætast á sunnudaginn. Bay FC er með 17 stig í 12. sæti af fjórtán liðum deildarinnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira