Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. september 2025 22:14 Á síðustu dögum hafa verið mikil flóð á svæðinu, sem hrundu af stað fjölmörgum aurskriðum, sem hefur heft aðgengi til muna. EPA Mörg hundruð hafa látið lífið vegna jarðskjálfta sem reið yfir Afganistan í gær. Björgunarstörf hafa gengið hægt og erfitt hefur reynst að ná til afskekktra byggða sem urðu illa úti. Talíbanastjórnin þar í landi kallar eftir aðstoð og segir litla hjálp að fá frá alþjóðasamfélaginu. Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í gærkvöldi. Skjálftinn var sex að stærð en sex eftirskjálftar, á bilinu 4,3 til 5,2 fylgdu í kjölfarið. Áhrifanna hefur helst gætt í austurhluta Afganistan en einnig í hluta Pakistan, einkum í Peshavar. Minnst 812 hafa látið lífið og talið er að sú tala muni hækka til muna á næstu dögum. Tvö þúsund eru slasaðir og mörg þúsund hafa misst heimili sín. Björgun hefur gengið hægt en svæðið sem varð verst úti er í miklu fjalllendi, þar sem er strjálbýlt og vegir illfærir. Enn hefur hjálp ekki borist mörgum þorpum en helst hefur þurft að flytja viðbragðsaðila og búnað með þyrlum. Þá hafa samskiptaleiðir rofnað vegna jarðskjálftanna. Sharafat Zaman talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Kabúl gerði ákall eftir aðstoð úr hendi alþjóðasamfélagsins vegna hamfaranna í samtali við Reuters. „Við þurfum aðstoð vegna þess að fjöldi fólks hefur tapað lífi sínu og húsunum sínum,“ sagði hann við miðilinn. Jarðskjálftinn er sá þriðji af þessari stærðargráðu síðan Talíbanar tóku völd í landinu fyrir fjórum árum. Frá valdatökunni hafa erlend ríki skorið verulega niður fjárframlög til hjálparstarfs í landinu, bæði vegna átaka annars staðar í heiminum og af þrýstingi vegna sífellt versnandi stöðu kvenna í landinu. Talíbanar hafa til að mynda bannað konum og stúlkum að stunda nám og starfa á vissum vettvöngum og stjórnarmenn Landsnefndar UN Women á Íslandi segja grundvallarmannréttindi kvenna hafa verið tekin í burtu á undanförnum árum. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar, sem miðar að því að líta fram hjá pólitískum stofnunum og veita aðstoð þegar brýn þörf er á, hafa meira að segja verið skorin niður úr 3,8 milljörðum Bandaríkjadala í 767 milljónir Bandaríkjadala frá 2022. „Enn sem komið er hafa engin erlend stjórnvöld boðið fram hjálparhönd,“ hefur Reuters eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. Síðan þá hafa stjórnvöld í Indlandi og Kína boðið fram neyðaraðstoð upp að einhverju marki. Bandarísk stofnun sem sér um utanríkismál í Suðaustur-Asíu vottaði Afgönum samúð í færslu á X en ekki liggur fyrir hvort bandarísk stjórnvöld komi til með að bjóða fram aðstoð. Afganistan Náttúruhamfarir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í gærkvöldi. Skjálftinn var sex að stærð en sex eftirskjálftar, á bilinu 4,3 til 5,2 fylgdu í kjölfarið. Áhrifanna hefur helst gætt í austurhluta Afganistan en einnig í hluta Pakistan, einkum í Peshavar. Minnst 812 hafa látið lífið og talið er að sú tala muni hækka til muna á næstu dögum. Tvö þúsund eru slasaðir og mörg þúsund hafa misst heimili sín. Björgun hefur gengið hægt en svæðið sem varð verst úti er í miklu fjalllendi, þar sem er strjálbýlt og vegir illfærir. Enn hefur hjálp ekki borist mörgum þorpum en helst hefur þurft að flytja viðbragðsaðila og búnað með þyrlum. Þá hafa samskiptaleiðir rofnað vegna jarðskjálftanna. Sharafat Zaman talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Kabúl gerði ákall eftir aðstoð úr hendi alþjóðasamfélagsins vegna hamfaranna í samtali við Reuters. „Við þurfum aðstoð vegna þess að fjöldi fólks hefur tapað lífi sínu og húsunum sínum,“ sagði hann við miðilinn. Jarðskjálftinn er sá þriðji af þessari stærðargráðu síðan Talíbanar tóku völd í landinu fyrir fjórum árum. Frá valdatökunni hafa erlend ríki skorið verulega niður fjárframlög til hjálparstarfs í landinu, bæði vegna átaka annars staðar í heiminum og af þrýstingi vegna sífellt versnandi stöðu kvenna í landinu. Talíbanar hafa til að mynda bannað konum og stúlkum að stunda nám og starfa á vissum vettvöngum og stjórnarmenn Landsnefndar UN Women á Íslandi segja grundvallarmannréttindi kvenna hafa verið tekin í burtu á undanförnum árum. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar, sem miðar að því að líta fram hjá pólitískum stofnunum og veita aðstoð þegar brýn þörf er á, hafa meira að segja verið skorin niður úr 3,8 milljörðum Bandaríkjadala í 767 milljónir Bandaríkjadala frá 2022. „Enn sem komið er hafa engin erlend stjórnvöld boðið fram hjálparhönd,“ hefur Reuters eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. Síðan þá hafa stjórnvöld í Indlandi og Kína boðið fram neyðaraðstoð upp að einhverju marki. Bandarísk stofnun sem sér um utanríkismál í Suðaustur-Asíu vottaði Afgönum samúð í færslu á X en ekki liggur fyrir hvort bandarísk stjórnvöld komi til með að bjóða fram aðstoð.
Afganistan Náttúruhamfarir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira