Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Árni Sæberg skrifar 1. september 2025 11:41 Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði. Í ákæru á hendur manninum segir að hann sé ákærður fyrir að hafa að kvöldi ótilgreinds dags stöðvað bifreiðs sína við hlið konu, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreiðina og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar sýnt henni myndband af fólki stunda samfarir. Með háttsemi sinni hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Hann hafi laust fyrir hádegi annars dags stöðvað bifreiðina við hlið annarrar konu, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreið sína og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar sýnt henni kynferðislegt myndskeið, fróað sér og beðið hana um að hjálpa sér. Hann hafi einnig sært blygðunarkennd þeirrar konu og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Þá hafi hann að kvöldi stöðvað bíl sinn við hlið þriðju konunnar, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreið sína og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar berað kynfæri sín og fróað sér þar til hún hljóp burt. Með því hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Loks sé hann ákærður fyrir kynferðisbrot, en til vara blygðunarsemisbrot, með því að hafa að nóttu til keyrt við hlið fjórðu konunnar, með opinn glugga á bifreið sinni og kallað til hennar og síðan farið út úr bifreiðinni, berað kynfæri sín og elt hana á meðan hann kallaði til hennar „chupa chupa“. Hann hafi farið aftur inn í bifreiðina, elt konuna með gluggan opinn, farið aftur út úr bifreiðinni með getnaðarlim sinn sýnilegan og elt hana um stund, þrátt fyrir að hún hefði ítrekað beðið hann um að láta sig í friði. Með þessu hafi hann sært blygðunarsemi konunnar, valdið henni miklum ótta og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krefjast konurnar allar að maðurinn verði dæmdur til að greiða þeim miskabætur á bilinu 500 þúsund til 1,5 milljóna króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum segir að hann sé ákærður fyrir að hafa að kvöldi ótilgreinds dags stöðvað bifreiðs sína við hlið konu, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreiðina og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar sýnt henni myndband af fólki stunda samfarir. Með háttsemi sinni hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Hann hafi laust fyrir hádegi annars dags stöðvað bifreiðina við hlið annarrar konu, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreið sína og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar sýnt henni kynferðislegt myndskeið, fróað sér og beðið hana um að hjálpa sér. Hann hafi einnig sært blygðunarkennd þeirrar konu og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Þá hafi hann að kvöldi stöðvað bíl sinn við hlið þriðju konunnar, þar sem hún var á gangi, fengið hana til að nálgast bifreið sína og þegar hún kom að glugga bifreiðarinnar berað kynfæri sín og fróað sér þar til hún hljóp burt. Með því hafi hann sært blygðunarsemi konunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Loks sé hann ákærður fyrir kynferðisbrot, en til vara blygðunarsemisbrot, með því að hafa að nóttu til keyrt við hlið fjórðu konunnar, með opinn glugga á bifreið sinni og kallað til hennar og síðan farið út úr bifreiðinni, berað kynfæri sín og elt hana á meðan hann kallaði til hennar „chupa chupa“. Hann hafi farið aftur inn í bifreiðina, elt konuna með gluggan opinn, farið aftur út úr bifreiðinni með getnaðarlim sinn sýnilegan og elt hana um stund, þrátt fyrir að hún hefði ítrekað beðið hann um að láta sig í friði. Með þessu hafi hann sært blygðunarsemi konunnar, valdið henni miklum ótta og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krefjast konurnar allar að maðurinn verði dæmdur til að greiða þeim miskabætur á bilinu 500 þúsund til 1,5 milljóna króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira