Innlent

Segir nýtt kerfi stór­bæta kjör líf­eyris­þega

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Tryggingastofnunar um nýja örorku- og endurhæfingarkerfið sem kynnt var í morgun af Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.

Forstjórinn segir að nýja kerfið muni stórbæta kjör lífeyrisþega en frítekjumarkið hefur nú verið fært upp í 350 þúsund. 

Einnig fjöllum við um málefni geislafræðinga en formaður félags þeirra gagnrýnir harðlega tillögur sem settar voru fram af spretthópi ráðherra á dögunum. Óskiljanlegt sé að eyða skuli fjármagni í skammtímalausnir í stað þess að bæta kjör starfsfólks. 

Að auki fjöllum við um uppsagnir í Eyjum og segjum frá átakinu gulum september sem stendur út mánuðinn.

Í sportpakka dagsins verður áherslan síðan á hinn umdeilda körfuboltaleik Íslands og Póllands sem fram fór í gærkvöldi en þar þóttu dómararnir standa sig með afbrigðum illa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×