Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 1. september 2025 22:14 Á síðustu dögum hafa verið mikil flóð á svæðinu, sem hrundu af stað fjölmörgum aurskriðum, sem hefur heft aðgengi til muna. EPA Mörg hundruð hafa látið lífið vegna jarðskjálfta sem reið yfir Afganistan í gær. Björgunarstörf hafa gengið hægt og erfitt hefur reynst að ná til afskekktra byggða sem urðu illa úti. Talíbanastjórnin þar í landi kallar eftir aðstoð og segir litla hjálp að fá frá alþjóðasamfélaginu. Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í gærkvöldi. Skjálftinn var sex að stærð en sex eftirskjálftar, á bilinu 4,3 til 5,2 fylgdu í kjölfarið. Áhrifanna hefur helst gætt í austurhluta Afganistan en einnig í hluta Pakistan, einkum í Peshavar. Minnst 812 hafa látið lífið og talið er að sú tala muni hækka til muna á næstu dögum. Tvö þúsund eru slasaðir og mörg þúsund hafa misst heimili sín. Björgun hefur gengið hægt en svæðið sem varð verst úti er í miklu fjalllendi, þar sem er strjálbýlt og vegir illfærir. Enn hefur hjálp ekki borist mörgum þorpum en helst hefur þurft að flytja viðbragðsaðila og búnað með þyrlum. Þá hafa samskiptaleiðir rofnað vegna jarðskjálftanna. Sharafat Zaman talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Kabúl gerði ákall eftir aðstoð úr hendi alþjóðasamfélagsins vegna hamfaranna í samtali við Reuters. „Við þurfum aðstoð vegna þess að fjöldi fólks hefur tapað lífi sínu og húsunum sínum,“ sagði hann við miðilinn. Jarðskjálftinn er sá þriðji af þessari stærðargráðu síðan Talíbanar tóku völd í landinu fyrir fjórum árum. Frá valdatökunni hafa erlend ríki skorið verulega niður fjárframlög til hjálparstarfs í landinu, bæði vegna átaka annars staðar í heiminum og af þrýstingi vegna sífellt versnandi stöðu kvenna í landinu. Talíbanar hafa til að mynda bannað konum og stúlkum að stunda nám og starfa á vissum vettvöngum og stjórnarmenn Landsnefndar UN Women á Íslandi segja grundvallarmannréttindi kvenna hafa verið tekin í burtu á undanförnum árum. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar, sem miðar að því að líta fram hjá pólitískum stofnunum og veita aðstoð þegar brýn þörf er á, hafa meira að segja verið skorin niður úr 3,8 milljörðum Bandaríkjadala í 767 milljónir Bandaríkjadala frá 2022. „Enn sem komið er hafa engin erlend stjórnvöld boðið fram hjálparhönd,“ hefur Reuters eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. Síðan þá hafa stjórnvöld í Indlandi og Kína boðið fram neyðaraðstoð upp að einhverju marki. Bandarísk stofnun sem sér um utanríkismál í Suðaustur-Asíu vottaði Afgönum samúð í færslu á X en ekki liggur fyrir hvort bandarísk stjórnvöld komi til með að bjóða fram aðstoð. Afganistan Náttúruhamfarir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að staðartíma, eða rétt fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma í gærkvöldi. Skjálftinn var sex að stærð en sex eftirskjálftar, á bilinu 4,3 til 5,2 fylgdu í kjölfarið. Áhrifanna hefur helst gætt í austurhluta Afganistan en einnig í hluta Pakistan, einkum í Peshavar. Minnst 812 hafa látið lífið og talið er að sú tala muni hækka til muna á næstu dögum. Tvö þúsund eru slasaðir og mörg þúsund hafa misst heimili sín. Björgun hefur gengið hægt en svæðið sem varð verst úti er í miklu fjalllendi, þar sem er strjálbýlt og vegir illfærir. Enn hefur hjálp ekki borist mörgum þorpum en helst hefur þurft að flytja viðbragðsaðila og búnað með þyrlum. Þá hafa samskiptaleiðir rofnað vegna jarðskjálftanna. Sharafat Zaman talsmaður heilbrigðisráðuneytisins í Kabúl gerði ákall eftir aðstoð úr hendi alþjóðasamfélagsins vegna hamfaranna í samtali við Reuters. „Við þurfum aðstoð vegna þess að fjöldi fólks hefur tapað lífi sínu og húsunum sínum,“ sagði hann við miðilinn. Jarðskjálftinn er sá þriðji af þessari stærðargráðu síðan Talíbanar tóku völd í landinu fyrir fjórum árum. Frá valdatökunni hafa erlend ríki skorið verulega niður fjárframlög til hjálparstarfs í landinu, bæði vegna átaka annars staðar í heiminum og af þrýstingi vegna sífellt versnandi stöðu kvenna í landinu. Talíbanar hafa til að mynda bannað konum og stúlkum að stunda nám og starfa á vissum vettvöngum og stjórnarmenn Landsnefndar UN Women á Íslandi segja grundvallarmannréttindi kvenna hafa verið tekin í burtu á undanförnum árum. Fjárframlög til mannúðaraðstoðar, sem miðar að því að líta fram hjá pólitískum stofnunum og veita aðstoð þegar brýn þörf er á, hafa meira að segja verið skorin niður úr 3,8 milljörðum Bandaríkjadala í 767 milljónir Bandaríkjadala frá 2022. „Enn sem komið er hafa engin erlend stjórnvöld boðið fram hjálparhönd,“ hefur Reuters eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins. Síðan þá hafa stjórnvöld í Indlandi og Kína boðið fram neyðaraðstoð upp að einhverju marki. Bandarísk stofnun sem sér um utanríkismál í Suðaustur-Asíu vottaði Afgönum samúð í færslu á X en ekki liggur fyrir hvort bandarísk stjórnvöld komi til með að bjóða fram aðstoð.
Afganistan Náttúruhamfarir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira